Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 23
INNLENT
yrði við þennan leka að fullu, t.d. veita
fersku vatni í hana“, sagði Árni í samtali við
Þjóðlíf.
Að sögn Davíðs Egilssonar jarðverkfræð-
ings hjá Náttúruverndarráði hefur Tjörnin
um alllangt skeið notið góðs af leka í jafnt
heita- sem kaldavatnskerfinu. „Eftir að
Vatnsmýrin var þurrkuð upp dró úr vatns-
miðlun mýrarinnar til Tjarnarinnar og leys-
inga- og rignarvatn rennur því í toppum til
Tjarnarinnar og náttúrulegt grunnrennsli
verður þar af leiðandi minna. Allur leki í
veitulögnum eykur þetta grunnrennsli og
stuðlar því að jafnara innstreymi ferskvatns
til Tjarnarinnar, lífríkinu til góða. í miðborg-
inni er byggðin mjög þétt og rigningarvatn
berst að stærstum hluta út í sjó með skolp-
lögnunum. Tjörnin nýtur því ekki nema að
takmörkuðu leyti góðs af þessu vatni. Ég
gerði fyrir nokkrum árum mælingu á að-
rennsli til Tjarnarinnar og þá var um þriðj-
ungur aðrennslisins leki úr heitavatnslögn-
um. Sé lekinn í kaldavatnslögnunum talinn
með, má fastlega búast við að hlutfallið hafi
verið mun hærra. En þó svo að lekinn geri
ákveðið gagn fyrir lífríki Tjarnarinnar, þá tel
ég að það sé mjög brýnt að gera við hann. Ef
það svo sýnir sig að ferskvatnsstreymið til
Tjarnarinnar sé ekki nægjanlegt þá verður
hreinlega að grípa til markvissra aðgerða til
að bæta úr því“, sagði Davíð í samtali við
Þjóðlíf.
Ekki vitað hve miklu er dælt
úr Tjörninni
Þegar borgaryfirvöld ákváðu að byggja
ráðhús í Tjörninni var jafnframt tekin
ákvörðun um að rannsaka ítarlega lífríki
Tjarnarinnar sem og að- og frárennsli henn-
ar. Reykjavíkurborg fékk til liðs við sig verk-
takafyrirtækið Vatnaskil hf. til að fram-
kvæma mælingar á vatnsstreyminu. Að sögn
Snorra Páls Kjaran, vatnaverkfræðings hjá
Vatnaskilum, er lítil ástæða til að óttast um
afdrif lífríkis Tjarnarinnar þótt gert yrði við
lekann á vatnsveitukerfum borgarinnar.
„Við höfum framkvæmt mjög ítarlegar mæl-
ingar á náttúrulegu aðrennsli til Tjarnarinn-
ar annarsvegar og einnig höfum við mælt að
hluta til frárennslið. Vegna byggingarfram-
kvæmdanna þar hefur verið dælt miklu af
vatni úr Tjörninni og við höfum ekki mæling-
ar yfir það. En í fljótu bragði myndi ég segja
að hið náttúrulega aðstreymi samsvaraði að
miklu leyti frárennslinu", sagði Snorri Páll í
samtali við Þjóðlíf.
Kristján Ari.
Þóroddur Sigurðsson vatnsveitustjóri:
„Brýnt að að komast fyrir lekann“
„Við hjá Vatnsveitunni höfum á undan-
förnum árum gert mikið átak í því að gera
við leka í veitukerfinu og okkur hefur orðið
mikið ágengt í þeim efnum. Það er ekki
fjarri lagi að áætla að um 50% af því vatni
sem við miðluðum inn á veitukerfið hafi
lekið úr lögnununi í ákveðnum borgarhlut-
um. Og sjálfsagt má finna dæmi um meiri
leka. Hve lekinn er mikill er hinsvegar mjög
misjafnt eftir hverfum. En meðaltalslekinn
í veitukerfinu í Reykjavík er milli 20 og
30%“, sagði Þóroddur Sigurðsson vatns-
veitustjóri er Þjóðlíf spurði hann hve mikill
leki væri á vatnsveitukerfi Reykjavíkur-
borgar.
— Ég á ákaflega erfitt með að segja til
um hvaða hverfi er verst ástatt fyrir í þess-
um efnum. En almennt má segja að ígömlu
hverfunum eru Iagnir byrjaðar að gefa sig
nokkuð og því orðið brýnt að endurnýja
þær. Jarðvegurinn sem lagnirnar eru í hef-
ur einnig sitt að segja varðandi ásigkomu-
lag lagnanna, t.d. tærast þær mun fyrr í
mýrarjarðvegi en þurrum jarðvegi. Og þó
lagnir séu orðnar gamlar þar þá er það
enganveginn einhlítt að þær séu ónýtar.
— Það eru tveir menn í fullu starfi hjá
Vatnsveitunni við að leita uppi leka í veitu-
kerfinu. Þeir hafa yfir fullkomnum leitar-
tækjum að ráða, en einnig athuga þeir mál-
in ef tilkynning berst okkur um leka, eða ef
vatnsþrýstifall á sér snögglega sér stað í
húsum eða hávaði byrjar að heyrast úr
lögnunum. Leit að leka getur verið mjög
flókin, því hans getur orðið vart fjarri upp-
tökunum.
— Til marks um hve vel okkur hefur
gengið að gera við þennan leka er, að á
síðastliðnum 3 árum hefur okkur tekist að
að minnka vatnsstreymið til Reykjavíkur
um milljón rúmmetra á ársgrundvelli þrátt
fyrir að íbúum svæðisins hafi fjölgað nokk-
uð á þessu sama tímabili. Meðaltalsvatns-
notkun hvers íbúa í Reykjavík hefur lækk-
að úr 806 lítrum á sólarhring árið 1985 í 732
lítra á sólarhring. Þetta er mun meiri með-
altalsnotkun en er hjá nágrannasveitarfé-
lögunum.
— Heildarvatnsmagnið sem var miðlað
inn á veitukerfi Reykjavíkurborgar síðast-
liðið ár nam um 25 milljónum rúmmetra
Þetta þýðir að lekinn úr kerfinu er
milli 6 og 8 milljónir rúmmetra á
ári. Hjá erlendum vatnsveitum
þykir 10% leki á veitukerfi
hámark þess sem viðunan-
legt getur talist. Skýring-
in á þessum mikla leka
í veitukerfi okkar er fyrst og fremst hve
gamlar lagnirnar eru orðnar í gömlu hverf-
unum. En það er vissulega orðið mjög
brýnt að lagfæra þetta.
Við erum nú þegar komnir með há-
marksdæluafköst í norð-austur Heiðmörk,
úr Gvendarbrunnum, þannig að það þýðir
ekki fyrir okkur að virkja meira þar. í
venjulegu árferði gætum við miðlað allt að
1300 sekúndulítrum af vatni inn á veituk-
erfið meðan ársnotkunin að meðaltali er
nokkuð undir því. Þegar hinsvegar eru
langvinnir þurkakaflar, eins og t.d. sl.
haust og haustið 1987, þá minnkar geta
okkar niður í 1000 sekúndulítra. Enn er
notkunin á Reykjavíkursvæðinu þó ekki
orðin svo mikil. Við eigum því nokkurn
afgang upp á að hlaupa. En það er engu að
síður orðið mjög aðkallandi að loka fyrir
lekann í kerfinu og minnka þannig vatns-
þörfina. En slíkt gerist þó ekki á einum
mánuði, því svona lagfæringar kosta pen-
inga og taka tíma.
— Það kostar í sjálfu sér ekki mikla pen-
inga að leita uppi lekann, en uppgröfturinn
og viðgerðirnar eru ærið kostnaðarsamar.
Á árinu 1988 endurnýjuðum við tæpa 2 kí-
lómetra af veitulögnunum.
Oft þarf að grafa upp heilu göturnar og
slíkt þarf að gera í samvinnu við fleiri aðila
hjá Reykjavíkurborg, t,d holræsadeildina
og gatnagerðina. Við höfum því orðið að
sníða okkur stakk eftir vexti og miða fram-
kvæmdir okkar við efni og aðstæður hverju
sinni. í sjáfu sér vildum við gjarnan fara
hraðar í þessar viðgerðir en þá ber til þess
að líta að holræsadeildin stendur í stór-
framkvæmdum þessa dagana við að loka og
sameina holræsin meðfram ströndinni. Og
á meðan hægja þeir á endurnýjun gamalla
kerfa. Það eru einfaldlega ekki til peningar
til að gera hvort tveggja í senn, sagði Þór-
oddur Sigurðsson,
vatnsveitust-
jóri að lok-
um í sam-
tali við
Þjóðlíf.
23