Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 28

Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 28
ERLENT skýrði íranskur faðir frá því á blaðamanna- fundi Græningja í V-Þýskalandi að fjórtán ára gamall sonur hans hefði verið tekinn fast- ur þar sem hann var að selja blöð: „í sjö ár var hann pyntaður. Sjóðandi vatni var hellt yfir hann og á veturna var hann látinn ganga um nakinn í snjó og frosti heilu dagana. Allar tennurnar voru sparkaðar úr honum af stíg- véluðum hermönnum. Og nú hafa þeir myrt hann.“ í fangelsunum sem nefnd eru „íslamskar námsstofnanir“ er hver og einn fangi leiddur fyrir „andlegan dómara“. Fanginn verður að játast íslamskri trú og viðurkenna guðsríki Komeinis, hann verður auk þess að sanna fyrir hinum andlega dómara að hugarfars- breyting hans sé algjör og trú hans sönn. Það gerir hann með því að vera fús til að taka þátt í aftökum vina og ættingja. Færist hann und- an er kveðinn upp líflátsúrskurður á innan við fimm mínútum og fanginn tekinn sam- stundis af lífi. Á þennan hátt hafa nokkur fangelsi, t.d. fangelsið í Hamadam, verið tæmd. í einni deild £vin-fangelsis íTeheran spöruðu menn sér einstaklingsaftökurnar með því að drepa 700 fanga í einu með öfl- ugri sprengingu. Mullahsarnir (íslamskir prestar) geta brátt með sönnu fullyrt að í íran séu engir pólitísk- ir fangar lengur. Samhliða opnun út á við í viðskiptum ætlar stjórnin í Teheran að gefa öllum pólitískum föngum upp sakir. Með þessari sakauppgjöf vonast íslamska lýðveld- ið líklega til að verða viðurkennt á alþjóða- vettvangi. Sakauppgjöfin nægir hins vegar ekki sem skýring á fjöldamorðum þeim sem framin hafa verið af kappi í að minnsta kosti hálft ár. Þetta linnulausa ofbeldi gegn eigin þjóð, sem aukist hefur mjög eftir að vopna- hlé var gert í stríðinu við írak, bendir að mínu viti til veikleika prestaveldisins í Teheran. Eftir að hafa verið við völd í tíu ár standa þeir nú frammi fyrir algjöru hruni og eyðileggingu. Þeir eru ófærir um að útskýra fyrir þjóð- inni tilgang þess að hafa í átta ár hrópað „stríð, stríð, til sigurs“, að hafa fórnað millj- ónum mannslífa og að hafa lagt stóran hluta landsins í rúst. Þeir eru sömuleiðis ófærir um að útskýra hversvegna þeir voru svo skyndi- lega tilbúnir að gera vopnahléssamning við írak eftir að hafa í rúmt ár sagt slíkan samn- ing verk djöfulsins. Því leitast þeir nú við að skapa andrúmsloft sem hlaðið er angist og ýtir burt spurningunum um tilgang þessa langa stríðs og ástæðuna fyrir þessum óvænta vopnahlésvilja. En það eru ekki aðeins fangar sem teknir eru af lífi, heldur eru stjórnarandstæðingar sem þegar hafa setið af sér fangelsisdóma fangelsaðir aftur og margir þeirra teknir af lífi án ástæðu og án dóms. Til að ógna þjóð- inni enn frekar hafa aftökur í nokkrum borg- um farið fram opinberlega. Æðsti dómari íslamska lýðveldisins, Musavi Ardebili, til- kynnti við hina opinberu föstudagsbæn, Frá því að klerkastjórnin komst til valda í íran hafa konur verið skikkaðar til að hylja andlit sitt. Nokkrum mánuðum áður en Komeini lýsti því yfir að rithöfundurinn Rusti væri rétt- dræpur vegna skrifa sinna, hélt Genscher utanríkisráðherra V-Þýskalands til íran ásamtfjölmennu fylgdarliði. Hann hélt heim með nýjan vináttu— og menningarsamn- ing upp á vasann. skömmu eftir gerð vopnahléssáttmálans: „Dómstólarnir verða fyrir miklum þrýstingi frá almenningi. Við erum gagnrýndir fyrir að leiða hvern og einn fanga fyrir rétt í stað þess að taka þá bara alla af lífi....Það er fólkið sem krefst þess að þeir verði allir líflátnir." Yfirmaður varðmanna byltingarinnar til- kynnti sömuleiðis: „Varðmenn byltingarinn- ar og allur almenningur verða að gera sér ljóst að baráttunni gegn andstæðingum bylt- ingarinnar er ekki lokið þrátt fyrir vopna- hléið í stríðinu gegn írak.“ Það er svo sann- arlega furðulegt að stjórn íslamska lýðveldis- ins skuli svo djarflega sem raun ber vitni skýra erlendum fjölmiðlum frá hrottalegum glæpum sínum. Þó er það enn furðulegra að allur heimurinn skuli loka augunum og láta sig þessar hörmungar engu skipta. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.