Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 29

Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 29
ERLENT í ríki Komeinis eru fangelsi nefnd „íslamskar námsstofnanir". Fangar eru leiddir fyrir „andlega dómara" og þeir verða að játast undir íslamska trú og viðurkenna guðsríki Komeinis. Færist hann undan því er hann samstundis tekinn af lífi. í þau átta ár sem stríðið stóð heyrðust varla nokkur mótmæli né gagnrýni frá stóru fjölmiðlunum hér í V-Þýskalandi. Var sú vitneskja að fjölmörg stór þýsk fyrirtæki og sjálft þýska ríkið græddi milljarða á þessu stríði kannski ástæðan fyrir þessari þögn? Hver vissi til dæmis ekki um kaup íraka á þýskum búnaði til framleiðslu efnavopna, sem síðar voru notuð gegn bæði Irönum og írönskum kúrdum? Flestir vissu líka að tugir þúsunda íranskra unglinga voru sendir út á vígvöllinn og þar með út í opinn dauðann, vopnaðir þýskum G-3 byssum. En þessar staðreyndir eru ekki lengur í deiglunni. Frið- ur ríkir á vígvellinum. Fórnarlömb stríðsins, sem liggja nafnlaus í fjöldagröfum, eru löngu gleymd og öllum er sama um þá sem örkum- luðust eða misstu allt sitt fólk í stríðinu. Áhugaleysi hins vestræna heims þýðir þó ekki að þessi stríðshrjáðu lönd íran og írak séu horfin úr sjónmáli erlendra verktaka og forstjóra. Þvert á móti, nú geta þeir loks farið að mjólka kúna. Enn er hægt að selja Iran og Irak vopn, því bæði löndin byggja nú aftur upp heri sína með enn öflugri og ný- tískulegri vopnum til að vera í stakk búin að verjast. En viðskiptin eru ekki lengur tak- mörkuð við vopnasölu. Fjölmörg erlend fyrirtæki og ríkisstjórnir hafa boðið „hjálp“ við uppbyggingu. Og það er víst nóg sem bypya þarf upp. I Iran eru tvöþúsund stórar verksmiðjur ónýtar, þar á meðal sex stórar olíuhreinsun- arstöðvar og tvö kjarnorkuver. Auk þessa eru þrettán borgir og tvö þúsund þorp rústir einar. Fjárhagslegt tjón írana er metið á um það bil 500 milljarða dollara. Það þarf því engan að undra hvað ferðalög erlendra sendinefnda til Teheran hafa aukist gífur- lega. Að sjálfsögðu er Þýskaland í broddi fylkingar enda einn stærsti viðskiptaaðili ír- ans. í lok nóvember 1988 hélt Genscher utan- ríkisráðherra V-Þýskalands til Teheran í fylgd 50 forstjóra og verktaka. Á meðan ráð- herrann dvaldi í borginni voru hundruð fanga tekin af lífi. Er það ekki ansi kaldhæð- ið að þeir sömu menn sem standa fyrir gerð samninga og sitja ráðstefnur gegn mannrétt- indabrotum skuli geta leyft sér að horfa framhjá svo grófum mannréttindabrotum og þeim sem nú eiga sér stað í íran? En ferð Genschers bar góðan árangur. Hann hélt heim með marga viðskiptasamninga og hafði auk þess gert samning um endurnýjun á vin- áttu- og menningarsambandi ríkjanna. Það er undarlegt að þýskir listamenn, rit- höfundar, vísindamenn, útgefendur og aðrir þeir sem standa eiga undir menningunni skuli ekki mótmæla því að gert sé samkomu- lag í þeirra nafni við ríkisstjórn sem fyrirlítur bæði manneskjur og menningu. Það muna eflaust margir eftir bókabrennunum og árás- unum á bókabúðir og útgáfufyrirtæki sem fylgdu í kjölfar valdatöku Komeinis. „Tón- list er glæpur gegn mannkyninu" sagði Kom- eini einu sinni og lét banna alla tónlist í út- varpi og sjónvarpi. Fjölmargir listamenn og rithöfundar voru handteknir og myrtir. Öllum háskólum í íran var lokað í þrjú ár svo hægt væri að laga allt kerfið að íslömskum siðum. Erforsvaranlegt að vestrænt ríki stofni til vina- og menningar- sambands við þetta ofbeldissinnaða presta- veldi, þrátt fyrir þessar hræðilegu staðreynd- ir? Getur almenningur á Vesturlöndum sam- viskulaust látið það viðgangast að vestrænir sjórnmála- og framkvæmdamenn ösli um í rústum írans og stofni til viðskipta- og menn- ingarsambanda við stjórn landsins á meðan öskur berast úr pyntingaklefum og hundruð þúsunda saklausra fórnarlamba liggja dauð í fjöldagröfum? Hrönn Kristinsdóttir 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.