Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 32
ERLENT
Orðhákur úr ráðherrastóli
Salmonellusýking í eggjuni og kjúklingum
hefur um nokkra hríð verið vaxandi heil-
brigðisvandamál í Bretlandi eins og í mörg-
um öðrum löndum, en undanfarna mánuði
hefur hún líka orðið að pólitísku vandamáli
sem kostað hefur einn ráðherra embættið.
Edwina Currie, aðstoðarheilbrigðisráð-
herra, sagði í desember síðastlíðnum að flest
egg í landinu væru sýkt af salmonellu. Við
þessi ummæli dróst sala á eggjum saman um
nálega helming — í sjálfum jólanánuðinum
— eggjaframleiðendur urðu ævareiðir og
sumir þeirra hófu málssókn gegn Currie.
Landbúnaðarráðherrann, John MacGregor,
krafðist þess að Currie drægi ummælin til
baka, en Currie lét sig ekki. Það var ekki fyrr
en þingflokkur Ihaldsflokksins krafðist af-
sagnar hennar að henni var ekki lengur stætt
að halda embætti og sagði hún af sér 16.
desember. MacGregor lofaði eggjaframleið-
endum skaðabótum og hefur síðan verið
veitt úr ríkissjóði að minnsta kosti 1,5 millj-
arði króna til þessa. Af þessu tilefni sagði
David Steel, fyrrverandi formaður Frjáls-
lynda flokksins, að munnur Curries „væri sá
dýrasti sem um getur í sögunni.“
Með munninn fyrir
neðan nefið
Currie hefur verið aðsópsmikill og um-
deildur ráðherra. Stjarna hennar hækkaði
ört á himni stjórnmálanna eftir að hún komst
fyrst á þing 1983. Henni hefur tekist að gera
sig einn af kunnustu stjórnmálamönnum
Breta, bæði með alþekktum dugnaði sínum
og ekki síður með djörfum og á stundum
storkandi yfirlýsingum til að halda athygli
fjölmiðla. Stóryrði hennar hafa einkum
beinst að hollustuháttum almennings, mat-
aræði, hreinlæti og þess háttar. Rétt eftir að
hún tók við ráðherraembætti 1986 reitti hún
margt fólk á Norður-Englandi til reiði þegar
hún sagði fólki í Newcastle að slæmt heilsu-
far þar stafaði frekar af fáfræði og óhollum
mat en fátækt og atvinnuleysi. Ráðlagði hún
áheyrendum að borða meira af grænmeti og
trefjaríkum mat en minna af kartöfluflögum.
Tveim vikum síðar var ráðherrann þó svo
óheppinn að vera sjálfur staðinn að verki:
Pað sást nefnilega til hans á veitingastað í
Birmingham borða hamborgara, spælt egg
og franskar kartöflur.
Eitt sinn gaf hún kaupsýslumönnum góð
ráð til að forðast AIDS á ferðalögum erlend-
is. Hún sagði stutt og laggott: „Takið konuna
ykkar með." Álíka skýr og skorinorð var hún
um hvernig ungar konur ættu að forðast leg-
hálskrabbamein: „Don’t screw around.“
Þegar harðar deilur um rekstur og fjármögn-
Edwina Currie, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra Breta, var aðsópsmikill og um-
deildur ráðherra. Hún kostaði breska rík-
ið 1,5 milljarð króna vegna ummæla um
eggjaframleiðendur.
un heilbrigðisþjónustunnar stóðu yfir á síð-
asta ári sagði hún að„ við ættum öll“ að láta
okkur nægja eitt sumarferðalag á árinu og
bíða með að skreyta stofuna, en nota pening-
ana í staðinn til að kaupa okkur læknisþjón-
ustu.
Yfirlætislegar ráðleggingar Curries þóttu
þó fyrst keyra úr hófi þegar hún fór að tala til
gamla fólksins. Hún benti þeim sem áttu hús
á að þeir gætu selt þau og keypt tryggingu
fyrir læknisþjónustu. Þegar veðrátta fór
kólnandi í haust jukust áhyggjur gamals fólks
sem býr í lélegum húsum og lifir á lágum
ellilaunum. Ráð Curries var þetta:
„Kaupið ykkur síðar nærbuxur, dragið
fram ullarsokkana, gáið að hitapokanum,
prjónið vettlinga og sokka og látið barna-
börnin gefa ykkur ullarnátthúfur."
Allar þessar yfirlýsingar hafa valdið miklu
írafári, en Edwina Currie hefur ekki látið
það á sig fá. Það var ekki fyrr en voldugur
hagsmunahópur bænda brást ókvæða við
eggjatali hennar og margir samflokksmenn
snéru við henni baki að hún varð að láta
undan sfga. Hún varð að gjalda fyrir munn-
söfnuð sinn með ráðherraembættinu. Hve-
nær mundi slík gerast á íslandi?
Mál Edwinu Currie var ekki til lykta leitt
með afsögn hennar í desember. Eftir jól var
hún beðin um að mæta fyrir landbúnaðar-
nefnd þingsins og skýra hvað húm meinti
með yfirlýsingum sínum. Hún sagði í bréfi til
nefndarinnar að hún gæti ekkert liðsinnt
henni, en benti á að ummæli sín hafi verið
rangtúlkuð. Nefndin lét sér þetta ekki nægja
og skipaði Currie að mæta, að öðrum kosti
yrði hún neydd til þess af sjálfu þinginu. Lét
Currie þá undan og mætti fyrir nefndinni
þann 8. febrúar. Hún sýndi nefndinni þótta
og var lítið að græða á vitnisburði hennar.
Hún var margspurð af hverju hún hafi ekki
skýrt mál sitt þegar ummæli hennar höfðu
verið rangtúlkuð í fjölmiðlum. Hún svaraði
því einu til að hún þyrfti ekki að gera grein
fyrir því sem hún hefði ekki sagt. Ef menn
hefðu misskilið orð sín þá væri það þeirra
mál, ekki hennar.
Salmonellusýking breiðist út
Eggjamál Edwinu Currie hefur vissulega
vakið menn til umhugsunar um að salmon-
ellusýking er alvarlegt heilbrigðisvandamál.
En haldgóða vitneskju um eðli og útbreiðslu
hennar vantar og hafa margar og stundum
mótsagnakenndar staðhæfingar komið fram.
I febrúar var í blöðum sagt frá nýrri sérfræð-
ingaskýrslu þar sem salmonellusýking er tal-
in mun útbreiddari en áður hefur verið álitið,
bæði í eggjum og kjúklingum. Nefndin áætl-
ar að upp undir 2 milljónir manna sýkist
árlega.
Yfirvöldum hefur hvorki tekist að skýra
málið né sannfæra almenning um að nóg sé
aðhafst af opinberri hálfu til að halda sal-
monellu í skefjum, hvað þá kveða hana nið-
ur. Rétt fyrir jólin hófu yfirvöld auglýsinga-
herferð í blöðum undir yfirskriftinni „Stað-
reyndir um egg“, en hún tók ekki af öll
tvímæli um að egg væru hættulaus og bar
lítinn árangur. Nú er í undirbúningi hjá
stjórninni frekara kynningarátak og stendur
til að herða reglur um framleiðslu og
geymslu eggja.
Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórninni ekki
tekist að kveða niður háværar raddir um að
hún taki hagsmuni framleiðenda fram yfir
hagsmuni neytenda. Spjótunum er einkum
beint að landbúnaðarráðuneytinu sem hefur
á sinni könnu bæði framleiðslu- og neyslum-
ál sem matvælaráðuneyti, og vilja nú margir
að komið verði á fót sérstöku matvælaráðun-
eyti sem hafi neytendahagsmuni að leiðar-
Ijósi.
Eggja- og kjúklingabændur hafa ekki
heldur gert hreint fyrir sínum dyrum. Nú eru
um 5000 skráðir eggjaframleiðendur í land-
inu. Af þeim eru aðeins 800 í Sambandi
eggjaframleiðenda, en þeir framleiða um
80% allra eggja. Yfirvöld hafa reynt að fá
Sambandið til að annast sjálft og fjármagna
gæðaeftirlit, en það hefur ekki tekist hingað
til. Til eru leiðbeiningar frá hinu opinbera
um eggjaframleiðslu og meðferð eggja, en
þær hafa ekkert lagagildi og ekki er séð til
þess að farið sé eftir þeim. Einnig virðist
hollustuháttum í kjúklingaframleiðslu
ábótavant, en talið er að salmonellusýking í
kjúklingum hafi stóraukist á seinni árum.
Guðmundur Jónsson/Bretlandi
32