Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 41
MENNING
Þýskir klausturmúnkar fundu upp undir-
gerjun um 1500 og er hún langalgengasta
aðferð sem notuð er við ölgerð, þó að yfir-
gerjaðar tegundir séu enn á markaði eins og
t.d. porter og stout.
3 tunnur malts var hægt að fá fyrir sama
verð og 2 tunnur af bjór á síðmiðöldum hér.
Ur tunnu af malti fengust nálægt 3 tunnur af
meðalöli, ef marka má 18. aldar lýsingar á
hlutföllum í öli, en vafalítið hefur það verið
misjafnt að styrkleika. Þó að ekki verði vart
við verðflokkun eftir styrkleika öls, sést að
það hefur að sjálfsögðu verið misjafnt.
Stundum tala menn um að „hið áfengara
ölið“ sé borið fram í íslendingasögum.
Skjaðak og guðsblessum
Ölgerð virðist hafa borgað sig ágætlega,
því að þegar búið var að koma sér upp nauð-
synlegum áhöldum þurfti engu að kosta til
nema eldsneyti, fyrir utan maltið. En það
mun hafa þurft góða bruggara til að full nýt-
ing væri á maltinu. Oft er sagt frá skemmd,
eða skjaðaki í öli í fornbókmenntum okkar,
og mun fræ af illgresi, sem oft fylgdi bygginu
og erfitt var að skilja frá stundum hafa vald-
ið, en stundum kviknaði ekki gangur í ölinu.
Þessu bregður sérstaklega oft fyrir í Bisk-
upasögum í þeim tilgangi að draga fram mátt
heilagra manna, því að þeir voru manna lík-
legastir til að bjarga slíku við. Sagt var, að
Þorlákur biskup Þórhallsson væri svo
„drykksæll“ að brygðist aldrei öl sem hann
blessaði og signdi sinni hendi. ísleifur biskup
Gissurarson blessaði mungát það er skjaðak
var í þannig að það varð vel drekkandi. Og
frá því segir í Jóns sögu helga, að ekki kom
gangur í öl hjá manni. Hét hann þá á Jón og
varð það þegar hið besta öl og drukku það
allir með fögnuði guðs lofi og hins heilaga
Jóns byskups. Það kemur víða fram í Bisk-
Þýsk kanna frá 1583. Sögð hafa verið öl-
kanna Guðbrands biskups Þorlákssonar.
(Ijósm.Þjms. H.g.)
upasögum og í fleiri heimildum að öl virðist
síður en svo hafa verið ógeðfelldara þeim
sem voru í forsvari fyrir almættið, í kristinni
tíð en heiðinni. A.m.k. á 15. og 16. öld
áskildu biskupar sér að kirkjubændur hefðu
til handa þeim öl þegar þeir voru á yfir-
reiðum. Líklegt er að menn hafi hér signt yfir
bruggkerið og beðið guð fyrir ölið eins og
gert var í Noregi, þó að ég viti ekki um aðrar
heimildir að því lútandi en það sem áður var
sagt um hinn sæla Þorlák. í Gulaþingslögum
segir að öl skuli signa til krists þakka og
sankta Maríu til árs og friðar og í sumum
vestnorskum byggðum er gerskúmið enn
kallað Maríuauga.
Og hér er við hæfi að líta á fyrstu vísuna í
Drykkjuspili séra Ólafs Jónssonar frá Sönd-
um í Dýrafirði frá því nál. 1600:
Gleður mig opt sá góði bjór
guði sé þökk og lof
þó mín sé drykkjan megn eða stór
og mjög við of
mun þó ei reiðast drottinn vór
Ölsektir
Ég rakst á það í atriðisorðaskrá íslenskra
fornbréfsafnsins að orðin mjöður og öl
kæmu þráfaldlega fyrir í húsagatilskipun
fyrir heimafólk á Skálholtstað frá miðri 16.
öld og bjóst satt að segja við því að ef til vill
væri þar eitthvað um hömlur gagnvart
drykkjuskap á biskupssetrinu. Svo var nú
ekki, heldur áttu menn sem t.d. óhlýðnuðust
skipunum yfirmanna á staðnum að greiða
sektir í öli og miði til heimamanna. Þar er
m.a. eftirfarandi klausa:...
„ef nokkur svífst með lausung eða frillulífi
greiði eina bjórtunnu, eða mjaðar hálftunnu
svo oft sem hann verður að því opinber. En ef
maður legst með giftum konum eða útlæg-
um, svari bónda rétti sínum og hafi forbrotið
2 tunnur bjórs og malts eða 3 tunnur mjaðar.
Skal þetta öl leggjast til okkurra heima-
manna brúðkaupa sem sig vilja í ektakskap
gefa og ærlega lifa. Skulu brytar, fatabúrs-
maður sveinar og bestu vinnumenn gefa hér
glöggar gætur að svo sá hafi brotið sem brýt-
ur.“
Nú er það svo að fyrir okkar nýfengnu
bjórdrykkju hér munum við e.t.v. gjalda
yfirvöldum skatta sem renna til framfara-
mála í landinu. Þá aftur á móti sektuðu yfir-
völd almúgafólk í þeim yfirlýsta tilgangi að
fjármagna eigin drykkjuskap og annarra.
Seinni hluti greinarinnar
segir gerr af miði og fornu
bjórblandi ásamt með fleira
tengdu.
41