Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 45

Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 45
MENNING ORIENT Efþú gerir kröfur um gæði veldu þá Fallegu ORIENT armbandsúrin hjá úrsmiðnum ORIENT I forgrunni eru framverðir réttlætisins, í bakgrunni brennur hatrið. Mississippi brenn- ur. handrit og magnaða leikstjórn. Hins vegar fær mynd eins og The Accidental Tourist, sem ku vera nokkuð,, dæmigerð“ Hollywood -mynd, slatta af útnefningum. Hún fékk jú meiri aðsókn og hún var frumsýnd fyrir mun skemmri tíma, eða um jólin. En hvað um það. Óskarsverðlaunin eru stórviðburður sem gaman er að, og þau eru nauðsynleg sem ákveðin driffjöður á bæði ameríska kvikmyndagerð sem og „erlenda". M.St. Með stjörnur í augunum: Regnboginn — „Tví- burar“ (Dead Ring- ersj Fullt hús. Mér er það óskilj- anlegt hvernig kvikmynda- akademían gat litið fram hjá þessu meistarastykki. Cron- enberg hefur gert eina mögnuðustu mynd síðustu ára, mynd sem hægt og síg- andi leggst á vitundina, þrengir sér inn í merg og bein, brýtur þig niður eins og hægverkandi eiturlyf og sogar úr þér allan mátt. Eftir situr þú í myrkvuðu kvik- myndahúsinu, máttvana og andlaus eftir þessa sálrænu helför. Besta mynd ársins, besti leikur ársins (Jeremy Irons), besta handrit og besta leikstjórn. Dead Ring- ers er meistarastykki sem líður þér ekki úr minni. Ef þú sæir aðeins eina mynd á tíu ára fresti, sjáðu þá Dead Ringers. Bíóborgin — „Regn- maðurinn“ (Rain- man) *** Hugljúf, heillandi mynd með leiftrandi leik hjá Dustin Hoffman. Mynd sem hreins- ar sálina og andann. Óg- leymanlegur leikur. Háskólabíó — „Miss- issippi brennur“ (Mississippi Burn- ing) ***l/2 Enn ein rósin í hnappagat meistara Alans Parker. Get- ur maðurinn ekki gert mis- tök? Gene Hackman í sínu besta hlutverki í langan tíma. Mögnuð, dulúðug ádeila á kynþáttahatur, með brenn- andi kirkjur í bakgrunni. Háskólabíó — „Hinir ákœrðu“ (The Accu- sed) **l/2 Nauðgunarsenan er sú óhuggulegasta sem ég hef séð. Þörf mynd fyrir allt þenkjandi fólk, sem og óþenkjandi. Góður leikur hjá Jodie Foster. Stjörnubíó — „Kristnihald undir jökli“ **l/2 Að horfa á Kristnihaldið er svolítið líkt því að horfa á bók sem er flett fyrir mann. Hún líkist meira bók en kvik- mynd. En þrátt fyrir galla í kvikmyndalegri uppbygg- ingu hefur hún góða sál og er þarft innlegg í íslenska kvikmyndagerð. M.St.Þórsson 45

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.