Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 47
MENNING
eiga sér neint listrænt gildi lengur og einungis
vera borið uppi af peningahyggju, því víst sé
að þau plötuumslög, sem þau skreyti í sam-
einingu seljist eins og heitar lummur. Pessa
dagana er Mutter á mikilli tónleikaferð um
Vestur-Þýskaland, spilar á 31 tónleikum á 35
dögum og þiggur um 40 þúsund mörk eða 1.2
milljónir íslenskra króna fyrir hverja þeirra.
Hvarvetna hefur verið uppselt löngu fyrir-
fram á þessa tónleika; fiðlukonsert Max
Bruch mun hljóma fyrir troðfullu húsi í sér-
hverri borg, þar sem Mutter kemur við.
Norbert Hornig gagnrýnandi virtasta tón-
listarblaðs Þýskalands, „Phono Forum“,
sagði um daginn, að Anne-Sophie Mutter
væri „fágætur og sjálfstæður" listamaður og
að slík „fullkomnum og innblástur", sem
leikur hennar byggi yfir væri fáheyrð. Spurn-
ingin er hins vegar sú hvort hún fær að rækta
list sína fyrir áhrifamætti stjórnsamra lista-
manna og markaðsstjóra og ekki síður
áhrifamætti peninga og frægðar. Og spurn-
ingin er einnig sú hvort Anne -Sophie Mutter
finnist enn gaman að vera í blöðunum. Ást-
arsaga hennar og Detlevs Wunderlich er
orðin einhver helsta spennusagan í þýsku
þjóðlífi. Verður sá ástarlogi einnig listrænn
blossi? Það getur tíminn einn leitt í ljós.
Einar Heimisson/Freiburg
í janúar sl. gékk Anne—Sophie í óþökk
Munchen, Detlev Wunderlich að nafni. Um
blöðum.
stórbrotinn; einungis lök stjórnun Karajan
þótti spilla fyrir.
Snilligáfa eða helber
yndisþokki
Staðreyndin er sú, að Anne-Sophie Mutt-
er hefur ávallt þurft að mæta efasemdum
þýskra gagnrýnenda. Sumir hafa jafnvel
haldið því fram, að hún ætti frama sinn frem-
ur að þakka sköpulagi sínu og yndisþokka,
en listrænni getu. í Bretlandi og raunar víð-
ast annars staðar hafa dómarnir verið miklu
jákvæðari. Hún er einnig prófessor við
Royal Academy of Music í London og hefur
verið mjög lofuð af nemendum þar.
Mutter er umdeild persóna í heimalandi
sínu; þykir sumum hún fullörugg með sig;
hún segist ekki þekkja sviðshræðslu og finnst
fátt skemmtilegra en umfjöllun um sig í
fjölmiðlum („annars vill enginn kaupa plöt-
urnar mínar eða koma og hlusta á mig á
tónleikum og þá get ég eins setið heima og
spilað fyrir sjálfa mig“). „Ég er sjálf eitt stórt
undur", sagði hún einhvern tíma „og samt er
ég svo venjuleg“. Hún þeysist um landið
hvítum Porsche, lætur sníða sér föt hjá
fremstu tískuhönnuðum og átti til skamms
fjölskyldu sinnar að eiga lögfræðing frá
ástarmál hennar er mikið skrifað í þýskum
tíma lögheimili í hinu skattlitla Móna-
kó; nú stendur hins vegar til að flytja
það til Múnchen. Annars staðar
en í Vestur-Þýskalandi hefur
Mutter hins vegar þótt óvenju
hrokalaus af jafnfrægum lista-
manni að vera og það raunar þótt
eitt það merki-
leg-
asta í
fari
hennar;
erlendis
hafa
menn
þannig
frekar vilj-
að tala um hreinskilni en hroka;
sérkennilega hálfbarnslega ein-
lægni.
Ýmsum hér í Vestur-Þýskalandi
þykir ferill Anne-Sophie Mutter
dæmi um mátt peningannna,
sem er mikill í heimi sígildrar
tónlistar. Menn segja sam-
starf Mutter og Karajan ekki
47