Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 53

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 53
MENNING Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir, Eygló Viktorsdóttir og Magnús Jónsson í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu árið 1966. Garðars Cortes. Hlutur hans í þróun íslensks sönglífs á undanförnum árum er ómetanleg- ur. Hver glæsisýningin á fætur annarri kemur frá þessu fólki sem stendur að óperunni. Þarna skapast tækifæri fyrir söngvara til að þroskast og það verða virkilegar framfarir. Ef íslenska óperan hefði ekki orðið til hefð- um við ekki eignast allt þetta unga og efni- lega söngfólk sem við eigum núna. Söngskólinn fyllir upp í tómarúm Venjulega hætta söngvarar að syngja rúm- lega fimmtugir en þá er í sjálfu sér mikið eftir af starfsævinni. Það myndast alveg sérstök vináttubönd og samkennd með fólki sem staðið hefur saman á sviði. Þegar menn yfir- gefa óperusviðið er hætta á að þessi bönd slitni, hver fer í sína áttina, — á skristofu eða tekur nemendur heim til sín. Tengslin við sönglífið rofna og þá skapast oft tómarúm. Söngskólinn í Reykjavík hefur bætt úr þessu. Þar kennum við margir af eldri söngvurun- um eins og við Guðmundur Jónsson, Sigur- veig Hjaltested og Þuríður Pálsdóttir. Það er yndislegt að geta starfað áfram með þessu fólki. Við skólann kenna einnig flestir af þeim söngvurum sem nú eru í fremstu röð þannig að við getum líka fylgst með því sem þeir eru að gera. Þarna kemur fólk saman, á góðar stundir og það skapast skemmtileg stemning. Það sem gerir þetta ennþá betra er að við tókum þátt í að kaupa húsið sem Söngskól- inn er í. Garðar Cortes dreif saman hóp sem hélt konserta til fjáröflunar. Þeir gengu svo vel að okkur tókst að kaupa hús norska sendiráðsins við Hverfisgötu og nánast borga það á borðið. Fyrirfram datt engum í hug að við gætum fest kaup á því, — nema Garðari." Gamlar upptökur frá Konunglega Það er komið að lokum þessa samtals okk- ar Magnúsar Jónssonar. Hann segir mér áður en ég fer, að núna langi sig til að gera eitt: „Þegar ég söng á Konunglega fékk mað- ur, sem ég man ekki hvað hét, leyfi til þess að taka sýningar upp á band. Upptökurnar voru síðan innsiglaðar og mátti enginn hlusta á þær nema yfirmenn leikhússins. Þó heyrði ég einhvern tíma dálítið brot af þeim. Fyrir skömmu var síðan kunningjakona mín í Ala- borg að hlusta á útvarpið þar sem verið var að leika gamla upptöku af II Trovatore. Hún fer að spá í það hvaða tenór þetta geti verið sem syngi Manrico, en henni finnst hún endi- lega kannast eitthvað við röddina. Þegar óp- erunni lýkur segir þulurinn að þetta hafi verið upptaka frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn frá árinu 1958 og að Magn- ús Jónsson hafi sungið hlutverk trúbadors- ins. Þetta var því upptaka frá frumraun minni við leikhúsið. Það er kannski sjálf- selska og eigingirni í mér en nú langar mig til að fara til Danmerkur og komast í þessar upptökur." Pétur Már Ólafsson 53

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.