Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 57
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Olof Petersson stjórnar rannsókn á valdi í sænsku þjóðfélagi. Hann hefur það eftir konu sem gengið hefur heim til fólks og kannað skoðanir þess á vegum hins opinbera í 30 ár að tvennt hafi breyst á þessum tíma: — Konur séu hættar að beita allri sköpunargleði sinni í að taka til á heimiiunum og fólk sé ekki lengur hrætt við yfirvöldin, sem lengi fram eftir öldinni voru eingöngu refsivöndur í augum alþýðu manna. þróunin orðið svipuð og í Svíþjóð á þessum áratug. Nema hvað ekki hefur aðeins orðið stöðnun hjá flokkum og hefðbundnum fé- lagasamtökum í Hollandi, heldur hefur virk- um þátttakendum stórfækkað. Allskonar virkni í kringum umhverfisverndarsamtök hefur hinsvegar aukist enn meir í Hollandi heldur en í Svíþjóð. Thernborn lagði áherslu á að kannanir af þessu tagi hefðu lítið að segja, nema hægt væri að bera þær saman við þróunina annarsstaðar. Og höfundar um- ræddrar áfangaskýrslu um rannsókn á valdi í sænsku þjóðfélagi, þeir Olof Petersson, Anders Westholm og Göran Blomberg, rit- uðu einmitt grein í Dagens Nyheter 13. febr- úar sl., þar sem þeir vöktu athygli á næsta alþjóðlegu þróunarmunstri hvað varðar hnignun stjórnmálaflokka. Flokkar eru fjöregg frjálsra ríkja. And- lýðræðislegar hreyfingar hafa alltaf byrjað á því að níða flokkana fyrir,, flokksveldi“, „hrossakaup“ og „flokkakíf“. Flestir viðurkenna að ekki er hægt að komast framhjá lykilhlutverki stjórnmála- flokka, vilji menn á annað borð hafa full- trúalýðræði. Hefðbundin tengsl flokka og ákveðinna hagsmunahópa eru þó óðum að riðlast. Nýir hagsmunir og nýtt sjálfsmat þróast utan við gömlu flokkana. Norðmaðurinn Stein Rokk- an segir að stjórnmálaflokkar verði til á sér- stökum leysingatímum, en síðan „frjósi“ flokkakerfið í skorðum sem geyma félagsleg vatnaskil liðins tíma. Flokkarnir eru nú allir skipulagðir samkvæmt kokkabók fjölda- flokksins og fjöldaframleiðslunnar. Og þeir verða æ líkari hver öðrum af mörgum öðrum ástæðum. Pólitíska ryksugukenningin fær ekki leng- ur staðist. Hugmyndin um að flokkarnir geti numið, orðað og borið fram allar hræringar meðal kjósenda er óraunhæf. Þjóðfélags- þegnar í velferðarríkjum eiga kost á mennt- un sem gerir þá gagnrýna um leið og hún opnar þeim leiðir til að tjá sig, hafa áhrif og beita sér á ýmsan hátt. Áhugi á nýjum skipu- lagsformum er mikill og einstaklingshyggjan blómstrar í gróðurvinjum velferðarríkisins. Mikið yfirlitsrit um þetta efni er nýkomið út í ritstjórn Vernon Bogdanor og fjallar það um leit fólks víða um Vesturlönd að betri að- ferðum til lýðræðislegs eftirlits og ábyrgari stjórnunar en tíðkast hefur. („Constitutions in democraticpolitics", 1988). Sænsku valda- rannsóknamennirnir taka undir það með Bogdanor að hið góða við frjálslynt lýðræðis- kerfi sé einmitt það að ekki er um neitt end- anlegt form að ræða. Og í stað þess að út- húða flokkunum sé raunhæfara að ræða til hvers sé hæfilegt að ætlast af þeim í stjórn- málum komandi tíðar. Raunar er því spáð að helstu nýjungarnar í stjórnmálaumræðu á næstunni muni snúast um stjórnarskrár- breytingar. Páll heimspekingur Skúlason er því á réttu róli, þegar hann er að reka á eftir þeim stjórnarskrárnefndarmönnum í Morg- unblaðinu nýverið. Pann 18. mars 1987 ályktaði Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi. Flutningsmenn þessarar tillögu voru á sínum tíma Haraldur Ólafsson og fleiri Framsóknarmenn. Ekki fer sögum af framkvæmd hennar. En það sakar ekki að minnast þess að norska þingið lét gera valdaúttekt á síðasta áratug. Hún hafði veruleg áhrif á umræðu um ákvarðana- töku í lýðræðisríkjum, og úr norsku valda- skýrslunni eru kunn hugtök eins og „járnþrí- hyrningur valdsins“ og „pólitískur vanmátt- ur“. I Finnlandi voru einnig gerðar tvær valdaskýrslur, en þær eru ekki eins kunnar og sú norska. Ur finnsku áttinni muna menn helst eftir þeirri niðurstöðu að í millistigum valdakerfisins sé þekking og vald að mestu án lýðræðislegs aðhalds. Og nú er það ein- mitt mjög í tísku að nema „millisjeffann“ og „deildarstjóraveldið“ á brott og„ fletja út valdapýramídann“. Enginn vafi er á því að sænska valdaskýrslan mun vekja verulega umræðu, enda er vel að henni staðið í hví- vetna. Heildarniðurstöðu hennar er því beð- ið með eftirvæntingu, og hver veit nema að rannsókn á íslensku valdi komist af stað á næsta áratug. Stokkhólmi/ Einar Karl Haraldsson 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.