Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 58

Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 58
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Um sjö þúsund manns hafa sótt endurmenntun til Háskóla íslands Viðtal við Margréti S. Björnsdóttur endur- menntunarstjóra Háskólans Endurmenntun hefur veriö viö lýöi um nokkra hríö í Háskóla íslands. Aö henni standa auk Háskólans Tækniskóli íslands, Bandalag háskólamanna og þrjú félög há- skólamanna. Fyrir sex árum var ráöinn end- urmenntunarstjóri Háskólans, Margrét S. Björnsdóttir, sem gegnt hefur því starfi síö- an. Háskólaráð hefur nýlega lagt til viö menntamálaráðherra aö lögum um háskól- ann verði breytt á þann veg aö heimilt veröi að setja á laggirnar Endurmenntunarstofn- un viö Háskóla íslands. Þjóðlíf tók Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra tali. — Um síðustu áramót höfðu um 7000 manns tekið þátt í um 400 endurmenntunar- námskeiðum á okkar vegum á þeim fimm árum sem liðin eru frá því þessi starfsemi hófst, sagði Margrét S.Björnsdóttir í viðtali við Þjóðlíf. Til að byrja með Margrét; er ekki endur- menntun tiltölulega nýtt fyrirbæri hérlendis — hver hefur verið þróunin á þessu sviði? — Ég hef tekiö saman upplýsingar um þróun starfstengdrar símenntunar hér á landi og einkenni hennar eru mjög skýr. Á síðasta áratugi hófst mikil þensla í íslensku skólakerfi, bæði á framhaldsskólastigi og á háskólasviði. Nú er svo komið að um 70% árganga íslenskra ungmenna sækja fram- haldsskóla og um 30% þeirra fara í háskóla. Á miðjum síðasta áratug voru einnig settar á stofn svonefndar öldungadeildir framhalds- skóla, sem nú eru starfræktar í 14 skólum. Segja má að í kjölfarið á þessari útþenslu í íslensku skólakerfi fylgi síðan stóraukin eft- irspurn og framboð á hvers konar starfs- tengdri símenntun, mest í formi stuttra nám- skeiða utan fyrirtækja og stofnana. Þó að meginaukningin hafi orðið eftir 1980, unnu nokkrir aðilar brautryðjandastarf á síðasta áratug. Ég er sannfærð um að eitt megin- einkenni þróunar menntamála okkar á þess- um áratugi er einmitt þessi stórauking starfs- tengdrar símenntunar. Er fjölbreytni mikil á þessuni námskeiðum Háskóians, hvaða hópar sækja endurmennt- un? — Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt. Mörg þeirra eru á sviði tækni, rekstrar, stjórnunar og tölvunotkunar. Mörg nám- skeið eru haldin fyrir framhaldsskólakenn- Hópur að skipuleggja námskeiö fyrir stjórnendur fyrirtækja um gengisáhættu og greiðslutryggingar í erlendum viðskiptum. Margrét Björnsdóttir, Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans, Guðmundur Magnússon prófessor og Þórður Magn- ússon aðstoðarframkvæmdastjóri Eimskips. 58

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.