Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 59

Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 59
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL ara í kennslugreinum framhaldsskólanna, — önnur fyrir lækna, lyfjafræðinga, hjúkrunar- fræðinga, lögfræðinga, bókasafnsfræðinga, náttúrufræðinga og reyndar flesta starfshópa hákskólamenntaðs fólks. Sækja ekki læknar sína endurmenntun til útlanda, — samkvæmt samningum? — Jú, reyndar. Árið 1982 gerðu læknar samninga um það að þeir fengju að fara ár- lega á allt að tveggja vikna námskeið erlendis og að vinnuveitandi greiddi allan kostnað af þessum ferðum. Það hefur verið reiknað út að ef allir læknar nýta sér þennan rétt, þá kosti þessar ferðir um 125 milljónir á ári. Sumir hafa haldið því fram við mig að þessir samningar komi í veg fyrir það að það bygg- ist upp símenntunarstarfsemi fyrir lækna innanlands. Og að nær væri að setja þessa upphæð í að byggja upp framhalds- og sí- menntun fyrir lækna innanlands. Hvaða skilyrði fyrir þátttöku eru sett ein- staklingum? — Þcssi námskeið okkar miðast fyrst og fremst við þarfir háskólamenntaðs fólks. Engin formleg skilyrði eru sett fyrir þátttöku en efnislega taka þau fyrst og fremst mið af þörfum þeirra. Er búið að tryggja í kjarasamningum möguleika fólks til endurmenntunar og hver stendur straum af kostnaðinum? — Það er mjög mismunandi. í fyrsta lagi er það þannig að ríkið borgar ákveðið hlut- fall launa í svokallaða starfsmenntunarsjóði sem opinberir starfsmenn sækja styrki úr til að komast á endurmenntunarnámskeið. Síð- an hafa ýmsir hópar fengið inn í samninga bæði rétt til að sækja símenntun og síðan launahækkanir í samræmi við endurmennt- un. Almennt virðist mér gilda, að því meiri menntun sem fólk hefur, þeim mun greiðari leið á það að símenntun. Nú er endurmenntunarstarfsemi Háskóla íslands einungis hluti endurmenntunar í þjóðfélaginu, er engin löggjöf til um þennan þátt menntunar? — Enn sem komið er eru engin lög eða reglugerðir um símenntun en bæði á vegum félagsmálaráðaneytisins og menntamála- ráðuneytisins er verið að vinna að ramma- löggjöf um þessa tegund menntunar. Hvernig taka einstaklingarnir þessu námi, er þetta dýrmæt lífsreynsla eða bara enn einn stimpill í framapassann hjá háskólamennt- uðum? — Þessi hópur sem ég er að vinna fyrir, háskólamenntað fólk, hefur eytt stórum hluta ævi sinnar í skólasetu og er vant skóla- starfi. Þessu fólki finnst nám vera mjög eðli- legur hluti af sínu lífi. Þannig að sú fræðsla sem við bjóðum upp á hefur verið mjög vel sótt. Hugmyndalegt frumkvæði kemur fyrst og fremst frá þeim sem eiga að hagnýta sér þessa menntun. Mín reynsla er sú, að því meira samráð sem haft er við þá sem eiga að hafa not af þessari kennslu, þeim mun betur tekst til. Hreinn Jónasson verkfræðingur Hitaveitu hönnun raflagnakerfa. Margrét S. Björnsdóttir endurmenntun- arstjóri. Á árinu 1987 sóttu um 25 til 30 þúsund manns endurmenntunarnám- skeið á íslandi í einhveru formi. — Ég starfaði áður sem kennari á fram- haldsskólastigi. Ég hugsaði mikið um það þar hversu miklum tíma nemenda væri kast- að á glæ. Bæði sökum áhugaleysis nemenda og þess að þeir sjá engan tilgang í að tileinka sér námsefnið. Hér gildir allt annað. I þetta nám kemur fólk sjálfviljugt og gerir miklar kröfur, bæði um efni og framsetningu. Að- haldið að kennurum og skipuleggjendum er því mjög mikið. Ég tel því, að sá tími og það fé sem fer í símenntun nýtist betur en margt í hinu formlega skólakerfi. En hvernig er endurmenntun óskólageng- ins fólks háttað — taka einstaklingarnir þessu námi ekki öðruvísi þar? Fær fólk ein- hver réttindi út á þessa þátttöku? — Það er víðtækt framboð á námskeiðum fyrir fiskvinnslufólk, fyrir starfsfólk í starfs- mannafélaginu Sókn, og fyrir iðnverkafólk. Þeir sem skipulagt hafa þessa fræðslu segja mér að fólkið sýni þessu mikinn áhuga og sinni þessu vel. Það sem kannski vantar eru Suðurnesja að flytja erindi á námskeiði um aukin réttindi fólksins í kjölfar aukinnar menntunar. Á því er misbrestur. í nokkrum tilfellum hefur þetta nám verið skipulagt þannig að það geti endað með starfsréttind- um. Núna eru t.d. námskeið fyrir ófaglærða í húsagagnaiðnaði, sem leitt geta til sveins- réttinda. Að þessu er mikill ávinningur að mínu mati. Ég held að þar sem hægt er eigi að skipuleggja þessa símenntun ófaglærðra þannig að hún geti leitt til einhvers konar starfsréttinda. En hvað með fólk, sem vill skipta um vinnu, eða konur sem hafa verið mjög lengi starfandi á heiniilum sínum, er gert ráð fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir þetta fólk? — Það framboð sem nú er á þessari fræðslu og þau kjör sem hún býðst á, gera ekki ráð fyrir þessum hópum. Mörg þessara námskeiða eru seld og verðlag víða mjög hátt. Ég veit þannig um dæmi um þriggja daga námskeið sem kostaði í vetur 60 þúsund krónur! Framboðið miðast fyrst og fremst við fólk sem þegar er í starfi. Fólk sem annað hvort fær þátttökugjald greitt af atvinnurek- endum eða af opinberum aðilum í gegnum kjarasamninga. Ég veit þó að í þeirri vinnu að löggjöf, sem nú fer fram í ráðuneytum, er ætlunin að taka á þessu misrétti. Komst endurnienntun í tísku, eða er hér um viðvarandi breytingu að ræða? — Vægi endurmenntunar í menntakerf- inu mun aukast á næstu árum. Kröfur um gæði verða einnig meiri og endurmenntun mun í vaxandi mæli hafa áhrif á hið formlega skólakerfi. Jón Torfi Jónasson dósent og for- maður endurmenntunarnefndar hefur spáð því að á næstu 25 árum árum muni starfs- tengd símenntun fimmtánfaldast að um- fangi. Miðað við þróun síðustu fimm til sjö ára tel ég það varlega áætlað, sagði Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Há- skóla Islands að lokum. Óskar Guðmundsson 59

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.