Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 64

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 64
VÍSINDI Sýndu mér lófann Tölvufræðingar hafa lagt lækna- vísindunum lið og hannað tölvu- forrit sem gefur til kynna, með því að lesa úr lófamynstri, hvort hætta sé á að tilteknir foreldrar eignist börn með nokkra algenga erfðagalla. Frá örófi alda hefur nokkur hópur manna haft af því nokkra iðju að lesa í lófa fólks. Lófalesar- ar hafa bæði sagt til um fortíð fólks og framtíð og þykir hið síð- ara sýnu merkilegra, einkum og sér í lagi ef eitthvað af sþádó- munum gengur eftir. Tölvuvæddir spádómar En það er ekki að spyrja að þess- ari tölvuöld. Nú hafa vísir menn tekið til við að spá í framtíðina, og ekki aðeins þeirra sem nú geta sýnt þeim lófann, heldur spá þeir fyrir um framtíð afkomenda þeirra, næstu kynslóðaróborinn- ar. Þeir notast að vísu ekki við líflínur og annað þess háttar í lóf- anum sjálfum, heldur mynstur í lófum og á fingurgómum, fingra- förin. Vísindamenn í V-Þýskalandi hafa nýlega hannað tölvuforit sem gefur nokkrar vísbendingar um það hvort venju fremur miklar líkur eru á þvi að tilteknir foreldrar muni eignast börn með einhverja tíu algenga arfgenga fæðingar- galla. Af þessum erfðagöllum veitir forritið haldbestu upplýs- ingar um mongólítagervi, en til jafnaðar er einn af hverjum þús- und nýburum mongólíti. Hættulaus greining Hefðbundin aðferð til að greina mongólítagervi á fósturskeiði er legstunga. Hún hefur nokkra hættu í för með sér fyrir fóstrið því hún felst í því að holnál er stungið í legið og legvökvi dreginn upp í sprautu. í legvökvanum eru frumur ættaðar frá fóstrinu og þær eru stækkaðar, rannsakað- ar í smásjá og litningar þeirra skoðaðir með tilliti til galla. Legst- ungu er yfirleitt ekki þeitt nema verðandi móðir sé 35 ára eða eldri, því eftir þann aldur vex hætta á þessum litningagalla til muna og þrátt fyrir hættu á fóst- urskaða af völdum holnálar þykir aðferðin verjandi vegna þess hve líkur á mongólítagervi hafa aukist. Ef legvatnspróf erjákvætt kjósa margar konur fóstureyð- ingu. Ýmsar aðrar sambærilegar aðferðir hafa komið fram, en engin þeirra hefur tekið legst- ungu fram um áreiðanleika. Sú staðreynd hefur lengi verið mönnum Ijós að fingraför mongólíta hafa sérkennilegar hvirfingar eða hringmynstur í fingra- og lófafari. Einhverjum kom til hugar að leita tengsla milli mynsturs í lófum og á fingrum mongólíta annars vegar og for- eldra þeirra hins vegar. Erfða- fræðingar við Yeshivaháskólann í New York komust að því 1980 að á höndum 12% mæðra og nokkru færri feðra, sem áttu mongólíta, leyndust viss eink- enni í lófum sem svipaði til mongólítagervis. Foreldrarnir voru þó að öllu (öðru) leyti heil- brigðir. Lófalesturssérfræðingar við rannsóknastofnun í Hamborg í V-Þýskalandi hafa uppgötvað enn nánari fylgni milli þessara þátta. Foreldrar sem voru yngri en 35 ára, og áttu mongólíta, voru rannsakaðirog þá kom í Ijós að um 40% þeirra höfðu í lófafari sínu viss mongólítasérkenni. Væru foreldrarnir yngri en þrítug- ir hafði um helmingur þeirra eink- ennin. Tölvísir menn reikna það út frá þessum niðurstöðum að móðir, sem er þrítug og hefur þessi mongólítaeinkenni í lófafari sínu, er tvöfalt líklegri til að eignast mongólíta en sú sem er án þeirra. Aðrir gallar Auk mongólítagervis má spá fyrir um aðra erfðagalla, eins og áður var getið um. Einn þeirra er sérk- ennilegur dvergvöxtur sem staf- ar af því að annan kynlitninginn vantar og aðeins einn X-litningur er í hverri líkamsfrumu (turners- heileinkenni). Eitt af hverjum 3500 lifandi fæddum stúlkubörn- um er þessu marki brennt. (Byggt á Newsweek) Feðrajóðsótt Margt er skrýtið í kýrhausnum. Meðal þjóða sem við kjósum að nefna frumstæðar er til siður sem mætti kalla kúvaða (úr frönsku couvade, að klekjast) eða feðrajóðsótt. Hann tengist barnsfæðingunni og felst í því að nokkurs konar hlutverka- skipti verða milli foreldra, þó án þess að móðirin fái vikist undan kalli náttúrunnar. í annars ágætri bók, Ensk-íslenskri orðabók frá Erni & Örlygi, er siðnum svo lýst að „barnsfaðir tekur virkan þátt í fæðingunni, m.a. með því að leggjast í rúm- ið og hafa á ýmsan hátt hægt um sig“. Enn segir að „móðirin er hins vegar óbundin af þess- um sið“ og má samkvæmt því láta öllum illum látum. Kúvaði er viðhafður meðal þjóða í ýmsum heimshlutum og oftast er um það að ræða að hinn verðandi faðir leggst á sæng þegar konan fær jóðsótt og líkir sem mest hann má eftir þrautum og átökum fæðingar- innar. Ætla má að venjan hafi komist á vegna þess að feðurn- ir telji sig afskipta í þessum mikla atburði sem fæðing er. Með þessu móti öðlist faðirinn verðugt hlutverk og jafnframt er sumpart gegnum töfra unnið að því að lina þjáningar móður- innar og vernda barnið fyrir ill- um öflum, faðirinn má t.d. einskis neyta sem getur orðið barninu til skaða. Þessi sið- venja hefur viðgengist allt fram á þessa öld, t.d. meðal Baska, ýmissa Asíuþjóða og þó eink- um indíána í Suður-Ameríku. Hjá þeim þjóðflokkum sem lengst ganga í kúvaða rís móð- irin á fætur að fæðingu lokinni og tekur til við að stumra yfir hinum þjáða föður! 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.