Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 7

Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 7
ísátt við umhverfíð Rafmagn er undirstaða góðra lífskjara og fmrnfam ó sviði iðnaðar og tœkni í nútímaþjóðfélagi. íslendingar fó sitt mfrnagn nœr eingöngu með virkjun vatns- afls og jarðhita, en nýting slíkrn orkugjafa er mengunarlaus með öllu. Fáar aðrar þjóðir geta fullnœgt rafmagnsþörf sinni án þess að valda ómœldum umhverfis- sþjöllum með brennslu á kolum og olíu og ekki bœta kjarnorkuknúin orkuver úr skák með þeirri ógn, sem þeim fylgir. Ef vel er á haldið þarf nýting orkulinda okkar íslendinga ekki að brjóta í bága við umhverfis- verndarsjónarmið og getur hún því verið undirstaða afvinnuvega okkar og góðra lífsskilyrða um ófyrirsjáanlega framtíð. í dag höfum við aðeins beislað um 8% afþeim hluta vatnsafls okkar og jarðhita, sem virkja má á hagkvœman hátt til rafmagnsframleiðslu að teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Öllum virkjanaframkvœmdum fylgir óhjákvœmi- lega eitthvert rask á gróðurlendi og umhverfi virkjunarstaða. Landsvirkjun hefur um árin lagt áherslu á að halda slíku raski og náttúrusþjöll- um í lágmarki og bœta allt tjón af völdum framkvœmda sinna með uppgrœðslu og gróðurvernd. Hefur þetta verið drjúgur þáttur í starfsemi fyrirtœkisins. Á 25 ára starfsferli sínum hefur Landsvirkjun grœtt upp rúmlega 3000 hektara lands, sem áður voru að mestu örfoka sandar og auðnir. Auk stórfelldrar uppgrœðslu hefur fyrirtœkið kostað umfangsmiklar rannsóknir á gróðurfari og lífríki víða um landið. Landsvirkjun framleiðir meir en 93% af öllu rafmagni, sem notað er á íslandi og mun áfram kappkosta að leggja siff afmörkum til betri lífskjara með nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar í sem bestri sátt við umhverfið. £ imsmmv

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.