Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 35
og nálastungan. í lasergeislanum er ákveðin orka sem leysist úr læðingi. Þessi orka flyst inn í kerfið sem það vinnur úr síðar meir. „Við vitum í rauninni ekki mikið um upprunalega orsök verkjanna. Læknirinn getur ekki vitað hversu lengi þessi verkur hefur verið að búa um sig í líkama sjúkl- ingsins. Líffærið getur hrörnað smátt og smátt áður en einkennin koma fram. Það tekur ákveðinn tíma að lækna með laser og nálastungu. Margir sjúklingar streitast við og vilja trúa á endanlega lækningu með lyfjum eða uppskurðum.“ „Ef verkurinn hverfur þarf ekki að stinga sjúklinginn aftur. I raun og veru er ekki til neitt hámark fyrir því hversu oft má stinga. Það fer alveg eftir því hvernig sjúklingurinn svarar. Ef nálastungurnar hafa ekki borið árangur eftir tvö til þrjú skipti er gott að breyta um nálar.“ Ihúsnæði sundlaugarinnar er einnig starfrækt líkamsræktarstöð. Lækna- vísindin hafa komist að þeirri niðurstöðu að líkamleg áreynsla skipti mjög miklu máli til að viðhalda heilsunni. Mataræðið er einnig gífurlega mikilvægt. Fólk er stöðugt að verða meðvitaðra um mikilvægi þess. „Uppruna nálastungulækninga er að vissu leyti að finna í indverskri læknis- fræði sem er sú elsta í heiminum. Sú lækn- isfræði sem Vesturlandalæknar kenna sig við er einnig upprunnin í þessari ind- versku læknisfræði. Grundvallaratriði hennar eru fjögur. Það fyrsta er hugsun, við höfum áhrif á líðan okkar með hugsun- um. í öðru lagi eigum við að geta lifað góðu lífi af því sem landið býður upp á. I þriðja lagi eru margar jurtir nothæfar sem lyf og í fjórða lagi er maturinn mikilvægt læknislyf samkvæmt indverskri læknis- fræði.“ „Læknisfræðin eins og hún þekkist á Vesturlöndum hefur fjarlægst hinn ind- verska uppruna sinn mjög mikið. Það get- ur ekki verið rökrétt að uppskurðir þurfi að vera svo margir eins og raun ber vitni. Ef skaparinn hefði ætlast til þess hefði hann sett á okkur rennilás. Manneskjan er svo fullkomin að þrátt fyrir aukna tækni hefur vísindamönnum enn ekki tekist að þróa t.d. eftirlíkingu af axlarlið sem hreyf- ist eðlilega.“ Hallgrímur telur að Vesturlandalæknar séu komnir órafjarri markmiði sínu að lækna sjúkdóma. Fjárstreymið til heil- brigðiskerflsins aukist stöðugt. Hann álít- ur að í staðinn fyrir endalausar lyfjagjafir mætti stuðla að auknu heilbrigði og hreysti fólksins. HallgrímurMagnússon læknir. Aukið fé sem heilbrigðiskerfin þarfnast hlýtur óhjákvæmilega að benda til þess að þjóðirnar verði stöðugt veikari. „Aukið fé sem heilbrigðiskerfið þarfn- ast hlýtur óhjákvæmilega að benda til þess að þjóðirnar verði stöðugt veikari. Enginn vafi leikur á því að börnin sem nú eru að vaxa úr grasi eru máttlaus og geta varla hreyft sig. Þetta er bara angi af vandamáli sem á eftir að versna þegar þau verða full- orðin.“ Að sögn Hallgríms hefur slæmt líferni einstaklingsins í mörgum tilfellum skapað sjúkdómana sem hrjáir hann. „Ef sjúkl- ingurinn er allur af vilja gerður til þess að takast á við og lækna sjúkdóminn er breytt líferni besta lausnin. Ótal rannsóknir sýna fram á lækningar sem náðst hafa vegna breytts mataræðis og aukins heilbrigðis. Einhvern veginn hafa þær ekki fengið að blómstra. Upphæðir sem liggja í læknavís- indum og lyfjum eru svimandi háar. Því fleiri sem lifa heilbrigðu lífi því minni verður neysla bæði á matvælum og lyfjum. Þá yrði mikla minna peningaflæði í þjóðfé- laginu en það á sjálfsagt síður upp á pall- borðið.“ aturinn sem við neytum inniheldur mismikið súrefni. Matur sem inni- heldur mikið súrefni er hollastur fyrir líkamann. „Þegar við neytum matar sem inniheldur lítið súrefni þurfum við að gefa súrefni frá lungunum til meltingarfær- anna svo bruni nái að myndast. Ef við náum ekki að láta af hendi nægilegt súr- efni fer af stað svokölluð gerjun sem að vissu leyti er bruni, þó án súrefnis. Við gerjun myndast ýmis aukaefni í líkaman- um sem líkaminn þarf að vinna úr.“ Og Hallgrímur lét okkur í té lista um súrefnisinnihald helstu fæðutegunda. ÞJÓÐLÍF 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.