Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 46

Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 46
MENNING ÁSTRALSKAR KVIKMYNDIR Gott úrval ástralskra kvikmynda á myndbandaleigum. Konur í Astralíu. Spennu- og hasarmyndir. Margar nýjar myndir EFTIR SIGMAR ÞORMAR Saga ástralskrar kvikmyndagerðar er fróð- leg fyrir jafnt íslenskt kvikmyndagerðar- fólk sem hinn almenna áhorfanda. Hér áður voru mjög fáar myndir gerðar í Astra- lía. Úrvalsmyndir fóru að koma þaðan fyrir aðeins um tuttugu árum síðan. Opin- ber stuðningur er talinn hafa átt þátt í að bylgjan fór af stað. IÁstralíu eru nú framleiddar fjölbreytt- ar kvikmyndir; gamanmyndir, spennumyndir, menningarmyndir o.s.frv. Ástralirnir eru óhræddir við að nota fagra náttúru landsins í myndum sín- um. Þættir úr sögu Ástralíu eru efniviður mynda og kvikmyndafrásögnin tengist oft þáttum ástralsks þjóðlífs líkt og t.d. ömur- legu hlutskipti frumbyggja landsins. Hasar og spenna í auðnum Astralíu. „She was Fair Game“ (1986) hlaut góða dóma en er lítið þekkt. Líkt og margar góðar ástralskar kvikmyndir kom hún út hér á landi á myndbandi. Ástralskar kvikmyndir hafa náð út- breiðslu um allan heim. Sem dæmi má nefna Krókódíla Dunda (Crocodile Dundee) og Móöur fyrir rétli (A Cryin the Unglingar takast á við tilveruna í„Boys in the Island". Nýleg úrvalsafurð ástralskrar kvikmynda- gerðar, hana verður brátt hægt að sjá með íslenskum texta á myndbandi. Dark). Frá Ástralíu hafa komið leikstjórar sem, eftir frægðarferil í heimalandi sínu, hafa haldið áfram í draumasmiðjunni Hollywood og gera þaðgottþar, t.d. Peter Weir Ljóðafélagið (Dead Poets Society), Moskító ströndin og Bruce Beresford, Ekið með Daisy. Hér á landi er sjaldgæft að ástralskar myndir séu sýndar í kvikmyndahúsum. Samkvæmt Hagtíðindum (okt 1990) voru aðeins sýndar tvær slíkar í íslenskum kvikmyndahúsum tímabilið 1987-1989. Ef þú vilt njóta ástralskrar kvikmyndagerðar þýðir því lítið að fara í bíó. Þá má reyna sjónvarp. Ríkissjónvarpið hefur reyndar verið duglegt að sýna bæði ástralskar kvik- myndir og sjónvarpsþætti. Myndbandaleiga er annar kostur. Nú kunna e.t.v. margir að halda að fremur lítið sé til af áströlskum myndum með íslenskum texta. Er þetta ekki allt amerískt dótarí á þessum myndbandaleig- um, kynnu sumir að spyrja? Samkvæmt 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.