Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 27
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Ályktanir: Meðferð með langvirku insúlíni bætti marktækt sykurstjórnun íslenskra barna og unglinga með sykursýki tegund 1. Stjórnun blóðsykurs batnaði mest hjá elstu börnunum og hjá þeim börnum sem höfðu hvað versta sykurstjórnun. Alvarlegum blóðsykurföllum fækkaði eftir meðferð með langvirku insúlíni. V 4 Bráðar kransæðaþræðingar á íslandi Berglind G. Libungan, Kristján Eyjólfsson, Guðmundur I»orgeir.s.son Lyflækningasvið Landspítala 6950580@internet. is Inngangur: Bráð kransæðaþræðing hefur rutt sér til rúms sem kjörmeðferð við bráðri kransæðastíflu með ST-hækkun. Frá 1. desember 2003 hefur Landspítali starfrækt sérstaka gæsluvakt allan sólarhringinn alla daga ársins til að meðhöndla slík tilfelli. Hér er greint frá reynslunni af þessari vakt fyrsta árið sem hún var starfsrækt. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu 01.12.2003 til 01.12.2004 fóru 124 sjúklingar í bráða kransæðaþræðingu, 94 karlar (75%), meðalaldur 66 ár, aldursbil 19-85 ár, og30 konur (25%), meðalaldur 66 ár, aldursbil 38-94. Langflestir (90%) höfðu merki hjartadreps með ST-hækkun, 4% höfðu hjartadrep án ST-hækkunar en 6% fóru í kransæðamyndatöku af öðrum orsökum. Tíu sjúklingar (9%) höfðu farið í hjartastopp og 8% voru í losti við komu á spítalann. Að meðaltali liðu 47 mínútur frá því sjúklingur með hjartadrep með ST-hækkun kom á spítalann þar til þræðing hófst en í tæpum 80% tilfella hófst þræðing innan 60 mínútna og í 94% tilfella innan 90 mínútna frá komu á spítalann. Meðallegutími á spítalanum var 5,5 dagar. Niðurstöður: Alls létust níu sjúklingar eða 7% hópsins, þar af voru fimm í losti við komu á sjúkrahúsið og fjórir höfðu verið endurlífgaðir eftir hjartastopp. Dánartíðni þeirra sem hvorki voru í losti né höfðu farið í hjartastopp fyrir hjartaþræðingu var 1,7% (tveir sjúklingar). Níu sjúklingar fóru í kransæðaskurðaðgerð og jafnmargir þurftu endurþræðingu og víkkun. Ályktanir: Reynslan fyrsta árið af stöðugri vakt á Landspítala til að meðhöndla bráða kransæðastíflu með bráðri kransæðaþræðingu og -víkkun telst mjög góð. Tími frá komu sjúklings á sjúkrahúsið til þræðingar er stuttur, meðallegutími er einnig stuttur og dánartíðni lág. V 5 Algengi mótefna gegn bogfrymli á íslandi, í Eistlandi og Svíþjóð. Tengsl við ofnæmi og lungnastarfsemi Itjarni Þjóðlcifsson', Alda Birgisdóttir2, Hulda Ásbjörnsdóttir2, Elísabet Cook3, Davíð Gíslason', Christer Jansson1, ísleifur Ólafsson3, Rain Jögi5, Þórarinn Gíslason' 'Lyflækningadeild Landspítala, "læknadeild HÍ, ’meinefnafræðideild Landspítala, Jlungnasjúkdóma- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum, Jlungnasjúkdómadeild Háskólasjúkrahúsinu Tartu, Eistlandi bjamit@landspilali.is Inngangur: Bogfrymilssótt orsakast af snýkjudýri (Toxoplasmci gondii), sem smitar um þriðjung jarðarbúa og getur valdið alvarlegum sjúkdómi eða dauða hjá nýburum og ónæmisbældum einstaklingum. Heimiliskötturinn er smitberi en aðalsmitleiðir eru neysla á hráu kjöti eða jarðvegstengt smit. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi IgG mótefna gegn bogfrymli á Islandi, í Eistlandi og Svíþjóð og kanna þá tilgátu að bogfrymill geti framkallað bólgusvar, skert lungnastarfsemi og verndað gegn ofnæmi (hreinlætiskenningin). Efniviður og aðferðir: Sermissýnum var safnað hjá 1016 einstaklingum (488 körlum og 528 konum), meðalaldur 41,9+7,3, sem tóku þátt í fjölþjóðarannsókninni Lungu og heilsa (mvw.ecrsh. org), 440 voru frá Reykjavík, 361 frá Uppsölum og 215 frá Tartu. IgG mótefni gegn bogfrymli og sértæk IgE mótefni voru mæld með ELISA aðferð. Þátttakendur svöruðu ítarlegum spurningalista um lungnaeinkenni. Niðurstöður: Algengi mótefna fyrir bogfrymli var 9,8% í Reykjavík, 23% í Uppsölum og 54,9% í Tartu (p<0,0001). Áhætta fyrir jákvæðum mótefnum hafði fylgni við fjölda systkina og við aldur í Svíþjóð (p=0,004), en við leikskólavist fyrir þriggja ára aldur á íslandi. Áhætta var ekki aukin við kattahald. Jákvæð mótefni höfðu fylgni við astmatengd einkenni og hækkað Hs-CRP (p<0,02) en engin fylgni fannst við IgE næmi eða lungnastarfsemi. Ályktanir: Meginsmitleiðir bogfrymils virðast tengjast jarðvegs- mengun og meðhöndlun og neyslu á illa elduðu á kjöti. Niðurstöður varðandi astma og ofnæmi styðja ekki hreinlætiskenninguna. Bogfrymilssmit hefur fylgni við lágstillta bólgu. V 6 Fædutengdar sýkingar á íslandi. Tengsl við ofnæmi og lungnaeinkenni Bjarni Þjóðleifsson1, Hulda Ásbjörnsdóttir2, Rúna B. Sigurjónsdóttir2, Signý V. Sveinsdóttir2, Aida Birgisdóttir2, Elísabet Cook3, Davíð Gíslason2, Christer Jansson4, ísleifur Ólafsson3, Þórarinn Gíslason1 'Lyflækningadeild Landspítala, ‘læknadeild HÍ, 3meinefnafræðideild Landspítala, 4lungna- og ofnæmislækningadeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum bjarnit@landspitalL is Irmgangur: Smit sem berst með fæðu eða saurmengun getur haft áhrif á heilsu einstaklinga með beinum áhrifum sýkingar eða óbeint gegnum ónæmiskerfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka algengi og áhættuþætti fyrir smiti með bogfrymli, H. pylori og lifrarbólguveiru A meðal íslendinga og jafnframt að kanna áhrif smits á ofnæmistengd lungnaeinkenni og lungnastarfsemi. Efniviður og aðfcröir: Blóðsýnum var safnað á árinu 1999-2001 frá 505 einstaklingum á aldrinum 28-52 ára. Rannsóknarþýðið var upphaflega valið með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Mælingar á IgG mótefnum gegn bogfrymli, II. pylori og lifrarbólguveiru A voru gerðar með ELISA aðferð. Ofnæmistengd lungnaeinkenni voru metin með spurningalista og IgE miðlað ofnæmi og lungnastarfsemi mæld. X2 próf var notað fyrir leitni en óleiðrétt aðhvarfspróf til að bera saman mismun í algengi IgG mótefna. Fjölbreytuaðhvarf var notað til að reikna leiðrétt áhættuhlutfall og 95% öryggismörk fyrir mismunandi þætti sýkinganna. Niðurstöður: Algengi mótefna var 9,8% fyrir bogfrymli, 36,3% fyrir II. Pylori og 4,9% fyrir lifrarbólguveiru A. Áhættuþáttur fyrir smiti með bogfrymli var leikskólavist fyrir þriggja ára aldur. Áhættuþættir fyrir H. pylori smiti voru aldur og reykingar. IgG Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.