Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 77

Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 77
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 77 STERKUR OG STÓR Á næsta ári verður alveg nýr Nissan Patrol kynntur, alvöru fullvaxinn jeppi sem á að setja ný viðmið og keppa við bíla eins og Toyota Land Cruiser 200 í gæðum, afli og torfærueiginleikum. Innanrýmið hefur verið stækk að og gert enn íburðarmeira, mun plássbetra en keppinautarnir. Nýi Patró l inn er byggður á grind, en nú með mjög slaglangri sjálfstæðri fjöðrun, og fjór hjóladrifi sem Nissan menn segja að sé það háþróaðasta á markaðnum. Sjö gíra sjálfskipting, hátt og lágt drif, og nokkrar gerðir af vélum, sú afl mesta, 5,6 lítra bensín vél, sem er á fimmta hundrað hestöfl. Góð í drátt. SÚDANSKUR KAGGI Fyrir nær fimmtíu árum kom Hillman Hunter á markaðinn í Bretlandi, fjögurra dyra klassískur fjölskyldubíll. Og fyrir 40 árum, 1970, voru mótin seld til Írans þar sem nafninu var breytt í Paykan, og bíllinn framleiddur óbreyttur í þrjátíu og fimm ár. Reyndar voru settar í hann vélar frá Peugeot og vinsæll var hann, annar hver bíll í klerkalandinu var Paykan. Þegar framleiðslu var hætt voru mótin seld til Súdan, en KTC, Khartoum Transportation Company, hóf framleiðslu á bílnum fyrir fimm árum og gerir enn. Þeir breyttu fram­ og afturljósunum, nú er hann semsagt orðinn ... nútíma legur, eða þannig. FLOTTASTUR, NÆSTUM ÞVÍ Á síðasta ári kom ítalski framleiðandinn Lancia með ofur snotran bíl, með því fornfræga nafni Delta, á mark ­ aðinn. Lúxusbíl í Golf­klassanum. Lancia er eitt af sjö merkjum Fiat samsteypunnar: Ferrari ofurbíllinn, Maserati ofur­lúxussportbíllinn, Alfa Romeo, fjölsky­ ldusportbíllinn og síðan Chrysler sá ameríski stór­ framleiðandi sem Fiat samstæðan ætlar að redda með Jeep, sögufræga jeppaframleiðandanum. Á þessu ári mun síðan framleiðsla á Lancia Deltunni hefjast vestanhafs undir merkjum Chrysler. Vélarnar í þessum lúxussmábíl eru frá 1,4 lítra 120 hestafla dísel og upp í 220 hestafla bensínrokk. Bílar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.