Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 8
KYNNING F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Hótel Holt hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt virtasta hótel landsins, auk þess sem það hefur verið leiðandi á sviði
veitinga og framreiðslu allt frá opnun þess árið
1965. Hotel Holt er aðili að World Hotels
hótel keðjunni. Klassíkin er ríkjandi á Hótel
Holti og íslensk myndlist í hávegum höfð.
Þar er að finna eitt stærsta og verðmætasta
listaverkasafn í einkaeigu á Íslandi. Lista
verkin prýða öll herbergi hótelsins sem og
veitingasalinn Gallery, koníaksstofuna og
ráðstefnu- og veislusalinn Þingholt.
Gallery Reglulega hafa herbergin farið í
gegnum breytingar og endurnýjun með
hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi, en
minna hefur verið um breytingar á veitingastað
hótelsins sem lengstum hefur borið nafnið
Listasafnið. Sá staður hefur nú farið gegnum
endurnýjun, fengið andlitslyftingu og ber nú
heitið Gallery.
Gallery státar af stærstu og fullkomnustu
eldavél hér á landi, sem er sérhönnuð,
glæsilegum húsakynnum og einstæðum
matseðli sem hefur einnig farið í gegnum
breytingar. Að auki breytast áherslur þannig
að skarpari skil eru á milli hádegisstaðar og
kvöldverðarstaðar en verið hefur.
Yfirmatreiðslumaður Gallerys er Friðgeir
Ingi Eiríksson, en hann hefur stjórnað eldhúsi
Michelin-staðarins Clairefontaine í Lyon í
Frakklandi undanfarin fimm ár við góðan
orðstír. Ásamt fagfólki sínu á Friðgeir veg og
vanda af flestum breytingunum á staðnum.
Friðgeir segir að breytingarnar á eldhúsinu
og veitingastaðnum séu gerðar með það
fyrir augum að stefna hærra í matreiðslu og
þjónustu. Þjónustan sé orðin mun sýnilegri en
hún var og mun meira sé að gerast í kringum
viðskiptavininn. „Matreiðslan er eftir sem
áður klassísk en nýja eldavélin gerir okkur
kleift að bæta hana enn og færa hana í nýjan
búning, meðal annars með því að tengja hana
nafni veitingastaðarins, Gallery, sem svo aftur
höfðar til þeirrar myndlistar sem einkennir
Hótel Holt. Ég fullyrði að eldhúsið okkar
er nú það flottasta og fullkomnasta á Íslandi
og margir sem starfa á þessum vettvangi taka
undir þau orð mín.“
Erum ekki að eltast við tískustrauma
Faðir Friðgeirs, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, er
hótelstjóri og fyrrum yfirmatreiðslumaður á
Hótel Holti. Hann segir að veitingastaðurinn
hafi verið markaðssettur erlendis undir
nafninu Restaurant Gallery í þó nokkurn
tíma. „Við ákváðum að færa nafnið einnig
yfir á íslenskuna þar sem orðið gallerí er hvort
eð er mikið notað í íslenskunni um hvers
konar listviðburði og sýningarstaði og búið
að festa sig í sessi.
Þó það veitingastaðurinn hafi farið í
gegnum breytingar þá hefur verið passað upp
á að heildarmyndin breytist ekki. Við erum
ekki að eltast við tískustrauma. Umgjörðin
Hótel Holt:
leiðandi hótel þar sem
klassíkin er í fyrirrúmi