Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 8

Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 8
KYNNING F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 Hótel Holt hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt virtasta hótel landsins, auk þess sem það hefur verið leiðandi á sviði veitinga og framreiðslu allt frá opnun þess árið 1965. Hotel Holt er aðili að World Hotels hótel keðjunni. Klassíkin er ríkjandi á Hótel Holti og íslensk myndlist í hávegum höfð. Þar er að finna eitt stærsta og verðmætasta listaverkasafn í einkaeigu á Íslandi. Lista verkin prýða öll herbergi hótelsins sem og veitingasalinn Gallery, koníaksstofuna og ráðstefnu- og veislusalinn Þingholt. Gallery Reglulega hafa herbergin farið í gegnum breytingar og endurnýjun með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi, en minna hefur verið um breytingar á veitingastað hótelsins sem lengstum hefur borið nafnið Listasafnið. Sá staður hefur nú farið gegnum endurnýjun, fengið andlitslyftingu og ber nú heitið Gallery. Gallery státar af stærstu og fullkomnustu eldavél hér á landi, sem er sérhönnuð, glæsilegum húsakynnum og einstæðum matseðli sem hefur einnig farið í gegnum breytingar. Að auki breytast áherslur þannig að skarpari skil eru á milli hádegisstaðar og kvöldverðarstaðar en verið hefur. Yfirmatreiðslumaður Gallerys er Friðgeir Ingi Eiríksson, en hann hefur stjórnað eldhúsi Michelin-staðarins Clairefontaine í Lyon í Frakklandi undanfarin fimm ár við góðan orðstír. Ásamt fagfólki sínu á Friðgeir veg og vanda af flestum breytingunum á staðnum. Friðgeir segir að breytingarnar á eldhúsinu og veitingastaðnum séu gerðar með það fyrir augum að stefna hærra í matreiðslu og þjónustu. Þjónustan sé orðin mun sýnilegri en hún var og mun meira sé að gerast í kringum viðskiptavininn. „Matreiðslan er eftir sem áður klassísk en nýja eldavélin gerir okkur kleift að bæta hana enn og færa hana í nýjan búning, meðal annars með því að tengja hana nafni veitingastaðarins, Gallery, sem svo aftur höfðar til þeirrar myndlistar sem einkennir Hótel Holt. Ég fullyrði að eldhúsið okkar er nú það flottasta og fullkomnasta á Íslandi og margir sem starfa á þessum vettvangi taka undir þau orð mín.“ Erum ekki að eltast við tískustrauma Faðir Friðgeirs, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, er hótelstjóri og fyrrum yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti. Hann segir að veitingastaðurinn hafi verið markaðssettur erlendis undir nafninu Restaurant Gallery í þó nokkurn tíma. „Við ákváðum að færa nafnið einnig yfir á íslenskuna þar sem orðið gallerí er hvort eð er mikið notað í íslenskunni um hvers konar listviðburði og sýningarstaði og búið að festa sig í sessi. Þó það veitingastaðurinn hafi farið í gegnum breytingar þá hefur verið passað upp á að heildarmyndin breytist ekki. Við erum ekki að eltast við tískustrauma. Umgjörðin Hótel Holt: leið­andi hót­el þar sem klassíkin er í fyrirrúmi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.