Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 13

Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 13 Hvern­ig kom­ast um­sækj­en­d­ur í gegn­um­ n­ál­araugað? „Við auglýsum eftir verðugum verkefnum, biðjum um hugmyndir að málefnum og for- sendur fyrir þeim. Er málið brýnt og er hægt að beita mætti auglýsinganna til að hafa þar góð áhrif? Það eru skilyrði þess að við tökum málið upp,“ segir Sverrir. NálarAUGA Í ár bárust stjórn AUGA 40 tillögur og fyrir valinu varð tillaga frá Mannréttindastofu um baráttu gegn fordómum og ótta við innflytj- endur. „Það voru mörg verðug verkefni sem sótt var um en þetta mál hittir sérstak- lega vel á umræðuna í samfélaginu,“ segir Sverrir. ,,Við sem hér búum stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að alþjóðavæðingin er komin hingað til lands með öllum sínum kostum og göllum. Ótti, tortryggni og fordómar hafa verið áberandi undanfarin misseri gagnvart fólki af erlendum uppruna. Það er því brýnt að þessar miklu samfélagsbreytingar gangi sem best fyrir sig.“ Vinna við auglýsingaherferðina er hafin. Hlutverkaskipti við þessa undirbúnings- vinnu eru þó skýr. Auglýsingastofur í SÍA og starfsfólk sjá um sjálfa gerð auglýsinganna og ÍMARK og SAU safna styrkjum til að standa undir óhjákvæmilegum útgjöldum. Síðan sjá fjölmiðlar og dreifendur aug- lýsingaefnis um að koma boðskapnum til almennings. Capacent sér um að mæla við- horf almennings fyrir herferðina og árang- urinn eftir hana. Allt er þetta unnið í sjálf- boðavinnu og fjölmiðlar birta auglýsingarnar endurgjaldslaust. Eins og aðrar herferðir „Þetta er eins og hver önnur alvöru auglýs- ingaherferð,“ segir Elísabet „Markaðurinn er mældur, hugmyndir þróaðar, birtingaráætl- anir gerðar og séð til að þess að dekkun og tíðni sé góð. Þetta er fullur pakki og sýnir um leið hvað við getum gert.“ Markaðskannanir og eftirmælingar eru framkvæmdar af Capacent. Markhópurinn er þjóðin öll og yfirmarkmiðið er að draga úr kynþáttafordómum og ótta við innflytj- endur. Nær 25 milljóna króna virði Sverrir og Elísabet telja verðmæti þessarar auglýsingaherferðar vera á bilinu 20 til 25 milljónir króna ef borgað væri fyrir allan pakkann. Sverrir viðurkennir að auðvitað vilji þeir sem standa að AUGA vekja athygli á því hvers þessi atvinnugrein er megnug. „Þetta fjallar um samfélagslega ábyrgð,“ segir hann. „Þeir sem að herferðinni standa vilja sýna samfélagslega ábyrgð sína í verki, stuðla að framgangi góðs máls og njóta þess auðvitað líka sem vel er gert.“ „Málið er brýnt,“ segja þau Elísabet og Sverrir, „en það er líka umdeilt. Það er ekki öllum um það gefið að útlendingar, oft fram- andi bæði að húðlit og siðum, setjist að á Íslandi.“ Gæti mætt andstöðu Er ekki hætta á að herferð af þessu tagi m­æti an­d­stöðu og veki j­afn­vel­ upp úl­fúð? „Jú, auðvitað,“ segir Sverrir. „Málið er í eðli sínu pólitískt og það eru til hópar sem eru á móti útlendingum. Því má búast við and- stöðu. En þetta er spurning um að vera með eða á móti alþjóðavæðingunni. Það er mikið um ranghugmyndir í gangi og þetta er mál- efni sem brennur á fólki í samfélaginu, þess vegna er það verðugt verkefni.“ Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að útlendingaótti er útbreiddur á Íslandi. Málið er viðkvæmt. Þetta kemur skýrt fram í rök- stuðningi sem Mannréttindastofa lagði fram í umsókn sinni. Hafa þessar auglýsingar áhrif? „Við þekkjum það vel af okkar störfum að auglýsingar virka og hafa áhrif á fólk,“ segir Sverrir. „Það er engin ástæða til að ætla að þessar auglýsingar hafi ekki áhrif, en að sjálfsögðu munum við mæla þau. Auglýsingar eru máttugt verkfæri og þeim er í neyslusamfélagi okkar beitt til að koma á framfæri smjörstykkjum og stjórnmála- mönnum og öllu þar á milli. Þær eru sterkt vopn til að bæta heiminn ef þeim er beitt á réttan hátt.“ AUGA er skammstöfum og stendur fyrir: „Auglýsingar - afl til góðra verka“ og nú í ár verður þessu AUGA beint að einu málefni, en það er að beita sér gegn innflytjendaótta. Elís­abet­ Svein­s­dót­t­ir, f­ormaðu­r Ímarks­ og f­ors­t­öðu­maðu­r hjá Icelan­dair og Sverrir Bjön­s­s­on­, f­ramkvæmdas­t­jóri hön­n­u­n­ars­viðs­ Hvít­a hús­s­in­s­ og f­ormaðu­r AUGA. V I L h j á L m u R b j a R N a S o N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.