Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 33
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 33
S T j ó R N u N
Meirihluti stjórnenda hefur breytt áherslum varðandi markaðsmál en
rúmlega helmingur segir að dregið hafi verið úr markaðssetningu eins
og sjá má á mynd 7. Þó hefur stór hluti þeirra aukið við markaðssetn-
ingu. Mikið hefur verið dregið úr útlögðum kostnaði í auglýsingagerð
og hafa fyrirtækin ekki verið að breyta áherslum varðandi auglýsta
eiginleika (attributes) vöru og þjónustu til dæmis með því að auglýsa
frekar eiginleika nauðsynjavöru frekar en lúxusvöru.
MARKAÐSSETNING, AuKIN EÐA MINNKuÐ?
Mynd 7. Niðurstöður um hvort áherslur hafi breyst varðandi mark-
aðssetningu, og þá hvort hún hafi verið aukin eða minnkuð.
Þjónusta við viðskiptavini hefur í mörgum tilvikum verið aukin,
en meirihluti stjórnenda segir þó að þjónustustig hafi ekki breyst.
Lítill hluti stjórnenda hefur dregið úr þjónustu í þeirra fyrirtækjum.
Meirihluti stjórnendanna leggur áherslu á að halda í trygga við-
skiptavini með því að auka þjónustu við þá. Einnig leggja þeir aukna
áherslu á að athuga greiðsluhæfi viðskiptavina. Meðal annarra breyt-
inga sem stjórnendur nefna eru að þjónusta hafi að hluta verið færð
á heimasíðu fyrirtækjanna.
Þegar litið er til mannauðsmála hafa stjórnendur veitt fyrirtækja-
menningu aukna athygli og hefur meirihluti þeirra aukið við aðgerðir
sem miða að því að byggja upp traust, virðingu og eldmóð starfs-
fólks eins og sjá má á mynd 8. Þó hefur dregið úr notkun hvatn-
ingakerfa. Þjálfun starfsfólks hefur í flestum tilvikum ekki breyst.
uppBYGGING Á TRAuSTI oG ELdMóÐI STARFSFóLKS?
Mynd 8. Niðurstöður varðandi áherslubreytingar á aðgerðum sem
miða að því að byggja upp traust, virðingu og eldmóð starfsmanna,
og þá hvort þeim hafi verið veitt aukin eða minni athygli.
SAMANBuRÐuR Á VIÐBRÖGÐuM ÍSLENSKRA
oG ERLENdRA FYRIRTæKjA
Mynd 9. Viðbrögð íslenskra fyrirtækja við breyttu efnahagsumhverfi
borið saman við erlendar starfsaðferðir.
Þær niðurstöður sem fengust úr rannsókninni voru bornar saman við
viðamikil gögn um þær starfsaðferðir sem hafa gagnast fyrirtækum
erlendis í fyrri niðursveiflum. Á mynd 9 er leitast við að sýna á mynd-
rænan hátt niðurstöður úr þessum samanburði og rétt er að minnast
á að stuðst var við virðiskeðju Michaels Porters. Myndin er þannig
uppbyggð að þar sem svið eru græn að lit eru íslensk fyrirtæki að nýta
sér sömu starfsaðferðir og erlendis, þar sem svið eru gul að lit nýta
íslensk fyrirtæki sér ýmsar aðferðir en þó ekki að fullu og þar sem svið
eru rauð að lit gera þau það alls ekki. Af þessari mynd má draga þær
ályktanir að íslensk fyrirtæki bregðist við á svipaðan hátt og erlend
fræði mæla með á sviði rekstrar og innkaupa og vörustjórnunar. Á
sviði mannauðsmála og sviði framleiðslu vöru og þjónustu standa
íslensk fyrirtæki sig ágætlega miðað við erlendar starfsaðferðir en þó
mætti endurskoða ýmsa hluti. Þegar litið er til sviðs markaðsmála,
sölu og þjónustu nýta íslensk fyrirtæki sér ekki þær leiðir sem hafa
gengið vel erlendis í fyrri kreppum og þar geta því leynst tækifæri.
Á þeim sviðum sem fyrirtækin standa sig vel og fá grænan lit borið
saman við erlendar starfsaðferðir eru stjórnendur almennt sammmála
um að þær aðgerðir hafi skilað auknu virði. Svör stjórnendanna eru
því almennt í samræmi við mat greinarhöfunda um réttmæti aðgerða
samanborið við erlendar starfsaðferðir.
Í heild hafa íslensk fyrirtæki farið ýmsar réttar leiðir í viðbrögðum
sínum, en nokkur svið mætti þó bæta. Eins og minnst var á í inn-
gangi geta íslensk fyrirtæki með illu móti haft áhrif á þær efnahags-
aðstæður sem skapast hafa síðan í október 2008. Hins vegar gætu þau
nýtt tækifærið til endurskoðunar og innleitt breytingar til að auka við
velgengni sína samhliða því að lifa niðursveifluna af.
Þegar litið er til almennrar starfsemi fyrirtækjanna kemur í ljós að
meirihluti rekstrarkostnaðar þeirra er í íslenskum krónum. Stjórn-
endur hafa upplifað bæði aukningu á rekstrarkostnaði og að hann
hafi dregist saman. Flest fyrirtækjanna svara að rekstrarkostnaður
hafi aukist um allt að 20% og því næst að hann hafi dregist saman
um allt að 20%. Meirihluti innflutningsfyrirtækjanna, bæði lítil og
millistór, eru með tekjur í íslenskum krónum og öll útflutnings-
fyrirtækin eru með stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt. Hlut-
fall lána fyrirtækjanna í íslenskum krónum er lágt og af því má draga
þá ályktun að meirihluti lána fyrirtækjanna sé í erlendum krónum,
20% fyrirtækjanna eru þó skuldlaus.