Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 51 Þessi dæmi skýra væntanlega af hverju háir vextir virka takmarkað á Íslandi til að ráðast á eftirspurnarbrautina. En við getum litið á aðra braut, gengisbrautina, og áhrif hárra vaxta á hana. Ef gengið er sterkt þá dregur úr verðbólgunni vegna þess að einn þriðji af neyslu Íslendinga eru innfluttar vörur og verðbólgan er mæld samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta er jafnframt ólíkt því sem þekkist í stærri hagkerfum sem eru meira sjálfum sér næg. Undanfarin fimm ár eða svo hefur áhættuálag á vexti erlendis verið að lækka meðan vextir á Íslandi hafa hækkað og þá orðið mjög háir miðað við útlönd. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið mikið framboð af erlendu áhættufé sem fjárfestar hafa viljað koma í góða ávöxtun. Þegar árið 2001 mátti greina að erlent áhættufé leitaði í íslensk hávaxtabréf og nú er þetta mjög greinilegt með tíðri útgáfu svokallaðra jöklabréfa. Innflæði af erlendu áhættufé heldur genginu þar með sterku. Ef allt væri með felldu ætti gengið að veikjast árlega nokkurn veginn um það sama og verðbólgan. Það er því sennilegt að gengisbrautin hafi verið sterkari en eftirspurnarbrautin undanfarin ár til að ná takmarki Seðlabankans um lægri verðbólgu. Þessi hugmynd kom fram í skýrslu árið 2001 á vegum Háskólans í Reykjavík þar sem ég var annar af tveimur höfundum. Hugmyndin hefur, eftir því sem ég kemst næst, átt vaxandi fylgi að fagna meðal íslenskra hagfræðinga. Til dæmis gerði Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, þetta að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á síðasta ári. Þetta er því orðin nokkuð útbreidd skoðun. Háir vextir á Íslandi halda genginu sterku með því að draga að erlent fjármagn. Og sterkt gengi heldur niðri verði á erlendum neysluvörum. Það má því jafnvel ganga svo langt að segja að hávaxtastefna Seðlabankans kyndi undir neysluna. Að minnsta kosti væru örugglega færri nýir bílar á götunum, fjármagnaðir með erlendum lánum, ef vextir á Íslandi væru lægri og gengi krónunnar veikara. Niðurstaðan er því að áhrifamáttur Seðlabankans til að hafa áhrif á verðbólgu í gegnum stýrivaxtahækkanir og eftirspurnar- braut er takmarkaður. Það væri því nær að huga að því að viðmiðunin, 2,5 prósent verðbólga, sé óraunsætt markmið miðað við aðstæður. Íslendingar verða líklega að sætta sig við háa verðbólgu á uppgangstímum. Ísland er lítið hagkerfi og býr við frjálsa fjármagnsflutninga. Það er því óraunhæft að mínu mati að ætla Seðlabankanum einum að halda niðri verðbólgu. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við að meginstjórntæki Seðlabankans er takmarkað og ef menn ganga of langt í því að hækka vexti þá flytja bæði fyrirtæki og einstaklingar lán sín yfir í erlenda mynt og þar með er varanlega búið að draga mátt úr þeim stjórntækjum sem stýrivextir geta verið – og það er vandamál.“ Tímasprengja í erlendu fjárflæði Ef 2,5 prósenta verðbólga er óraunsætt markmið, hvert væri þá raunsætt markmið? „Í heimi þar sem fjármagn flýtur á milli landa eru stýrivextir lítils seðlabanka takmarkað stjórntæki. Ef Seðlabankinn gengur hart fram í því að hækka vexti flæðir inn erlent lánsfjármagn og lántaka færist úr íslenskum krónum yfir í erlenda mynt. Þar með er hagkerfið komið í sjálfheldu hárra vaxta því ef þeir lækka þá brestur flótti í fjármagnið. Þá lækkar gengið, fyrirtæki og einstaklingar tapa á erlendu lántökunni og verðbólga blossar upp að nýju. Miðað við hvað stjórntækin eru takmörkuð held ég að við verðum að sætta okkur við nokkuð hærri verðbólgu á Íslandi á uppgangstímum heldur en markmiðið segir til um, sérstaklega þegar ríkisvaldið vill ekki leggjast á sveif með Seðlabankanum við að slá á þensluna. Núna þegar vel árar í einkageiranum er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að sýna neitt aðhald heldur stendur í stórframkvæmdum. Kannski er það líka óskhyggja miðað við lýðræðislegt fyrirkomulag að ætlast til að stjórnmálamenn sýni aðhald en eins og er virðist Seðlabankinn vera óstuddur í að draga úr verðbólgunni sem gerir markmiðið enn óraunhæfara.“ k á r i s i g u r ð s s o n í l o n d o n Kári Sigurðsson er sjóðsstjóri hjá Barclays Global Investors í London og lektor við Háskólann í Reykjavík. Þrjátíu prósent nýrra húsnæðislána eru í erlendri mynt og alls eru átján prósent húsnæðislána nú í erlendri mynt. Þessi hópur er þá líka ósnortinn af hærri vöxtum í íslenskum krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.