Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 67
K
YN
N
IN
G
Jens Kringlunni hefur verið leiðandi fyrirtæki í handunnum skartgripum á Íslandi síðan 1965. Auk hinna þekktu skartgripa eru þar t.d. hannaðar og smíðaðar ýmsar gjafavörur
eins og skálar, tertuhnífar, skeiðar og skóhorn.
Andi jólanna er farinn að svífa yfir vötnum á gullsmíðaverk-
stæðinu í Suðurveri og starfsmenn farnir að smíða
gripina sem fólk dreymir um að fá í jólagjöf:
„Já, það er komin stemmning í mannskapinn,“
segir Jón Snorri gullsmiður brosandi. „Það er
mikið um að vera enda kappkostum við að
bjóða upp á mikla breidd í gripum sem eru
ekta handverk. Við smíðum allt frá klassískum
demantsskartgripum þar sem demanturinn er
hafður í aðalhlutverki og skiptir því máli að rétti
steinninn sé valinn í hvern grip. Þegar keyptur
er demantsskartgripur er mikið öryggi að kaupa það hjá virtum
skartgripaverslunum þar sem fólk fær upplýsingar um gæði
steinanna sem það kaupir.
Dóttir mín, Berglind Snorradóttir, er komin til starfa hjá okkur
en hún útskrifaðist frá Sheffield Hallam University í Englandi þar
sem hún lærði húsgagna- og iðnhönnun. Hún kemur því með
ferska sýn og eykur örugglega breiddina í hönnun okkar. Núna
erum við m.a. að smíða nælur sem eru mjög vinsælar enda ýmis
konar sjöl í tísku. Þær eru fjölbreyttar; sumar hverjar eru úr silfri
settar steinum eða einni stórri perlu.“
Handsmíðaðar stál-ausur í jólagrautinn
,,Við fylgjumst vel með tískusveiflum en erum
samt sem áður trú okkar eigin sköpun og stíl.
Íslenskt handverk er í hávegum haft hér hjá
okkur og hamarinn og steðjinn í fullri notkun.
Við smíðum gjarnan alls kyns skúlptúra úr stáli og
kopar og gerum einnig vinsælu rósina úr málmi.
Við höfum einnig verið með skreyttar biblíur.“
Jens ehf. rekur nú einnig spennandi netverslun
þar sem hægt er að kaupa módelsmíði. Framundan er fyrirhugað
að vera með línu sem heitir Smak Art sem byggir á því að vera með
aðgang að íslenskum listamönnum og listmunum þeirra. Þegar eru
farnar að berast pantanir erlendis frá. Slóðin er www.jens.is eða
www.smak.i
Handverkið í hávegum haft
Jens, Kringlunni
„Við fylgjumst því
vel með tískusveiflum
en erum samt sem
áður trú okkar eigin
sköpun og stíl.“
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 67
Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður.