Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
Marentza Poulsen hefur yfirumsjón með hinu árlega jólahlaðborði Hótel Loftleiða sem ávallt er danskt með íslensku ívafi:
„Þá koma gjarnan til okkar fyrirtæki eða aðrir hópar
enda er ekki síður gaman að setjast við jólahlaðborð í
hádeginu en á kvöldin. Nú á dögum fara langflestir í
nokkur mismunandi jólahlaðborð sem
er mjög skemmtileg þróun. Það er orðið
fremur vinsælt að gefa ástvinum kvöld-
stund við jólahlaðborð. Ég hef margoft
orðið vör við þetta hjá gestunum okkar og
mæli eindregið með þessari fögru gjöf.“
Hversu langan tíma er hæfilegt að gefa
sér til snæðings við jólahlaðborðið?
„Þetta er hátíðleg stund og fólk á að njóta
hennar sem best.
Margir spyrja hversu margar ferðir á veitingaborðið
séu við hæfi og svarið er einfalt: Eins margar og þig
lystir. Þú átt ekki að hrúga öllu á disk í einni eða tveimur
ferðum heldur velja í rólegheitum það sem þig langar til
að smakka.
Jólastemmningin er dásamleg hjá okkur og ómissandi
hluti af upplifuninni er að hlusta á tónlist flutta af Helgu
Möller og Magnúsi Kjartanssyni sem syngja og spila á
hverju ári hjá okkur.
Jólahlaðborðið er í gangi í öllum sölum á Hótel
Loftleiðum, við getum tekið á móti allt að 500 manns.
Allur Víkingasalurinn er lagður undir
jólahlaðborð, Blómasalurinn líka og
svo er mjög kósí fyrir einstaklinga eða
minni hópa að borða í Lóninu sem er
nýlega búið að gera mjög glæsilegt.“
Eru nýir og spennandi réttir á
jólahlaðborðinu?
„Við erum með reykta önd, sem
aðrir eru ekki með, og t.d. reyktar
kartöflur og marga aðra skemmtilega
og frumlega rétti, allt að hætti Idu Davidsen sem
upphaflega setti upp þetta danska jólahlaðborð.
Þegar fastakúnnarnir okkar kveðja, panta þeir alltaf
fyrir næsta ár.
Það eru okkar bestu meðmæli.“
Hátíðlegt jólahlaðborð
JT veitingar
Marentza Poulsen segir að jólahlaðborðshefðin sé hátíðleg stund sem fólk á að njóta sem best.
Margir spyrja hversu
margar ferðir á
veitingaborðið séu
við hæfi og svarið er
einfalt: Eins margar
og þig lystir.
Hótel Loftleiða 2007
hefst föstudagskvöldið 16. október
Marentza Poulsen og meistarakokkar Hótel Loftleiða
töfra fram heillandi jólahlaðborð alla daga til jóla
Hádegi alla daga vikunnar 3.700 kr.
Sunnudags-, mánudags-, þriðjudags-,
miðvikudags- og fimmtudagskvöld 5.200 kr.
Föstudags- og laugardagskvöld 5.500 kr.
Borðapantanir í síma 444 4055 og 444 4050
Helga Möller og Magnús Kjartansson leika ljúfa
jólatónlist föstudags- og laugardagskvöld
Góðgerðartréð verður á sínum stað
JT VEITINGAR - HÓTEL LOFTLEIÐUM - Sími: 444 4055 og 444 4050
Netfang: jonf@icehotels.is - www.veitingasalir.is
I I I í i:
: j i l .i . i i li .i
Jólahlaðborð
Sunnudagana
9. og 16. desember verður
fjölskyldustemning í
hádeginu - jólasveinninn
kemur í heimsókn.
Þorláksmessa
23. desember skötuhlað-
borð í hádeginu.