Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 70

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Jóhann Hansen rekur Gallerí Fold ásamt tengdaforeldrum sínum; Tryggva Páli Friðrikssyni og Elínbjörtu Jónsdóttur. Hann segir rekstur Gallerí Foldar vera nokkuð margþættan þar sem um er að ræða listaverkasölu, uppboðshús og sýningarsali: „Við erum einnig með gallerí í Kringlunni sem er í eðli sínu smámyndagallerí. Auk þess erum við með gott innrömmunarverkstæði sem er það stærsta og tæknivæddasta á landinu. Við finnum fyrir aukinni sölu og almennum áhuga á myndlist um þessar mundir og ég nefni sem dæmi að þrátt fyrir að tvö uppboð eigi eftir að fara fram á árinu er veltan þegar orðin meiri nú en allt árið í fyrra.“ Hvert telurðu að rekja megi þessi auknu umsvif listaverkasölu? „Aukin velmegun í þjóðfélaginu hefur að sjálfsögðu sitt að segja. Fréttir af velgengni erlendis hafa ýtt stórlega undir áhuga fólks. Kjarvalsverkið sem var selt í Kaupmannahöfn á um 20 milljónir króna opnaði augu margra fyrir myndlist sem fjárfestingarkosti. Mikil umræða er um uppgang myndlistar í fjölmiðlum og þegar verðið fer upp á við hafa fleiri hug á að selja verk sem þeir eiga og þá koma betri verk á markað. Hjá okkur hefur verslun með eldri verk aukist verulega, bæði í umfangi og sölu, sem svo togar upp verðið á verkum samtímalistamanna.“ Hvað er á döfinni hjá Gallerí Fold? „Núna erum við með sýningu á verkum Sigurjóns Jóhannssonar en hann málar meðal annars vatnslitamyndir frá síldarárunum. Þann 2. desember verðum við svo með uppboð á Hótel Sögu. Við leggjum áherslu á að vera með framúrskarandi úrval verka á jólauppboðinu. Síðan er það hin árlega jólasýning þar sem úrval verka eftir listamenn gallerísins eru til sýnis og sölu.“ Eru stór listaverk vinsæl til gjafa? „Já, mikið er um að bæði fyrirtæki og starfsmannafélög taki sig til og gefi vegleg myndlistarverk á merkistímamótum fólks. Vaxtalausu listaverkalánin eru mjög vinsæl enda gera þau mörgum kleift að eignast góð verk og þá sér í lagi yngra fólkinu.“ Vöxtur á myndlistarmarkaði Gallerí Fold Það er mikil umræða um uppgang myndlistar í fjölmiðlum og þegar verðið fer upp á við hafa fleiri hug á að selja verk sem þeir eiga og þá koma betri verk á markað. Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold sér mjög aukinn áhuga fólks og aukna sölu á listaverkum. K YN N IN G

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.