Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 73
„Ég bjó í Danmörku sem barn og fékk alltaf í skóinn, en ekki hinir krakkarnir,“ rifjar Sigríður Anna Sigurðardóttir eigandi Gullsmíði Siggu og Timo upp. „Ég var fimm ára þegar ég flutti og bjó úti þar til ég var níu ára. Hinum börnunum þótti þetta skrýtið. Þau mótmæltu og vildu telja mér trú um að jólasveinninn væri ekki til og að það væru mamma og pabbi sem gæfu gjafirnar, en ég hélt nú ekki. Ég stóð á því fastar en fótunum að þetta væri íslenskur jólasveinn og að hann drifi bókstaflega alla leið til Danmerkur. Sennilega frétti ég ekki fyrr en ég flutti heim níu ára að jólasveinninn væri ekki til. Ég fékk aðallega pez og pezkalla með persónum úr Andrési önd og litlar plastfígúrur sem áttu uppruna sinn í barnaþætti sem sýndur var í þýska sjónvarpinu. Einnig man ég eftir að hafa fengið Rasmus Klump í skóinn. Danir gera mikið úr jólahaldi og ég þarf ekki nema greni, rauðan lit og kerti til þess að gera jólalegt. Þarna vandist ég líka á að hafa „flæskesteg og ris a’lamande“ á jólunum og hef haldið í þann sið.“ Sigríður Anna Sigurðardóttir, eigandi Gullsmíði Siggu og Timo: Jólasveinn sem dreif til Danmerkur Sigríður Anna Sigurðardóttir. F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 73 „Fyrstu jólin mín og mannsins míns árið 1989 þegar við vorum ein í fyrsta skipti, eru mjög minnisstæð,“ segir Halldóra Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa. „Við vorum bæði að vinna í verslun þá, ég í Polarn O. Pyret í Kringlunni og hann í Garðakaupum í Garðabæ, en við kynntumst einmitt í Garðakaupum þegar við vorum 16 og 17 ára og unnum saman þar. Verslunarfólk er vant því að vinna frameftir aðfangadegi og desember er mikill álagstími fyrir starfsmenn. Þegar við komum heim úr vinnu þennan aðfangadag lögðum við okkur og byrjuðum svo að hafa okkur til, en það þýddi að þegar jólin byrjuðu klukkan sex vorum við rétt tilbúin til að fara í sturtu. Eins og venjan er höfðum við verið alin upp við það, að allt væri tilbúið þegar jólin eru hringd inn. En þarna vorum við sem sagt enn að hafa okkur til enda enginn að bíða eftir okkur. Þrátt fyrir það gerðist ekkert voðalegt! Við tókum því bara rólega og maðurinn minn eldaði dýrindis hreindýr. Og þar sem við höfðum hvílt okkur sofnaði enginn ofan í súpuna. Líklega hefur hreindýrið verið málamiðlun, þar sem ég var alin upp við að borða rjúpur á aðfangadagskvöld og hann hamborgarhrygg. Þarna áttum við kósí og rómantísk jól, ein í okkar nýju tveggja herbergja íbúð. Þrátt fyrir miklar annir höfðum við náð að gera huggulegt í kringum okkur, höfðum til dæmis bakað stórt og mikið piparkökuhús sem tók okkur langan tíma og gerðum heimilislegan aðventukrans úr brauði. Einnig höfðum við að sjálfsögðu skreytt jólatréð. Við giftum okkur um sumarið þetta ár og vorum staðráðin í því að vera tvö ein fyrstu jólin okkar í hjónabandi. Síðan þá höfum við haldið þeim sið að vera alltaf heima á aðfangadagskvöld og boðið fjölskyldunni til okkar, en gætt þess að fara fyrr í jólabaðið.“ Halldóra Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa: Tvö ein á jólum í fyrsta sinn Halldóra Matthíasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.