Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 31 DAGBÓK I N Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI. 5. nóvember rEi býður í pnoC á Filippseyjum Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, REi, hefur tekið vænt útrásarskref og ákveðið að bjóða í hlut filippseyska ríkisins í orkuveitunni PNOC Energy Development. Þetta gerir REi eitt og sér og án þátttöku Geysis Green Energy – en samruni þeirra fyrirtækja er í uppnámi eftir að borgarráð komst að þeirri niðurstöðu að hætta við hann. Það eru þó fleiri um hitunina því fjárfestingarfélag á Filippseyjum, Filinvest Development, hefur einnig ákveðið að bjóða í hlutinn ásamt alþjóðlega fyrirtækinu international Power. Filippseyska ríki vill selja 60% hlut í PNOC og nota féð til að grynnka á fjárlagahalla filippseyska ríkisins. 6. nóvember Smellinn á akranesi til eigenda BM Vallár Sagt var frá því að eigendur BM Vallár; feðgarnir Víglundar Þorsteinsson og Þorsteinn Víglundsson ásamt fjölskyldum, hefðu keypt Smellinn hf. á Akranesi. Smellinn hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á forsteyptum húseiningum. Smellinn á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1931 innan sömu fjölskyldunnar. Höfuðstöðvar eru á Akranesi en útibú er starfrækt í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 80 manns en hjá BM Vallá eru 380. Smellinn hefur náð eftirtektarverðum árangri í framleiðslu og sölu húseininga og hafa verið áform um að fara með framleiðsluhugmyndina í útrás og kanna möguleika á svipaðri verksmiðju erlendis og þeirri sem er á Akranesi. Halldór Geir Þorgeirsson, barnabarn stofnandans Haraldar Kristmannssonar, mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri Smellins sem og aðrir stjórnendur og starfsmenn. 6. nóvember Davíð um hækkun stýrivaxta Davíð Oddsson seðla- bankastjóri sagði á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands að ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti virtist hafa komið mörgum á óvart – og væntanlega fæstum þægilega á óvart. Davíð sagði að vaxtahækkunin hefði ekki þurft að koma svo mjög á óvart þar sem fjölmörg viðvörunarmerki hefðu verið gefin út að undanförnu um að þannig myndi fara. Hann sagði ennfremur að Íslendingar hefðu ekki efni á að tapa baráttunni við verðbólguna og verði að taka slaginn hversu kostnaðarsamur sem hann sé til skemmri tíma. 8. nóvember andri Már markaðsmaður ársins Andri Már ingólfsson, forstjóri og aðaleigandi Primera Travel Group, var valinn markaðsmaður ársins hjá ÍMARK þennan dag. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti Andra Má verðlaunin á fundi ÍMARK á Halldór Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Smellins. Feðgarnir Þorsteinn Víglundsson og Víglundur Þorsteinsson. Davíð Oddsson. Verðum að taka slaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.