Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 47 Fjórða atriðið er fólgið í máltækinu: Enginn er annars bróðir í leik. Það má svíkja ef það léttir undir í valdabaráttunni. Því gerist það af og til að einn og einn flokksmaður stingur flokksbróður eða -systur í bakið. Það stendur með litlu letri og innan sviga í leikreglunum að þetta megi. - Unga fólkið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins ætlaði að ýta Vilhjálmi til hliðar og halda áfram í meirihluta, en fléttan klikkaði, Björn Ingi sá hvað var að gerast, velti taflinu og sá hag sínum betur borgið í nýjum meirihluta, segir einn viðmælenda Frjálsrar verslunar. Enginn vill hins vegar fullyrða að Björn Ingi sé reyndari og klókari en jafnaldrar hans í öðrum flokkum. Það er rangt að stilla honum upp sem refnum en fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem bláeygum og reynslulausum. Öll þessi kynslóð býr að svipaðri reynslu úr flokksstarfi og beitir sömu aðferðum. Bara eins og kettlingar En eru þessar aðferðir, sem fólk varð vitni að við fall gamla borgarstjórnarmeirihlutans, verri og grófari en áður hefur verið í stjórnmálum á Íslandi? Þegar þessi spurning er borin upp er bent á langa röð af pólitískum sviptingamálum síðustu hundrað árin sem öll eru miklu grófari en Orkuveitumálið og eftirmál þess. Við getum nefnt sviptingar nokkurra stjórnmálamanna: Hannesar Hafstein og Valtýs Guðmundssonar, Jónasar frá Hriflu og framsóknarmanna, Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar, Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins/ Steingríms Hermannssonar. Það er af nógu að taka. - Það er bara rómantísk draumsýn að halda að stjórnmál hafi áður verið heiðarleg og saklaus. Þau voru miklu grófari áður; stjórnmálamennirnir óheiðarlegri og ósvífnari og ég held latari líka, segir einn viðmælandi Frjálsrar verslunar. Unga fólkið í dag er duglegt, alveg ofboðslega duglegt. Það vinnur og vinnur fyrir flokkinn sinn og fyrir eigin frama. Það eyðir miklum tíma í pólitíkina. Hvar er jarðsambandið? Það er líka gagnrýnt að stjórnmálamenn sem nú eru 35 (+/-) séu í minni tengslum við atvinnulífið en áður var. Þessa kynslóð vanti reynsluna af að vinna hörðum höndum og þá reynslu að hafa staðið að hausti með sumarhýruna í höndunum og spurt: Dugar mér þetta í vetur eða verð ég að hætta námi? En það er líka fullyrt að kynnin af atvinnulífinu séu nánari og fjölþættari en þau voru áður. Um leið er ljóst að tengslin við atvinnulífið eru allt öðru vísu en þau voru. Færri hafa séð sér farborða með erfiðisvinnu. Einu sinni hömpuðu Sjálfstæðismenn slagorðinu „Stétt með stétt!“ Með því var minnt á að flokkurinn naut stuðnings fólks úr öllum atvinnugreinum og átti fylgi jafnt meðal launþega sem atvinnuveitenda. Þetta var sjaldgæft meðal evrópskra hægriflokka. Þetta þýddi líka að margir af framámönnum flokksins voru fyrst og fremst fulltrúar atvinnulífsins – þeir komu úr frumframl eiðslugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði. Ef til vill var Einar Oddur Kristjánsson sá síðasti úr þeirri átt. Og þetta var aldrei rétt nema að hluta. Margir þeirra, sem gegnt hafa trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á síðari árum, hafa alls ekki staðið í þessum nánu tengslum við atvinnulífið. Sumarvinna á Mogganum - Þetta voru einkum piltar sem sendir voru í sumarvinnu á Mogganum eða Vísi eða í einhverjar ríkisstofnanir og voru svo í lögfræðinni á vetrum, segir einn viðmælandi okkar. - Sumarvinna á Mogganum var eins konar undirbúningur fyrir þátttöku í stjórnmálum. Vinnan á Mogganum var oft einu kynni þessara manna af atvinnulífinu, segir þessi viðmælandi og segir að menn hafi tilhneigingu til að ofmeta kynni fyrri kynslóða stjórnmálamanna af líkamlegri vinnu. - Margir þeirra sem núna eru að koma fram á sjónarsviðið hafa að baki víðtæka reynslu úr einkageiranum, úr fjármálafyrirtækjunum og úr heilbrigðisgeiranum. Tengsl þeirra við atvinnulífið eru nánari en áður. En þessi tengsl eru öðruvísi en áður vegna þess að atvinnulífið er öðruvísi og þess vegna er hneykslast á að þetta unga fólk viti ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Hvar eru pabbadrengirnir? Og fleiri taka undir þetta og segja að þjóðfélagið hafi breyst og þess vegna komi fólk núna inn í stjórnmálin eftir öðrum leiðum en áður var. Einnig er bent á að nú eru pabbadrengirnir svokölluðu ekki lengur áberandi í pólitík. Þeir voru umtalaðir fyrir svo sem 35(+/-) árum. Guðmundur Steingrímsson gæti ef til vill kallast pabbadrengur hefði hann ekki yfirgefið flokk feðranna. En þetta segir okkur eitt: Elítan hefur ekki endurnýjað sig. Það eru yfirgnæfandi líkur á að fyrstu bleiurnar sem keyptar voru á hina nýju kynslóð hafi verið keyptar fyrir námslán en ekki fyrir ráðherralaun. Afleikur hjá íhaldinu Á það er bent að frumframleiðslugreinarnar eru orðnar mjög fáliðaðar. Bændur sárafáir eftir og færri sækja sjó vegna tæknivæðingar fiskiskipaflotans. Úrvinnslugreinarnar mannaðar útlendingum sem fæstir ílendast hér. Fjármálafyrirtækin gnæfa yfir önnur fyrirtæki en þau gömlu annaðhvort orðin lítil eða alveg horfin. Og mörg gömul fyrirtæki hafa verið seld úr gömlu ættunum. Af hverju talar enginn lengur um heildsalaveldið? k y n s l ó ð a s k i p t i í p ó l i t í k Össur Skarphéðinsson talar um Morfískynslóðina og vísar þar til þess að fyrstu æfingabúðir 35(+/-) kynslóðarinnar voru ræðukeppni framhaldsskólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.