Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 85
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 85 aðeins fyrir tvo fullorðna aftur í, en þannig fer líka vel um þá og innstig/útstig í aftursæti þokkalega auðvelt. Skottið er rúmgott og stórt og gott hólf undir því þar sem varadekk er venjulega, en því er ekki fyrir að fara í þessum bíl, aðeins viðgerðasett ef springa skyldi. En líkur á að springi eru hverfandi. (Hvað er langt síðan það kom síðast fyrir hjá þér, lesandi góður?) Aksturseiginleikar Það er ekki margt út á E350 að setja. Í stuttu máli er bæði auðvelt og gaman að aka þessum bíl. Hægt að fara settlega eins og sunnudagsbílstjóri með hatt ef maður er í því skapinu (og á hatt) eða bregða fyrir sig dálitlum ralltöktum ef sá gállinn er á. Staðalfjöðrun mun vera hin þrautreynda fjölliðafjöðrun MB, en reynslubíllinn var með loftfjöðrun (hægt að hækka frá vegi ef vill). Á vegum með bundnu slitlagi vinnur hún sem hugur manns, en ekki laust við að hún höggvi þegar farinn er gamaldags malarvegur með gamaldags skálarlaga holum. En veggrip er eins og á verður kosið, miðað við það sem látið var á reyna í þetta sinn. Reynslubíllinn var á svokölluðum heilsárs- hjólbörðum sem almennt séð eru hvorki verulega góð sumardekk né verulega góð vetrardekk, þó notast megi við þau í báðum tilvikum. Samt er ekki hægt að segja að borið hafi á vegarhljóði, en hámarkshraði er bundinn við 240 km/klst. Ég hélt mig innan þeirra marka. Kostir / ókostir E350 stendur undir gamalkunnu orðspori Mercedes Benz. Ég gæti sett hér á langa loku um kostina en listi yfir ókosti yrði stuttur. Ég held að ég sleppi því í þetta sinn að setja upp sérstaka plúsa og mínusa. Þess í stað set ég hér almenna hugleiðingu um lit: Er það virkilega svo að flottasta stöðutáknið sé að aka á svörtum bíl? Sem helst þarf að þvo og bóna daglega ef hann á ekki sífellt að líta út fyrir að vera óhreinn? Mér finnst svartur litur á bíl ekki einu sinni sérlega fallegur og alveg nóg að hugsa til þess að síðasti bíltúrinn verður – næstum örugglega – sem farþegi í kistu í svörtum bíl. Verð/virði Byrjunarverð E350 er um 6,3 milljónir króna. Þegar búið er að raða í hann valbúnaði eins og var í reynslubílnum bætast um tvær millur við. Og væri þó hægt að bæta um betur. Vissulega eru það æði margar krónur, en miðað við ýmislegt annað sem boðið er á hjólum er það kannski ekki blöskranlegt. Fer kannski fyrst og fremst eftir því hve digur sjóður hangir kaupandanum við belti, því þegar öllu er á botninn hvolft er þetta drossía hinna digru sjóða. SHH Innstig/útstig úr baksæti er í góðu lagi og fer vel um tvo í aftursæti. Leyfi er fyrir þriðja farþega þar en þá er farið að þrengjast allnokkuð. Eins og annað er stýri og mælaborð með fáguðum blæ en látlausum. Hér er líka allt við höndina – eða jafnvel fingurna, sbr. takkasafnið í stýrishjólinu. Skottið er rúmgott og lokuð geymsla undir því, þar sem áður var vani að hafa varahjól er þess í stað viðgerðapakki (frauð og dæla). Ljósin á E-350 eiga skilið nokkurn kapítula. Þau beygja fyrir horn eftir stefnu framhjólanna, eins og tíðkaðist á gamla Citroën fyrir mörgum áratugum en engir hafa treyst sér til að leika eftir síðan. Svo er heimfylgdarljós og þessi ljósaklasi neðanvert í húsum útispeglanna. Það er auðvelt að umgangast MB E-class. Still- ingar framsæta og stýrishjóls sumpart rafvirkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.