Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 „Eitt augnablik stendur óneitanlega upp úr í þeim mörgu og góðu jólaminningum sem ég á,“ segir Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Manns lifandi. „Ég var þá fimm ára gömul og bjó norður á Húsavík. Fjölskyldan er heima að taka upp jólapakkana á aðfangadagskvöld þegar mamma þarf allt í einu að bregða sér frá. Eftir smástund er mig farið að lengja eftir henni og því fer ég fram að leita og niður stiga. Þegar ég er komin í miðjan stigann birtist mamma með bláan og silfurlitan dúkkuvagn, sem bróðir hennar hafði keypt í útlöndum. Ég stóð hreinlega á öndinni og hrópaði upp yfir mig af gleði og hrifningu þarna í stiganum. Enginn dauður hlutur hefur náð að gleðja mig jafn mikið síðar og þessi dúkkuvagn. Strax og veður leyfði fór ég út að spássera með vagninn og vakti auðvitað athygli. Þetta var flottasti dúkkuvagn á Húsavík og þótt víðar væri leitað. Móðurbróðir minn var í millilandasiglingum og gat því keypt hluti sem ekki fengust í verslunum. Sonur minn fékk að leika sér með dúkkuvagninn síðar, Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Manns lifandi: Heimsins flottasti dúkkuvagn Jólin koma en ég þurfti þó fljótlega að taka hann af honum, enda sá álíka mikið á vagninum eftir nokkra daga í hans meðförum og öll árin fram að því til samans. Mig minnir að hann hafi aðallega notað vagninn í einhverja ærslaleiki og til þess að klessa á. Svo fékk dóttir mín að leika sér með hann eftir að hún fæddist. Vagninn er enn á vísum stað, þótt ekki sé hann uppi við. Ég hef bara ekki tímt að henda honum.“ „Ég man vel eftir áramótunum þegar ég varð 18 ára, en ég á afmæli á gamlársdag,“ segir Auður Þórisdóttir endurskoðandi. „Á þessum tíma ætlaði ég mér að verða heilbrigðisstarfsmaður og vann því á sjúkrahúsum með skóla. Ég var beðin um að taka að mér vakt á gamlárskvöld og eyddi þar með áramótunum og nýársnótt fjarri fjölskyldunni og vinunum með sjúklingum á Grensásdeild. Ég borðaði með fjölskyldunni og mætti síðan til vinnu og man að mér þótti leiðinlegt að þurfa að fara. Þeir sjúklingar höfðu farið heim sem gátu, en þeir sem voru rúmfastir urðu eftir í félagsskap starfsfólksins. Ég hafði auðvitað ekki hugsað mér að eyða áramótunum og 18 ára afmælinu með þessum hætti, en þrátt fyrir það eru þessi áramót í minningunni jákvæð og góð upplifun sem mér verður oft hugsað til. Þó svo ég hafi seinna meir tekið U-beygju í starfsvali var þessi reynsla mín sem heilbrigðisstarfsmaður mjög þroskandi og hjálpaði mér til að átta mig á því sem skiptir máli í lífinu.“ Auður Þórisdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs KPMG: Áramót og afmæli á Grensásdeild Hjördís Ásberg. Auður Þórisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.