Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 „Segja má að jól séu ávallt eftirminnileg. Þau eru sérstakt tímabil fyrir okkur öll, væntanlega ekki síst fyrir presta,“ segir séra Vigfús Þór Árnason. „Á jólum er almennt mikið um að vera í söfnuðinum. Aðventan, undirbúningstími jólanna, hefur á undanförnum árum fengið á sig nýja mynd og breytta þótt innihaldið hafi vitanlega ekki breyst. Aðventan hefur orðið að fjölskylduhátíð þar sem fleiri og fleiri gefa sér tíma til þess að vera til og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða. Einn þáttur í helgihaldi aðventunnar er sá, að leikskólabörn og börn í grunnskólum heimsækja kirkjuna sína undir leiðsögn kennara. Á aðventunni streyma um átta þúsund manns í kirkjuna sína í Grafarvogi og yndislegt að sjá fólk koma og eiga helga stund. Fyrir nokkrum árum var einn grunnskólanna í Grafarvogi í heimsókn. Nemendur flytja gjarnan jólaguðspjallið. Í þetta sinn var það vel æft og flutt. Þá kom að því í jólasögunni – jólaguðspjallinu, að María og jósef bönkuðu upp á í gistihúsinu. Gistihúseigandinn litli átti að segja, að ekki væri rúm fyrir þau í gistihúsinu og benda þeim Maríu og jósef á fjárhúsið. Svo opnaði gistihúseigandinn dyrnar, leit á Maríu og jósef og fannst þau svo aumkunarverð að hann svaraði: „Ég held að það sé eitt herbergi laust.“ Með það fóru þau inn í gistihúsið. Og þá var það búið. Prestar og kennarar áttu erfitt með að halda aftur af hlátrinum og reyndar lauk honum ekki fyrr en helgistundinni lauk. Hvílík innri gleði. Er það ekki einmitt boðskapur aðventu og jóla „að koma til dyranna eins og maður er klæddur“? Er ekki einlægni barnsins það sem skiptir máli? Gistishúseigandinn var svo góður í sér að hann gat ekki annað en boðið þeim inn til sín. Okkar er nú á aðventu og jólum að bjóða þeim inn til okkar sem boðar frið á jörðu, bjóða þann velkominn sem gefur sannan frið, sanna gleði, sanna jólagleði. Bjóðum aðventukonunginn velkominn til okkar í önnum dagsins og höldum sönn og heilög jól.“ Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur Grafarvogskirkju: Óvænt góðsemi gistihúseiganda Jólin koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.