Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 84
Lífsstíll
84 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
Hvers vegna að prófa
þennan bíl?
Ég hef fylgst illa með Mercedes
Benz undanfarin ár. Fannst þeir
í Stuttgart heldur setja niður
þegar þeir rugluðu reitunum
saman við Chrysler – með fullri
virðingu fyrir þeim í USA. Nú
hefur MB velt af sér þeim bagga
og getur snúið sér að því – aftur
– að búa fyrst og fremst til góða
og vandaða bíla.
E-Class berst ekki á í útliti
fremur en MB drossíurnar
yfirleitt. Útlitsbreytingar eru
íhaldssamar og stundum fremur
bitamunur en fjár – ég get ekki
fullyrt þegar ég sé bíl frá MB
hvaða árgerð hann muni vera, í
besta lagi frá hvaða áratug.
Þess vegna hélt ég að ég
færi hálfpartinn huldu höfði á
prófunartímanum og enginn
tæki eftir þessum bíl umfram
aðra bíla, eins og þó vill brenna
við ef maður er að reynsluaka
nýjum bíl. En á óvart kom hve
margir samferðamenn snéru sig
til hálfs úr hálsliðnum þar sem
ég rann um á þessari virðulegu
rennireið.
Vél- og tæknibúnaður
Vélin í E350 er V6, 3,5
l, 272 hö, snúningsvægi
350 Nm frá 2400 sn.mín.
Koldíoxíðútblástur 231 gr/km
við bestu aðstæður, uppgefin
meðaleyðsla um 10 l pr.
100 km. sem reyndist furðu
nærri lagi. Almennt er reynsla
mín sú að bæta þurfi a.m.k.
2 lítrum við þá meðaleyðslu
sem framleiðendur gefa upp.
– Maður verður þá síður fyrir
vonbrigðum.
Sjálfskiptingin er 7 gíra,
mjúk og fín, með valskiptingu
– ökumaður getur valið að
skipta handvirkt einn upp eða
einn niður, sem getur komið sér
vel t.a.m. í vetrarakstri eða ef
ekið er með eftirvagn. Drif er á
afturhjólum sem gefur að vissu
marki öðruvísi aksturseiginleika
en maður á orðið að venjast
(flestir bílar með framhjóladrif ).
En E350 er líka fáanlegur sem
4matic (4x4) og munar ekki
ýkja miklu í verði (300 þús.).
Þannig búnum væru honum
eflaust flestir vegir færir, þó að
eldsneytisnotkun og mengun
væri þá líka örlítið meiri.
Vinnuumhverfi
ökumanns
Með stillanlegu ökumannssæti á
alla hugsanlega kanta (sumpart
rafstýrt) og stýrisafstöðu
sömuleiðis er vandalaust að
láta fara afar vel um sig við
stýrið. Allt sem á þarf að halda
er við höndina eða innan
fingrahreyfinga (aðgerðastýri).
Sjónsviðið er ágætt, fyrst
fannst mér bakspegillinn trufla
lítillega en það hvarf á fyrstu
kílómetrunum. Tölvustýrð
miðstöðin er sérstillt fyrir
hægri og vinstri; möguleikar á
stillingum kannski ekki ýkja
fjölbreyttir en ef maður stillir
bara á sjálfvirkni (auto) þarf
ekki að hræra í slíku.
Rými
E350 virkar ekki stór en þó
er hann í stærri kantinum
fyrir sinn flokk (lengd 4,82m,
breidd 1,82m), enda prýðilega
rúmgóður. Þó er hann í reynd
Mercedes Benz E350
Drossía hinna digru sjóða
bÍlAR:
sigurður
hreiðar
Auðnustjarnan er
einkennismerki
Mercedes Benz, vel
lukkað merki og einfalt.
Það er nokkurra króna
virði að hafa þetta
merki fyrir framan sig
við aksturinn!
MB E-Class berst ekki á í útliti fremur en MB drossíurnar yfirleitt, en bera með sér virðulegt tímaleysi. Eins og sjá má
er ekki auðvelt að taka myndir af svörtum bíl – og spurning hvort það er fallegur eða skynsamlegur litur á bíl yfirleitt.