Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 84
Lífsstíll 84 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Hvers vegna að prófa þennan bíl? Ég hef fylgst illa með Mercedes Benz undanfarin ár. Fannst þeir í Stuttgart heldur setja niður þegar þeir rugluðu reitunum saman við Chrysler – með fullri virðingu fyrir þeim í USA. Nú hefur MB velt af sér þeim bagga og getur snúið sér að því – aftur – að búa fyrst og fremst til góða og vandaða bíla. E-Class berst ekki á í útliti fremur en MB drossíurnar yfirleitt. Útlitsbreytingar eru íhaldssamar og stundum fremur bitamunur en fjár – ég get ekki fullyrt þegar ég sé bíl frá MB hvaða árgerð hann muni vera, í besta lagi frá hvaða áratug. Þess vegna hélt ég að ég færi hálfpartinn huldu höfði á prófunartímanum og enginn tæki eftir þessum bíl umfram aðra bíla, eins og þó vill brenna við ef maður er að reynsluaka nýjum bíl. En á óvart kom hve margir samferðamenn snéru sig til hálfs úr hálsliðnum þar sem ég rann um á þessari virðulegu rennireið. Vél- og tæknibúnaður Vélin í E350 er V6, 3,5 l, 272 hö, snúningsvægi 350 Nm frá 2400 sn.mín. Koldíoxíðútblástur 231 gr/km við bestu aðstæður, uppgefin meðaleyðsla um 10 l pr. 100 km. sem reyndist furðu nærri lagi. Almennt er reynsla mín sú að bæta þurfi a.m.k. 2 lítrum við þá meðaleyðslu sem framleiðendur gefa upp. – Maður verður þá síður fyrir vonbrigðum. Sjálfskiptingin er 7 gíra, mjúk og fín, með valskiptingu – ökumaður getur valið að skipta handvirkt einn upp eða einn niður, sem getur komið sér vel t.a.m. í vetrarakstri eða ef ekið er með eftirvagn. Drif er á afturhjólum sem gefur að vissu marki öðruvísi aksturseiginleika en maður á orðið að venjast (flestir bílar með framhjóladrif ). En E350 er líka fáanlegur sem 4matic (4x4) og munar ekki ýkja miklu í verði (300 þús.). Þannig búnum væru honum eflaust flestir vegir færir, þó að eldsneytisnotkun og mengun væri þá líka örlítið meiri. Vinnuumhverfi ökumanns Með stillanlegu ökumannssæti á alla hugsanlega kanta (sumpart rafstýrt) og stýrisafstöðu sömuleiðis er vandalaust að láta fara afar vel um sig við stýrið. Allt sem á þarf að halda er við höndina eða innan fingrahreyfinga (aðgerðastýri). Sjónsviðið er ágætt, fyrst fannst mér bakspegillinn trufla lítillega en það hvarf á fyrstu kílómetrunum. Tölvustýrð miðstöðin er sérstillt fyrir hægri og vinstri; möguleikar á stillingum kannski ekki ýkja fjölbreyttir en ef maður stillir bara á sjálfvirkni (auto) þarf ekki að hræra í slíku. Rými E350 virkar ekki stór en þó er hann í stærri kantinum fyrir sinn flokk (lengd 4,82m, breidd 1,82m), enda prýðilega rúmgóður. Þó er hann í reynd Mercedes Benz E350 Drossía hinna digru sjóða bÍlAR: sigurður hreiðar Auðnustjarnan er einkennismerki Mercedes Benz, vel lukkað merki og einfalt. Það er nokkurra króna virði að hafa þetta merki fyrir framan sig við aksturinn! MB E-Class berst ekki á í útliti fremur en MB drossíurnar yfirleitt, en bera með sér virðulegt tímaleysi. Eins og sjá má er ekki auðvelt að taka myndir af svörtum bíl – og spurning hvort það er fallegur eða skynsamlegur litur á bíl yfirleitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.