Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 89
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 89 maGnús ólafsson framkvæmdastjóri Áltaks Áltak hefur á þeim tíu árum sem það hefur starfað boðið fyrirtækjum og einstaklingum heildarlausnir á breiðum línum byggingarefna, til notkunar bæði utan sem innan húss. Magnús Ólafsson er annar stofnenda Áltaks og framkvæmdastjóri fyrirtækisins: „Starf mitt felst í að vera í sambandi við okkar birgja og viðskiptavini, stefnumótun fyrirtækisins, markaðsmálum, starfsmannamálum og ég sé að mestu leyti um fjármálin. Birgjarir eru erlendir og það kostar ferðalög. Ég er þó alltaf að reyna að skera þann þátt niður í starfi mínu enda tekur slíkt tíma frá fjölskyldunni og reyni ég sem mest að sameina ferðir, er til að mynda að fara á stóra sýningu í París þar sem margir þeir sem ég hef viðskipti við eru þáttakendur og þar styrki ég tengsl og leysi vandamál ef þau eru fyrir hendi. Starfsemin hefur aukist mjög mikið. Við seldum fyrirtækið 2001 og keyptum það aftur 2004. Strax árið eftir varð tvöföldun á veltu. Í fyrra keyptum við Íslenska verslunarfélagið og þá stækkaði fyrirtækið enn frekar og við erum búnir að fimmfalda veltuna síðan 2004 og ætlum okkur að eflast enn meir. Það sem háir okkur núna er of lítið húsnæði. Við erum búnir að sprengja utan af okkur núverandi húsnæði og leitum nú að lóð þar sem byggja mætti hentugt hús undir starfsemina. Það þarf að vera hagkvæmt í byggingu og rekstri og sýna vel okkar lausnir. En það er nú ekki gengið að lóðum fyrir atvinnustarfsemi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.“ Eiginkona Magnúsar er Dýrleif Arna Guðmundsdóttir sem starfar í hugbúnaðar deild Landsbankans og eiga þau þrjú börn. „Við eigum sumarbústað í Úthlíð þar sem erum við erum mikið, helst allar helgar yfir sumarmánuðina og þegar tækifæri gefst á öðrum tíma. Ég hef verið í golfi í nokkur ár og nú er svo komið að við hjónin stundum golf eingöngu á golfvellinum í Úthlíð þar sem er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldugolf. Við erum meðlimir í Golfklúbbnum Oddi, sem skartar einum flottasta golfvelli landsins, en þó skömm sé frá því að segja, þá hef ég ekki spilað þar síðustu tvö árin, sem sýnir hversu mikið aðdráttarafl sveitin og sumarbústaðurinn hefur á mig. Við förum einnig reglulega í frí til útlanda og fórum nýlega til Tyrklands, bæði til Istanbul og Bodrum. Einstaklega gaman að koma til Istanbul, sem er mikil menningarborg. Þar mætast heimur kristni og múhameðstrúar í borg sem nánast tengir Evrópu og Asíu. Istanbul er mjög spennandi borg og hafði hún mikil áhrif á mig og naut ég þess að vera þar. Bodrum er strandbær við Eyjahafsströndina og á að vera einn sá flottasti en hann heillaði mig ekki eins og Istanbul.“ Nafn: Magnús Ólafsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 15. mars 1958. Foreldrar: Erla Sch. Thorsteinsson og Ólafur Hersir Pálsson. Maki: Dýrleif Arna Guðmundsdóttir. Börn: Sigurbergur, 13 ára, Íris Lóa, 13 ára (fósturdóttir), Erla María, 3ja ára. Menntun: Viðskiptafræðingur. Magnús Ólafsson: „Einstaklega gaman var að koma til Istanbul, sem er mikil menningarborg. Þar mætast heimur kristni og múhameðstrúar í borg sem nánast tengir Evrópu og Asíu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.