Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 45 einkenni - einkenni sem ekki eru bundin við flokka endilega heldur starfsaðferðir og stíl? Össur Skarphéðinsson talar um Morfiskynslóðina og vísar þar til þess að fyrstu æfingabúðir kynslóðarinnar sem nú er 35 (+/-) er einmitt ræðukeppni framhaldsskólanna. Er það nógu góður bakgrunnur fyrir upprennandi stjórnmálamenn? Ungt og metnaðarfullt Er Morfiskynslóðin fær um að stjórna landinu? Eða tekur nú við tímabil þar sem eitt Orkuveitumálið rekur annað með bræðravígum, svikum og pólitískum fléttum, sem fara úr böndunum? Við ætlum að líta á liðið. Allir sem Frjáls verslum hefur rætt við um 35(+/-) kynslóðina eru á einu máli um tvö atriði. Annað er: - Það er að vaxa úr grasi ný kynslóð stjórnmálamanna sem hefur tamið sér annan stíl en þeir sem nú eru komnir á miðjan aldur eða eru þaðan af eldri. Og hitt er: - Metnaður þessa fólks er ofboðslegur. En lítum betur á þessa nýju metnaðarfullu kynslóð. Prúð og frjálsleg í fasi Þessi nýja kynslóð ku líta stjórnmálin öðrum augum en hin fyrri og þessi nýja kynslóð hefur átt fleiri kosta völ bæði hvað varðar menntun og atvinnu en þeir sem fæddust á Viðreisnarárunum og fyrir þann tíma. Íslendingar hafa í haust kynnst nýrri og metnaðarfullri kynslóð stjórnmálamanna - og margir vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Þegar spurt er nánar út í þessa kynslóð þá eru viðmælendur okkar merkilega ósammála um flest annað en að kynslóðin sé ný og metnaðarfull. Eldri viðmælendur segja að þetta sé kynslóð sem vaði í peningum án þess að vita að sumir hafa ekki alltaf haft það gott. - Nýja kynslóðin hefur alist upp í skjóli velstæðra og menntaðra foreldra – og í skjóli Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir gamall þingmaður. - Auðvitað virkar þetta fólk frjálslegra og glæsilegra og gáfaðra en við sem vorum fyrsta kynslóðin sem ekki ólst beinlínis upp í moldarkofum. Þannig eru raddir hinna eldri. Hinir yngri segja: Það er enginn munur á menntun og þjóðfélagsstöðu þeirra sem núna eru að koma fram og þeirra sem verið hafa við völd. Þjóðfélagið hefur breyst og þess vegna taka menn eftir kynslóðaskiptum núna. k y n s l ó ð a s k i p t i í p ó l i t í k Fulltrúar 35 (+/-) kynslóðarinnar eru m.a. (talið frá vinstri): Dagur B. Eggertsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Kjartan Magnússon, Svandís Svavarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.