Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Helga Harðardóttir skrifaði um hraða ákvarðanatöku í útrásarfyrirtækjunum í meistaraverkefni sínu við Háskóla Íslands. Stór hluti verkefnisins var að safna því saman sem skrifað hafði verið um ákvarðanatöku í íslenskum fyrirtækjum og hanna aðferð til að meta hraðann. Í viðtölum við stjórnendur tveggja fyrirtækja voru sömu þættir skoðaðir sem taldir eru forsendur fyrir hraðri ákvarðanatöku í fyrirtækjum. Sú rýni leiddi í ljós að þessir þættir voru áberandi þegar ákvarðanir voru teknar. Nokkur áhrifamikil dæmi voru nefnd þar sem góður árangur réðst af því að ákvörðun var tekin hratt. Aukin reynsla og þjálfun í ákvörðunum sem tengjast fjárfestingum leiðir til þess að hraði ferlisins eykst. Íslensku fyrirtækin beita upplýsingatækni í miklum mæli í aðdraganda ákvarðana en slík vinnubrögð auka hraða ferlisins. Greinilegt var í svörum viðmælenda að hraði við töku ákvarðana er ekki á kostnað gæða. Ákvarðanir virðast í flestum tilfellum vera vel ígrundaðar og er mikið stuðst við tölulegar upplýsingar og ýmis arðsemismódel í þeim tilfellum þar sem unnt er að koma slíku við. Það er einnig áberandi að mikið er lagt upp úr stuttum og hnitmiðuðum gögnum í upplýsingamiðlun, að greina kjarnann frá hisminu. Það er því hæpin fullyrðing að ákvarðanir séu teknar hratt vegna takmarkaðra upplýsinga. Slíkt var ekki reyndin í þessari rannsókn. Íslensku stjórnendurnir afla allra þeirra upplýsinga sem þeir telja að gagnist sér, en ekkert umfram það. áhrif ólíkrar menningar þegar teknar eru ákvarðanir Munur á menningu landa hefur áhrif þegar teknar eru ákvarðanir, að mati viðmælenda í rannsókninni. Bæði fyrirtækin, sem könnuð voru, nýta sér séríslenska þekkingu sem samkeppnisforskot í samkeppni á mörkuðum. Einn viðmælenda lýsir þessu þannig: „Við erum í dag með stjórnendateymi á þessum stöðum sem hefur sjóast í þessu með okkur. Stjórnendurnir vita hvernig við vinnum og í raun er það þannig að við í yfirstjórn tökum ekki ákvarðanir heldur þeir sem málið snýr að hverju sinni og geta því tekið bestu ákvörðunina.“ Án þess að fyrirtækjakúltúrinn hafi verið greindur sérstaklega í rannsókninni, voru ýmis atriði í fyrirtækjunum, í máli viðmælenda og í huga rannsakanda, sem gefa vísbendingar um það hvað einkennir kúltúrinn í fyrirtækjunum tveimur sem voru skoðuð. En þau fara ólíkt að. Við kaup á nýju fyrirtæki fer fyrirtæki A þá leið að innleiða sína fyrirtækjamenningu og þar af leiðandi aðferðir við ákvarðanatöku, í hið nýkeypta fyrirtæki. Fyrirtæki B fer þá leið í erlendum stórverkefnum að leggja línur um vinnubrögð, viðmið og staðla, en leyfa öðrum hlutum fyrirtækjamenningar að þróast af sjálfu sér. Munurinn endurspeglast í því hvar hagsmunirnir liggja í þessum fyrirtækjum. Hjá fyrirtæki A er stjórnunarleg færni stór hluti af fjárfestingunni og því er mikið lagt upp úr því að hún sé árangursrík. Hjá fyrirtæki B er hins vegar sjálf fjárfestingin í burðarhlutverki; að HELGA HARðARDóTTIR: Hröð ákVarðanaTaka Stjórnun TexTi: helga harðardóttir • Mynd: geir ólafSSon Helga Harðardóttir skrifaði um hraða ákvarðanatöku í útrásarfyrirtækjum og komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti leitt til samkeppnisforskots. Eigendaform fyrirtækjanna skiptir máli sem og reynsla og þjálfun í að taka ákvarðanir sem varða fjárfestingar. En kemur hraðinn við töku ákvarðana niður á gæðum hennar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.