Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 og ákveðið alla tíð. Auðvitað færi ég til Bandaríkjanna að læra viðskiptafræði þegar ég hefði aldur og þroska til.“ Og það varð einnig svo að loknu stúdentsprófi frá Verzlunar- skólanum að Gísli fór vestur til náms tvítugur að aldri, árið 1985. Hann settist á skólabekk í Lewis and Clark College í Oregon. En áður en Gísli fór hafði hann aflað sér viðskiptaþekkingar umfram það sem kennt var í Versló. Bissnessmaður í fermingarfötum „Ég var alltaf að reyna að búa mér til peninga, ef svo má segja, með einhverjum viðskiptum,“ segir Gísli. Hann minnir á að faðir hans, Reynir Þorgrímsson, hefur alltaf fengist við viðskipti og föðurforeldrarnir áttu og ráku Tösku- og hanskabúðina við Skólavörðustíg um langt árabil. Kaup og sala voru eðlilegur hluti af lífinu. Reynir, faðir Gísla, rekur nú Fyrirtækjasöluna í Suðurveri. Móðir Gísla er Rósa Guðbjörg Gísladóttir, bæði rótgrónir Kópavogsbúar. Meðal fyrirtækja sem Gísli stofnaði á Verzlunarskólaárum sínum voru GÖ-dreifing, sem sá um að dreifa BÚR-karfa – karfa sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gekk frá í neytendaumbúðum – til kaupenda. Þetta voru einkum verslanir og hafði Gísli eigin sendibíla í förum. Hann stofnaði einnig heildverslun sem flutti inn fatnað og tæki til reksturs veitingahúsa. Sem unglingur á fermingaraldri vann hann einnig á Grillborg í Hamraborg í Kópavogi – en akkúrat í því húsnæði er hann í dag enn með rekstur því að ein af Fiskisögubúðum hans er nefnilega þar. Í Grillborg var reiddur fram matur sem saddi svanga maga ekki síður en nú er á hótelunum í Kaupmannahöfn og veitingastaðnum Copenhagen Corner, stað sem Gísli og félagar hans eiga við Ráðhústorgið. „Ég ólst upp við þetta. Það var eðlilegur hlutur að allir reyndu að vinna fyrir sér og ég gerði það líka,“ segir Gísli. Út með námslán í vasanum En svo rann upp sú stund að Gísli færi til Bandaríkjanna eins og alltaf hafði verið ráð fyrir gert. Hann seldi fyrirtækin í Reykjavík og fyrir þau fékkst nokkur peningur upp í námskostnað. Hann fékk námsstyrk við skólann í Oregon. Þetta hjálpaði til því skólinn var dýr. Þó dugði þetta tvennt ekki. „Ég tók eins og flestir aðrir námsmenn lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Án þess hefði ég ekki komist til náms í útlöndum og væri sjálfsagt ekki hér nú,“ segir Gísli. Og við erum sammála um að ekki megi vanmeta þátt Lánasjóðsins í að ungt fólk komst til mennta í útlöndum á árunum eftir 1980, oft í dýra skóla í Bandaríkjunum. Margir þeirra sem nú eru áberandi í útrásinni íslensku eiga þetta sameiginlegt: Þeir tóku námslán og fóru út til náms. Framhlið og anddyri Nordic Industrial Park. Þessi iðngarður er um 90,000 m2 á um 14 hekturum af landi. Eitt af iðnhúsunum í NP Business Park, sem samtals hefur um 110,000 m2 í húsnæði á 22 hekturum lands. Framhlið skrifstofubyggingar í Nordic Technology Park - en framhliðin sjálf er yfir 250 metra löng! Skrifstofubyggingin er um 10,000 m2 og samtals húsnæði í þessum tæknigarði er um 50,000 m2. Kexverksmiðjan Lider Artur í Póllandi. „Kaupin á öllum þremur hótelunum í Kaupmannahöfn eru gerð á viðskiptalegum grunni eingöngu. Við erum fagfjárfestar í hörðum heimi viðskiptanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.