Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 41 „Mér finnst ég stundum stödd í gamla Alþýðubandalaginu!“ Og hún segist nota það fremur sem samlíkingu en að gamla Alþýðubandalagið lifi beinlínis í Starfs- greinasambandinu. „Það eru margir smákóngar, sumir ungir en þó einkum gamlir. Þeir hafa ekki allir mestan áhuga á samstöðu. Þetta er sundurleit hjörð,“ segir Signý. Hún segist hafa verið í Alþýðubandalaginu á lokaárum þess. „Ég kannast við svona átök frá þeim tíma,“ segir hún. „Ég get staðfest að allt sem Margrét Frímannsdóttir hefur sagt um starfsandann og átökin í Alþýðubandalaginu er rétt,“ segir Signý. axla ekki ábyrgð Og hvað varðar Starfsgreinasambandið segir Signý að það séu verkalýðsfélagið Efling og Flóabandalagið sem ekki vilji axla ábyrgð í samtökunum. „Efling er það stórt félag að það þarf ekki á Starfsgreinasambandinu að halda. Og Efling er eins og gamla Dagsbrún var í því að láta ekki frá sér samningsumboðið til stærri samtaka,“ segir Signý. Hún segir að innan SGS valdi margvísleg sjónarmið og hagsmunir togstreitu. Það er togstreita milli karla og kvenna, milli lands- hluta og milli starfsstétta. Og niðurstaðan er að þótt SGS sé stærsta sambandið innan ASÍ og það samband sem er í mestu vexti þá er styrkur þess minni en Samiðnar, samtaka iðnaðarmanna, og Landsambands íslenzkra verzlunarmanna. „Það er einfaldlega vegna meiri félags- þroska að iðnaðarmenn og verslunarmenn ná saman og skipta með sér forystuhlutverkunum í ASÍ,“ segir Signý. Iðnaðarmenn fá forsetann og verslunarmenn varaforsetann. Og núna eru það Grétar Þorsteinsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Neyðarlausn? Tilraunir til að breyta þessu og hleypa SGS að í forystu hafa mistekist á síðustu þingum. Núna koma fram tillaga um að bæta við einum varaforseta og tryggja þannig að þrjú stærstu samböndin hefðu forsetaembætti. En sú tillaga féll. „Þetta var tilraun til málamiðlunar en ég held að hún hafi komið of seint fram. Það gafst ekki tími til að kynna hana. Þetta leit út eins og einhver neyðarlausn fyrir meirihluta fulltrúanna og féll,“ segir Signý. Hún minnir þó á að áður hafi verið tveir varaforsetar svo ekki var verið að rjúfa gamla hefð. „Annars veit ég ekki hvort meiri kynning hefði dugað. Það hafa áður verið lagðar til lagabreytingar og þær kynntar ítarlega en samt verið felldar,“ segir Signý. „Við í SGS verðum bara að reyna að taka okkur saman í andlitinu. Iðnaðarmenn og verslunarmenn eru félagslega sterkari en við og lagnari við að mynda bandalög og fara þess vegna með sigur af hólmi,“ segir Signý. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landsambands íslenzkra verzlunarmanna, segir að hennar samband hafi stutt tillöguna um tvo varaforseta. Það hafi verið gert með heiðarlegum hætti, en tillagan féll meðal annars vegna þess að Starfsgreinasambandið var ekki allt með. „Þegar tillagan var fallin bauð ég mig fram enda var þá ljóst að varaforseti yrði aðeins Ingibjörg R. Guðmundsdóttur, varaforseti og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. á t ö k i n í a s í Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Signý Jóhannesdóttir formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, telja átakavetur framundan í ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.