Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 41

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 41 „Mér finnst ég stundum stödd í gamla Alþýðubandalaginu!“ Og hún segist nota það fremur sem samlíkingu en að gamla Alþýðubandalagið lifi beinlínis í Starfs- greinasambandinu. „Það eru margir smákóngar, sumir ungir en þó einkum gamlir. Þeir hafa ekki allir mestan áhuga á samstöðu. Þetta er sundurleit hjörð,“ segir Signý. Hún segist hafa verið í Alþýðubandalaginu á lokaárum þess. „Ég kannast við svona átök frá þeim tíma,“ segir hún. „Ég get staðfest að allt sem Margrét Frímannsdóttir hefur sagt um starfsandann og átökin í Alþýðubandalaginu er rétt,“ segir Signý. axla ekki ábyrgð Og hvað varðar Starfsgreinasambandið segir Signý að það séu verkalýðsfélagið Efling og Flóabandalagið sem ekki vilji axla ábyrgð í samtökunum. „Efling er það stórt félag að það þarf ekki á Starfsgreinasambandinu að halda. Og Efling er eins og gamla Dagsbrún var í því að láta ekki frá sér samningsumboðið til stærri samtaka,“ segir Signý. Hún segir að innan SGS valdi margvísleg sjónarmið og hagsmunir togstreitu. Það er togstreita milli karla og kvenna, milli lands- hluta og milli starfsstétta. Og niðurstaðan er að þótt SGS sé stærsta sambandið innan ASÍ og það samband sem er í mestu vexti þá er styrkur þess minni en Samiðnar, samtaka iðnaðarmanna, og Landsambands íslenzkra verzlunarmanna. „Það er einfaldlega vegna meiri félags- þroska að iðnaðarmenn og verslunarmenn ná saman og skipta með sér forystuhlutverkunum í ASÍ,“ segir Signý. Iðnaðarmenn fá forsetann og verslunarmenn varaforsetann. Og núna eru það Grétar Þorsteinsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Neyðarlausn? Tilraunir til að breyta þessu og hleypa SGS að í forystu hafa mistekist á síðustu þingum. Núna koma fram tillaga um að bæta við einum varaforseta og tryggja þannig að þrjú stærstu samböndin hefðu forsetaembætti. En sú tillaga féll. „Þetta var tilraun til málamiðlunar en ég held að hún hafi komið of seint fram. Það gafst ekki tími til að kynna hana. Þetta leit út eins og einhver neyðarlausn fyrir meirihluta fulltrúanna og féll,“ segir Signý. Hún minnir þó á að áður hafi verið tveir varaforsetar svo ekki var verið að rjúfa gamla hefð. „Annars veit ég ekki hvort meiri kynning hefði dugað. Það hafa áður verið lagðar til lagabreytingar og þær kynntar ítarlega en samt verið felldar,“ segir Signý. „Við í SGS verðum bara að reyna að taka okkur saman í andlitinu. Iðnaðarmenn og verslunarmenn eru félagslega sterkari en við og lagnari við að mynda bandalög og fara þess vegna með sigur af hólmi,“ segir Signý. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landsambands íslenzkra verzlunarmanna, segir að hennar samband hafi stutt tillöguna um tvo varaforseta. Það hafi verið gert með heiðarlegum hætti, en tillagan féll meðal annars vegna þess að Starfsgreinasambandið var ekki allt með. „Þegar tillagan var fallin bauð ég mig fram enda var þá ljóst að varaforseti yrði aðeins Ingibjörg R. Guðmundsdóttur, varaforseti og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. á t ö k i n í a s í Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Signý Jóhannesdóttir formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, telja átakavetur framundan í ASÍ.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.