Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 18
1 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 ótrúlegum árangri í viðskiptum. Eitt gamalt hótel er bara eins og eitt lítið herbergi í samanburði við aðrar fasteignir NP – það er að segja í gólffleti mælt. En þarna kemur til að Hotel D´Angleterre er miklu frægara en iðngarðar í Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Fjárfestingafélag Gísla á nær 700.000 fermetra í slíku húsnæði. En Gísli viðurkennir að Hotel D´Angleterre er dýrgripurinn í safninu, þó svo að honum finnsit þetta vera líka bara enn ein fjárfestingin í langri sögu Nordic Partners. Og svona er þetta með frægðina. Það er ekki nóg að spila vel í grúppunni – menn verða líka að slá í gegn og það gerðu Gísli og Nordic Partners fyrr á þessu ári með kaupunum á þessu frægasta hóteli Norðurlanda. Óþekktir á Íslandi „Það er alveg rétt að við í Nordic Partners erum ekkert sérstaklega þekktir á Íslandi þótt móðurfélagið sé skráð þar,“ segir Gísli og nú eru samlokurnar komnar á borðið. Gísli er ekki óvanur því að bera fram mat því sem unglingur vann hann á Grillborg í Hamraborg í Kópavogi og afgreiddi hamborgara með frönskum og kokkteilsósu – en höldum okkur við efnið: Af hverju fór svo hljótt um Gísla og Nordic Partners áður en þeir keyptu Hotel D´Angleterre? „Ég fór tvítugur frá Íslandi til náms í Bandaríkjunum,“ heldur Gísli áfram. „Eftir það hef ég lítið verið á Íslandi. Viðskipti okkar eru nær öll í öðrum löndum. 98-99 prósent af starfseminni er utan Íslands. Við höfum ekki verið áberandi í fjárfestingum á Íslandi og þar af leiðandi ekki verið í sviðsljósinu þar.“ Nordic Partner hefur alls ekki verið áberandi fyrirtæki og Gísli bendir á að félagið hafi ekki einu sinni komið sér upp heimasíðu á Netinu, þó það standi nú til bóta. Seldi tölur yfir leikfangaborð Starfsemi NP er mest í Lettlandi en einnig í hinum Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi og Litháen auk Póllands. Og Gísli segir að samsteypan sé byrjuð að þreifa fyrir sér með fjárfestingar í Georgíu og fleiri nýjum löndum. Ríga, höfuðborg Lettlands, er miðpunktur starfseminnar þótt móðurfélagið sé með höfuðstöðvar að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Í Ríga er hjarta starfseminnar í stóru húsi í gömlu miðborginni. En af hverju eru Ríga og Eystrasaltslöndin starfsvettvangur Gísla og félaga hans? Það er löng saga með mörgum tilviljunum. En sagan er eiginlega svona: Þegar Gísli var að alast upp í Kópavoginum – hann er fæddur árið 1965 – veittu foreldrar hans því athygli að strákur hafði áhuga á viðskiptum. Þriggja til fjögurra ára gamall var hann að reyna að koma gömlum tölum í verð með því að selja þær yfir leikfangaborð, sem hann átti. „Það lá alltaf í loftinu að þegar ég hefði aldur til færi ég til náms í viðskiptafræði í Bandaríkjunum,“ segir Gísli. „Þetta var bara eins „Það er bara svo, að kaup á einu frægu hóteli vekja miklu meiri athygli en aðrar fjárfestingar í húsnæði.“ Helstu eiGnir samsteypunnar: NP PROPERTIES- Fasteignir Iðnaðar- og verksmiðjuhúsnæði í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi alls nær 700.000 fermetrar. Mest skipulagðir iðn- og tæknigarðar leigðir út með þjónustu. Um 200.000 fermetrar hafa bæst við á þessu ári. Um 200 hektarar byggingarlands á mismunandi stigum þróunar. NP Confectionary - matar- og drykkjarvöru- framleiðsla Alls 8 verksmiðjur í Eystrasaltslöndunum. Starfsemin skiptist í þrennt: NP-Hotels Þrjú hótel í miðborg Kaupmannahafnar: Hotel D´Angleterre, Front Hotel og Hotel Kong Frederik. Veitingastaðurinn Chopenhagen Corner. A13 Tíu íbúðir í húsinu „Lille Amalienborg“ í Kaupmannahöfn. Bæði til leigu og nota fyrir NP. Icejet Fimm einkaþotur, 14 sæta, skráðar á Íslandi og með fullt flugrekstrarleyfi. Bæði til leigu og nota fyrir NP. Skyld félög í þjónustu við flugreksturinn. Þekkt vörumerki: Laima, Staburadze, Gutta, Eurofood, Margiris og Artur Lider. Velta: Nær 20 milljarðar ísl. kr. A. Sælgæti, kex og kökur. B. Pítsur, salöt og samlokur. C. Djús, vatn og gos. Nordic Partners ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.