Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 18

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 18
1 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 ótrúlegum árangri í viðskiptum. Eitt gamalt hótel er bara eins og eitt lítið herbergi í samanburði við aðrar fasteignir NP – það er að segja í gólffleti mælt. En þarna kemur til að Hotel D´Angleterre er miklu frægara en iðngarðar í Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Fjárfestingafélag Gísla á nær 700.000 fermetra í slíku húsnæði. En Gísli viðurkennir að Hotel D´Angleterre er dýrgripurinn í safninu, þó svo að honum finnsit þetta vera líka bara enn ein fjárfestingin í langri sögu Nordic Partners. Og svona er þetta með frægðina. Það er ekki nóg að spila vel í grúppunni – menn verða líka að slá í gegn og það gerðu Gísli og Nordic Partners fyrr á þessu ári með kaupunum á þessu frægasta hóteli Norðurlanda. Óþekktir á Íslandi „Það er alveg rétt að við í Nordic Partners erum ekkert sérstaklega þekktir á Íslandi þótt móðurfélagið sé skráð þar,“ segir Gísli og nú eru samlokurnar komnar á borðið. Gísli er ekki óvanur því að bera fram mat því sem unglingur vann hann á Grillborg í Hamraborg í Kópavogi og afgreiddi hamborgara með frönskum og kokkteilsósu – en höldum okkur við efnið: Af hverju fór svo hljótt um Gísla og Nordic Partners áður en þeir keyptu Hotel D´Angleterre? „Ég fór tvítugur frá Íslandi til náms í Bandaríkjunum,“ heldur Gísli áfram. „Eftir það hef ég lítið verið á Íslandi. Viðskipti okkar eru nær öll í öðrum löndum. 98-99 prósent af starfseminni er utan Íslands. Við höfum ekki verið áberandi í fjárfestingum á Íslandi og þar af leiðandi ekki verið í sviðsljósinu þar.“ Nordic Partner hefur alls ekki verið áberandi fyrirtæki og Gísli bendir á að félagið hafi ekki einu sinni komið sér upp heimasíðu á Netinu, þó það standi nú til bóta. Seldi tölur yfir leikfangaborð Starfsemi NP er mest í Lettlandi en einnig í hinum Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi og Litháen auk Póllands. Og Gísli segir að samsteypan sé byrjuð að þreifa fyrir sér með fjárfestingar í Georgíu og fleiri nýjum löndum. Ríga, höfuðborg Lettlands, er miðpunktur starfseminnar þótt móðurfélagið sé með höfuðstöðvar að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Í Ríga er hjarta starfseminnar í stóru húsi í gömlu miðborginni. En af hverju eru Ríga og Eystrasaltslöndin starfsvettvangur Gísla og félaga hans? Það er löng saga með mörgum tilviljunum. En sagan er eiginlega svona: Þegar Gísli var að alast upp í Kópavoginum – hann er fæddur árið 1965 – veittu foreldrar hans því athygli að strákur hafði áhuga á viðskiptum. Þriggja til fjögurra ára gamall var hann að reyna að koma gömlum tölum í verð með því að selja þær yfir leikfangaborð, sem hann átti. „Það lá alltaf í loftinu að þegar ég hefði aldur til færi ég til náms í viðskiptafræði í Bandaríkjunum,“ segir Gísli. „Þetta var bara eins „Það er bara svo, að kaup á einu frægu hóteli vekja miklu meiri athygli en aðrar fjárfestingar í húsnæði.“ Helstu eiGnir samsteypunnar: NP PROPERTIES- Fasteignir Iðnaðar- og verksmiðjuhúsnæði í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi alls nær 700.000 fermetrar. Mest skipulagðir iðn- og tæknigarðar leigðir út með þjónustu. Um 200.000 fermetrar hafa bæst við á þessu ári. Um 200 hektarar byggingarlands á mismunandi stigum þróunar. NP Confectionary - matar- og drykkjarvöru- framleiðsla Alls 8 verksmiðjur í Eystrasaltslöndunum. Starfsemin skiptist í þrennt: NP-Hotels Þrjú hótel í miðborg Kaupmannahafnar: Hotel D´Angleterre, Front Hotel og Hotel Kong Frederik. Veitingastaðurinn Chopenhagen Corner. A13 Tíu íbúðir í húsinu „Lille Amalienborg“ í Kaupmannahöfn. Bæði til leigu og nota fyrir NP. Icejet Fimm einkaþotur, 14 sæta, skráðar á Íslandi og með fullt flugrekstrarleyfi. Bæði til leigu og nota fyrir NP. Skyld félög í þjónustu við flugreksturinn. Þekkt vörumerki: Laima, Staburadze, Gutta, Eurofood, Margiris og Artur Lider. Velta: Nær 20 milljarðar ísl. kr. A. Sælgæti, kex og kökur. B. Pítsur, salöt og samlokur. C. Djús, vatn og gos. Nordic Partners ehf.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.