Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 s t j ó r n u n Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans, fæddist á Akranesi 1971 þar sem hann ólst upp og bjó allt þar til hann hélt til náms í viðskiptafræði við Háskóla Íslands eftir að hafa lokið viðskipta- og hagfræðinámi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sævar segist snemma hafa fengið áhuga á viðskiptum, en sem unglingur stofnaði hann og rak fyrirtæki með bræðrum sínum sem seldi ávexti, grænmeti og heilsusælgæti á útimarkaði á Akranesi yfir sumartímann. Meðfram háskólanámi starfaði Sævar í framleiðslufyrirtæki föður síns en hefur annars starfað samfleytt hjá Símanum í 12 ár, að undanskildu markaðsstjórastarfi hjá Nútíma samskiptum í hálft ár. Sævar hefur meðal annars komið að sölu- og markaðsmálum hjá Símanum, stýrt lausnaþróun fyrirtækisins og gegnt starfi framkvæmdastjóra farsímasviðs og nú síðast framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Hver eru helstu verkefnin sem liggja fyrir? „Við stefnum að því að sinna alhliða ICT þjónustu eða Information Communication Technology eða fjarskipta- og upplýsingatækni fyrir fyrirtæki af „íslenskri stærð“, þ.e. 250 starfsmenn eða færri. Stóru símafyrirtækin úti í heimi líta á þetta sem of smáar einingar þannig að það taki því ekki að sinna þeim. Við þekkjum þessa stærð mjög vel hér að heiman og erum hagvanir á þessum markaði og sjáum mörg tækifæri þar á Norðurlöndum og Bretlandi. Á einstaklingsmarkaðinum vinnum við út frá stefnu sem heitir TIME (Telco, Internet, Media & entertainment, Electronics) sem gengur út á það að línurnar á milli ólíkra þjónustuþátta eru sífellt að verða óskýrari og samþáttun í fjarskiptum, samskiptaþjónustu og afþreyingu er framtíðin.“ segir Sævar. eftirsóttasti vinnustaðurinn Næstu vikurnar ætlar Sævar að leggja áherslu á að stilla saman strengina með stjórnendum sínum í stefnu og áætlanagerð Símans fyrir næstu ár. „Skýr fókus og markmiðasetning er að mínu mati lykillinn að árangri og stjórnendur Símans munu ávallt leita leiða við að vera leiðandi fyrirtæki á markaði.“ Hann segist stoltur yfir þeim meðbyr sem hann finnur frá starfsmönnum og mun leggja áherslu á þarfir starfsmanna og vill gera Símann að eftirsóttasta vinnustað landsins með því að búa því spennandi starfsumhverfi, áhugaverð störf og að tryggja jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. Þá hefur fyrirtækið lagt mikla rækt við það síðastliðin ár að efla stjórnendur sem Sævar segir að skili sér í góðri þjónustu til starfsmanna og þaðan aftur til viðskiptavinanna. Hvað einkennir góðan stjórnanda? „Það er að kunna að hlusta á fólk og gefa því tækifæri á að nýta sína hæfileika. Það er auðvitað ekki alltaf svo að fólk fái öllum hugmyndum sínum framfylgt, en mikilvægt er að efla umboð fólks til athafna. Einnig að hafa innri kraft til framkvæmda og það sem ég kalla stundum að geta séð fyrir horn, að vita hvers konar framtíð ætlunin er að skapa,“ segir Sævar. málaralist og knattspyrna „Já, ég hef mikinn áhuga á knattspyrnu og dunda mér við að mála í frístundum, er reyndar ekki farinn að sýna neinum nema konunni afraksturinn en það kemur sjálfsagt að því einn daginn. Við eigum þrjú börn saman, tólf ára strák og sex og fjögurra ára gamlar stelpur svo það er nóg að gera. Síðan finnst mér gaman að fara í gönguferðir og þar sem ég er nú aftur fluttur upp á Akranes bregð ég mér stundum upp á Akrafjallið, enda ekki langt að fara,“ segir Sævar að lokum. Stillir saman strengi Sævar Freyr Þráinsson, nýr forstjóri Símans. SæVAR FREYR ÞRÁINSSON, NýR FORSTjóRI SÍMANS:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.