Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 DAGBÓK I N Björgólfur segir í viðtali við Moment, sem Landsbankinn gefur út, að eins og margir aðrir strákar hafi hann spilað fótbolta langt fram á unglingsár. Hann æfði með KR í Reykjavík og varð Íslandsmeistari með liði sínu í yngri flokkunum. „Ég hætti samt iðkun áður en ég kom upp í meistaraflokk. Það var svo margt fleira sem heillaði mig þá, eins og nú. Margir vina minna héldu hins vegar áfram að spila og urðu síðarmeir kjarninn í sigursælu liði KR um og eftir 1960. Þeir urðu líka Íslandsmeistarar nokkrum sinnum, ég man ekki hversu oft. Þetta tímabil í sögu félagsins er reyndar oft kallað gullöldin,“ segir Björgólfur. Á þessum tíma hafði KR unnið sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða. Fyrsti leikurinn var við Liverpool á Anfield Road og var það jafnframt fyrsti Evrópuleikur Liverpool. „Ég man eftir þessum leik. Nokkrir í hópnum voru byrjaðir að fylgjast með ensku knattspyrnunni og ég man að okkur þótti mikið til okkar félags koma, að mæta þessum ensku risum.“ Björgólfur rifjar upp að West Ham hafi verið áberandi á þessum árum og kveðst þá þegar hafa verið orðinn aðdáandi liðsins. „Þetta var lið sem fólki varð virkilega tíðrætt um. Þeir urðu enskir bikarmeistarar árið 1964 og nokkrir liðsmanna, einkum Bobby Moore, Geoff Hirst og Martin Peters, gegndu þýðingarmiklu hlutverki í landsliðinu þegar Englendingar urðu heimsmeistarar tveimur árum síðar. Þeir voru stjörnur í okkar augum og fyrirmyndir og svo sannarlega flinkir á vellinum.“ Félag með mikla sögu Björgólfur segir að þetta tímabil hafi verið gullöld West Ham, alveg eins og hjá KR. „Eða, við getum orðað það þannig að þetta hafi verið fyrstu gullaldarár West Ham. Síðara gullaldartímabilið er í þann mund að renna upp,“ segir hann brosandi. Björgólfur segir að ensku knattspyrnuliðin séu stolt af arfleifð sinni og beri feikilega virðingu fyrir leikmönnunum sem bæði öfluðu sjálfum sér og félögunum sínum frægðar á árum áður. „Ég gat því ekki annað en orðið spenntur þegar ég fór á leiki West Ham og hitti fyrrverandi leikmenn á borð við Sir Trevor Brooking og Billy Bonds. Báðir mæta á flesta heimaleiki West Ham og eru nánast í dýrlingatölu meðal aðdáenda liðsins.“ „Mér hefur alltaf þótt fótbolti fram úr hófi spennandi og óútreiknanlegur leikur og ég er ekki hissa á því að hann hafi náð jafnmikilli hylli um heim allan og raun ber vitni. Aldnir sem ungir, konur jafnt sem karlar og af öllum kynþáttum dá þessa íþrótt. Það stundar hana, horfir á hana í sjónvarpi og styður liðið sitt af lífi og sál. Þannig að þegar tækifæri gafst til þess að eignast liðið fyrir ári síðan, sá ég strax að þarna gæti ég sameinað áhuga minn á fótbolta og viðskiptum. Fáar atvinnugreinar í afþreyingargeiranum hafa vaxið jafnmikið og fótbolti og því hugsaði ég með mér, þetta er gott viðskiptatækifæri og möguleiki á því að gera eitthvað nýtt og spennandi.“ Björgólfur bendir líka á að West Ham sé að mörgu leyti einstakt félag með mikla sögu að baki. Unglingastarf þess er kraftmikið og hefur á síðasta áratug lagt rækt við leikmenn á borð við Frank Lampard, Rio Ferdinand, Joe Cole og Michael Carrick og fleiri landsliðsmenn. Það má með sanni segja, að nú þegar útlendingar ráða ríkjum í breskri knattspyrnu sé West Ham eitt „enskasta“ liðið í úrvalsdeildinni. Ótrúlegur viðsnúningur Síðasta keppnistímabil hjá Sameinar áhugann á viðskiptum og knattspyrnu „Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, keypti enska fótboltafélagið West Ham United í nóvember í fyrra. Þau viðskipti komu engum á óvart – að minnsta kosti ekki þeim sem þekkja manninn á bak við kaupin. Björgólfur er kunnur að því hérlendis að vilja láta gott af sér leiða – ekki síst fyrir dálæti sitt á menningarlegum og listrænum viðfangsefnum og góðgerðarmálum – og var kjörinn vinsælasti auðmaðurinn í útbreiddasta dagblaði landsins í fyrra. Einna frægastur er hann samt fyrir áhuga sinn á íþróttum og þar er fótboltinn efstur á blaði. 1. nóvember Hér kemur skemmtilegt viðtal Moments, blað Landsbankans, við Björgólf Guðmundsson: Björgólfur hefur haldið með West Ham frá unga aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.