Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Gísli segir sögu af einum af yfirstjórnendum hjá NP. Hann leitaði til miðils að spyrja hvort hann ætti að fara að vinna fyrir Gísla - viðurkenndi það síðar. „Miðilinn sagði honum að það yrði óhætt þar sem ég væri að lifa mínu fjórða lífi í Lettlandi,“ segir Gísli hlæjandi. Hann segir að þessi saga sé honum mjög minnisstæð og þó að hann sé ekki hjátrúarfullur þá hafi þessi maður starfað hjá honum sem einn af aðalstjórnendum fyrirtækisins í um tíu ár. Fræðimaður eða fjárfestir Og nú erum við að nálgast þann stað í sögunni þar sem fræðimaðurinn dr. Gísli Þór Reynisson verður að lúta í lægra haldi fyrir fjárfestinum Gísla Þór Reynissyni. Hann lauk doktorsritgerðinni. Hún fjallar um hlutverk og þýðingu svokallaðra stofnanafjárfesta í stefnu og störfum almenningshlutafélaga með hliðsjón af verðmætaaukningu í skráðum, stórum hlutafélögum í Bandaríkjunum. Áður hafði hann lokið MBA- og Ph.Lic.-gráðum í sömu fræðum. Námið átti vel við Gísla og lauk hann öllum sínum fjórum háskólagráðum með heiðri. Hann samdi og birti fræðigreinar í Evrópu, Japan, og Bandaríkjunum auk þess að vinna að ýmsum öðrum fræðimálum s.s. skýrslu fyrir Norrænu ráðherranefndina um hvernig opinbert áhættufé hefur nýst til að koma fótum undir smáfyrirtæki. Opinbert áhættufé „Ég held að þessari skýrslu hafi verið kastað. Hún kom aldrei út,“ segir Gísli og hlær. Niðurstaða rannsóknar Gísla var líka heldur óglæsileg fyrir Norðurlöndin. Hún var á þá leið að áhættuféð hefði í stórum dráttum glatast vegna þess að fjárfestingunum var ekki fylgt eftir. Fyrirtækin fengu stuðning meðan þau voru agnarsmá en stuðningurinn hvarf þegar þau urðu stærri og þá varð til millibil sem varð þeim oft ofviða. Gísli var þó fram á haust enn með hugann við fræðin og fór enn á ný til Bandaríkjanna til að stunda rannsóknir við Harvard-háskóla. En eignin í Finnish Venture Capital bauð einnig upp á möguleika. Meðeigendur Gísla vildu fara út í fjárfestingar í Eistlandi og í St. Pétursborg. Gísla fannst Ríga og Lettland meira spennandi. Svo fór að hann seldi sinn hlut og ákvað að gerast fjárfestir sjálfur. Hann fór frá Harvard um haustið, hætti að skrifa um einkavæðingu og fór að praktísera hana sjálfur. Annars væri hann sennilega núna háskólakennari í Bandaríkjunum. „Ég held að ég hefði orðið mjög leiðinlegur og kröfuharður kennari,“ segir Gísli og hlær. „Eiginlega er það var heppni fyrir hugsanlega nemendur mína að ég fór í annað.“ Startkapítalið Fræðimaðurinn dr. Gísli Þór Reynisson hefur ekki látið á sér kræla eftir þessa ákvörðun haustið 1995 – þó svo að hann hafi síðast fengið tilboð síðastliðið haust um að hverfa til baka í kennslu og rannsóknir. Fjárfestirinn Gísli Þór Reynisson hefur hins vegar vakið stöðugt meiri athygli. „Sjálfsagt hefði það orðið skemmtilegt og spennandi líf að vera við bandaríska háskóla,“ segir Gísli. „En samt. Uppbygging Nordic Partners hefur verið mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf. Ég hef notið hverrar mínútu og sakna ekki þessa akademíska umhverfis.“ En peningarnir sem Gísli fékk fyrir sinn hlut í Finnish Venture Capital – það eru peningarnir sem hann hefur einbeitt sér að því að ávaxta síðustu 12 árin. Það er startkapítalið. En hve mikið fékk hann fyrir hlutinn í Finnish Venture Capital? „Engar tölur, engar tölur,“ segir Gísli og hlær en telur að ávöxtun fjárins hafi gengið allvel. Eignir Nordic Partners eru nú metnar á 65 milljarða íslenskra króna og Gísli á 54 prósent hlut í félaginu. Félagið er ekki skráð í kauphöll og því engin leið að segja fyrir um raunverulegt markaðsvirði þess. Fjórmenningarnir í NP En hverjir eru Nordic Partners? Þeir eru fjórir sem mynda félagið og starfa við það. Gísli á 54 prósenta hlut og er framkvæmdastjórinn. Jón Þór Hjaltason er stjórnarformaður og á 17,5 prósenta hlut. Bjarni Gunnarsson á líka 17,5 prósenta hlut. Þeir tveir voru áður stofnendur og meðeigendur í BYKO en seldu sína hluti þar. Fjórði maðurinn er Lettinn Daumants Vitols sem hefur starfað með Gísla síðan 1995. Hann á 11 prósent. Bróðurpartur starfseminnar er í dótturfélögum með höfuðstöðvar í Ríga, höfuðborg Lettlands. Annars vegar eru það fasteignir – Gísli talar oft um sig sem fasteignafjárfesti – og hins vegar framleiðslufyrirtæki, mest á sviði matvöru og drykkja. Núna er gólfflötur í húseignum NP nær 700.000 fermetrar. Mest er þetta í iðn- og tæknigörðum sem bjóða viðskiptavinum sínum vestrænt umhverfi í hinni „nýju“ Evrópu. Það eru bæði nýjar byggingar og uppgerð verksmiðjuhúsnæði, frá tímum Sovétríkjanna. Þessar fasteignir hafa verið gerðar upp, stundum nær alveg frá grunni, húsnæðið fært til nútímahorfs og það leigt framleiðslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem frmleiða neysluvörur til sölu á alþjóðlegum markaði og heima. Auk þess á Nordic Partners viðamiklar fasteignir í miðborg Ríga. Nammi Nordic Partners eru einnig umsvifamiklir í framleiðslu á neysluvörum í eigin fyrirtækjum. Félagið rekur 8 verksmiðjur þar sem matur og drykkjarvörur eru framleiddar. Þetta er í öllu Eystrasaltsríkjunum þremur og í Póllandi. „Við erum mjög framleiðslusinnaðir og metnaðarfullir í okkar markmiðum þar,“ segir Gísli. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á sælgæti en einnig kex, kökur, tilbúinn fersk matvæli, og drykkjarvöru. Hann segir að NP hafi keypt leiðandi fyrirtæki sem framleiddu þekktar vörur fyrir markaðinn í Eystrasaltsríkjunum. Þar er til dæmis sælgætisverksmiðjan Laima, sem stofnuð var árið 1870 og er stærsti sælgætisframleiðandi í Eystrasaltslöndunum. „Fyrir okkur sem fjárfesta er fyrsta spurningin alltaf: Hvernig er eignaréttur okkar tryggður?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.