Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 72
„Jólaboð tengdafjölskyldunnar eru oft mjög lífleg og er eitt jólaboð öðrum minnisstæðara,“ segir Guðný Rósa Þorvarðardóttir, fram- kvæmdastjóri Parlogis. „Þannig er, að tengdafaðir minn hefur undanfarin 20 ár leikið jólasvein í okkar árlegu jólaboðum. Hann gerir það á mjög sannfærandi hátt, enda með náttúrulega hvítt og úfið skegg og mikla leiklistarhæfileika. Ein jólin ákvað mágur minn hins vegar að leysa hann af og reyna sig í hlutverkinu. Sólmundur er vanur að taka hlutverk sitt alvarlega og ákvað því að koma inn um glugga á 2. hæð eins og alvöru jólasveinn. Við fjölskyldan sátum inni í stofu þegar við heyrðum háreysti og dynki inni í einu herberginu og þutum af stað til þess að athuga hvað væri á ferðinni. Þá var jólasveinninn kominn þar inn um gluggann með poka á bakinu, emjandi og skrækjandi, og byrjaði að dreifa eplum til barnanna af miklum móð. Síðan reif hann með sér einn meðlim fjölskyldunnar og sagðist þurfa að fá smávegis aðstoð við dreifinguna í næstu húsum. Börnin horfðu á þennan furðulega jólasvein hverfa jafn skjótt og hann kom, en nú fór hann út um aðaldyrnar og með einn úr fjölskyldunni með sér. Þau jöfnuðu sig hins vegar fljótt og fannst þetta ferlega fyndinn og fjörugur jólasveinn. Skýringin á þessu athæfi sveinka var hins vegar sú að þegar hann tróð sér inn um gluggann vildi ekki betur til en svo, að þungur glugginn skelltist á hendurnar á honum og þar af leiðandi skemmti hann börnunum bæði puttabrotinn og í hálfgerðu losti. Hinn nýbakaði jólasveinn endaði kvöldið sem sagt á Slysavarðstofunni og er það örugglega í fyrsta og síðasta skipti sem einhver af bræðrunum fer í jólasveinabúning afans.“ Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis: Puttabrotinn jólasveinn Jólin koma Guðný Rósa Þorvarðardóttir. 72 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.