Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 21 Forsíðuviðtal „Skólinn minn í Oregon, Lewis and Clark College, var mjög lítill skóli. Aðeins um 1300 nemendur og þetta var mjög strangur skóli. Við vorum í litlum bekkjum og kynntumst prófessorunum vel, en kröfurnar voru miklar,“ segir Gísli. Fylgdi lærimeistaranum til Finnlands En Gísli stóð sig vel og fluttist yfir í University of Oregon þar sem við tók doktorsnám í fjármálahagfræði og tölfræði. Sem doktorsnemi byrjaði hann að taka þátt í kennslu við háskólann. Einn aðalprófessorinn hans og leiðbeinandi í doktorsnáminu var finnskur – Tarmo Pukkila. Árið 1991 var prófessorinn skipaður rektor við háskólann í Tampere í Finnlandi. Lærisveinninn Gísli fylgdi með og hélt áfram rannsóknum sínum og kennslu þar. „Það voru ýmsar ástæður fyrir að ég ákvað að taka þessu boði um að fara frá Bandaríkjunum til Finnlands og ljúka doktorsritgerðinni þar,“ segir Gísli. „Eitt var að það rann smám saman upp fyrir mér að lífið í Bandaríkjunum var ekki það sem það sýndist og sem Evrópubúa saknaði ég ákveðins raunveruleika og persónulegra samskipta. Mér fannst eins og ég væri búinn að vera nógu lengi þar svo að eftir sex ár og ákvað ég að skipta um umhverfi.“ Gísli segir að þrátt fyrir þetta hafi menntunin frá Bandaríkjunum reynst honum vel og það hafi verið góður skóli og undirbúningur fyrir lífið. Þar hafi hins vegar verið lögð áhersla á önnur viðskiptaviðhorf en þekkist í Evrópu – sum góð, en önnur ef til vill miður góð. Meiri áhersla lögð á áræðni og einstaklingshyggju, en einnig akademískan aga og að umhverfi viðskiptanna er ópersónulegt. Og í Bandaríkjunum er meiri áhersla á hugarfar frumkvöðlanna en er í Evrópu og á Norðurlöndunum. „Ég held að við sem höfum lært í Bandaríkjunum lítum viðskipti öðrum augum en þeir sem eru skólaðir í evrópsku eða norrænu hefðinni,“ segir Gísli. „Það er munur þarna á og bandaríska hefðin byggir á meiri áræðni. Menn eiga ekki að óttast að reyna eitthvað nýtt.“ Sovétríkin í rústum Í Finnlandi ríkti sérstakt ástand þegar Gísli koma þangað. Sovétríkin voru fallin og Finnar þegar farnir að leita fyrir sér með viðskipti í Norðvestur-Rússlandi og þá sérstaklega á St. Pétursborgarsvæðinu. Um leið var kreppa í Finnlandi vegna falls Sovétríkjanna og endaloka viðskipta við þau. Eftir að Gísli kom til Tampere bauðst honum að taka að sér ráðgjöf hjá fjárfestingasjóði sem hét Finnish Venture Capital. Þetta var ráðgjöf vegna einkavæðingar í fyrrum Sovétríkjunum og þó sérstaklega í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum. Sjóðurinn var í eigu stærri samsteypu og honum fylgdu töluverðar eignir að sögn Gísla. „Ég vann við þessa ráðgjöf í einkavæðingu með náminu,“ segir Gísli. „Við sem unnum þarna fengum að lokum að kaupa starfsemina. Það leiddi af sér ný tækifæri. Við fluttum sjóðinn til Helsinki og tókst að auka verðmæti eignanna verulega auk þess sem við kynntumst aðstæðum í viðkomandi löndum - og þar vakti Lettland og Ríga sérstaka athygli mína. Mér fannst ég koma heim til Ríga.“ Það hefur ekki verið mikil fyrirferð á Gísla Þór í fjölmiðlum. Fyrirtæki hans er þó með yfir 8 þúsund manns í vinnu víða í Evrópu en miðstöð viðskipta hans eru í borginni Ríga, höfuðborg Lettlands. Hér er hann fyrir utan Hotel D'Angleterre.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.