Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.09.2007, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Frjáls verslun birtir hér þrjár fróðlegar greinar um útrás íslensku fyrirtækjanna. Þetta eru greinar sem unnar eru upp úr lokaverkefnum þriggja nemenda í meistaranámi við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þeir gerðu rannsóknir í tengslum við lokaverkefnin en þær eru hluti af hinu viðamikla rannsóknarverkefni Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands á útrás íslenskra fyrirtækja. (INTICE). Það verkefni felst í mörgum stærri og smærri rannsóknum og er ætlað að gefa smám saman betri og meiri upplýsingar um útrás íslenskra fyrirtækja. Nemendurnir þrír sem birta hér greinar sínar eru Dögg Gunnarsdóttir, Helga Harðardóttir og Snædís Baldursdóttir. Dögg skrifaði um íslenskan stjórnunarstíl í útrásarfyrirtækjunum, Helga um hraða ákvarðanatöku í fyrirtækjunum og Snædís um val á lykilstjórnendum við erlendar starfsstöðvar íslenskra útrásarfyrirtækja. snædís Baldursdóttir skrifaði um val á lykilstjórnendum við erlendar starfsstöðvar íslenskra útrásarfyrirtækja. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að við ráðningar þeirra vega persónueinkenni þyngra en menntun og reynsla. Ennfremur kemur í ljós að ef staða losnar erlendis er oftast byrjað að leita að eftirmanni hans innan fyrirtækisins og tiltölulega auðvelt þykir að finna góðan íslenskan stjórnanda ef svo ber undir. Rannsóknin var meistaraverkefni greinarhöfundar í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og jafnframt hluti af viðamiklu rannsóknarverkefni Viðskipta- fræðistofnunar Háskóla Íslands á útrás íslenskra fyrirtækja (INTICE). Rann- sóknarverkefnið felst í mörgum stærri og smærri rannsóknum og er ætlað að gefa smám sama betri og meiri upplýsingar um útrás íslenskra fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í hvernig staðið er að ráðningum lykilstjórnenda íslenskra útrásarfyrirtækja. Sjónum var beint að erlendum starfs- stöðvum. Meðal annars var kannað hvernig lykilstjórnendur eru valdir með það í huga hvort þeir komi úr öðrum störfum innan fyrirtækisins eða utan frá og hvað einkenni öfluga stjórnendur. Jafnframt var val á stjórnendum sett í samhengi við yfirtökur á erlendum fyrirtækjum. Rætt var við níu stjórnendur hjá Actavis, Glitni, Kaupþingi, Lands- bankanum, Marel, Promens og Össuri. Við- mælendur voru valdir út frá reynslu þeirra af stjórnendaráðningum. Þeir stjórnendur sem rætt var við voru almennt sammála um að auðvelt væri að meta persónuleika umsækjanda strax frá byrjun. Þeir sögðust finna mjög fljótt hvort hann hefði það sem þyrfti til að sinna starfi sínu nógu vel. Þeir töldu persónueinkenni og hugarfar öflugs stjórnanda skipta mun meira máli en menntun og reynslu. Einn stórnendanna orðaði það svo: „Þegar upp er staðið er þetta bara spurningin um hvort ég geti hugsað mér að vinna með viðkomandi og hvernig er að sitja með honum og spjalla. Þetta er ekkert flóknara.“ Einnig töldu þeir mikilvægt að umsækjandi gæti tileinkað sér þau gildi sem fyrirtækið starfar eftir. Annars gæti hann ekki fallið inn í hópinn: „Það er klárlega einn af þeim hlutum sem skipta máli, meðvitað eða ómeðvitað, þegar fólk er ráðið. Hvers konar vinnustað við viljum búa til,“ sagði einn stjórnendanna. SNæDÍS BALDURSDóTTIR: Val á lykil- STjórnendum Snædís Baldursdóttir kemst að því í rannsókn sinni að persónueinkenni vegi þyngra en menntun og reynsla við val á lykilstjórnendum í erlendum starfsstöðvum íslenskra útrásarfyrirtækja. TexTi: SnædíS baldurSdóttir • Mynd: geir ólafSSon Útrásin rannsökuð Snædís Baldursdóttir. Helga Harðardóttir Dögg Gunnarsdóttir Stjórnun útráSin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.