Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 31
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 31
DAGBÓK I N
Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri REI.
5. nóvember
rEi býður í pnoC
á Filippseyjum
Dótturfélag Orkuveitu
Reykjavíkur, REi, hefur tekið
vænt útrásarskref og ákveðið
að bjóða í hlut filippseyska
ríkisins í orkuveitunni PNOC
Energy Development. Þetta
gerir REi eitt og sér og
án þátttöku Geysis Green
Energy – en samruni þeirra
fyrirtækja er í uppnámi eftir
að borgarráð komst að þeirri
niðurstöðu að hætta við
hann. Það eru þó fleiri um
hitunina því fjárfestingarfélag
á Filippseyjum, Filinvest
Development, hefur einnig
ákveðið að bjóða í hlutinn
ásamt alþjóðlega fyrirtækinu
international Power.
Filippseyska ríki vill selja
60% hlut í PNOC og nota féð
til að grynnka á fjárlagahalla
filippseyska ríkisins.
6. nóvember
Smellinn á akranesi
til eigenda BM Vallár
Sagt var frá því að eigendur
BM Vallár; feðgarnir Víglundar
Þorsteinsson og Þorsteinn
Víglundsson ásamt fjölskyldum,
hefðu keypt Smellinn hf. á
Akranesi.
Smellinn hefur á
undanförnum árum sérhæft
sig í hönnun og framleiðslu á
forsteyptum húseiningum.
Smellinn á rætur sínar að
rekja allt aftur til ársins 1931
innan sömu fjölskyldunnar.
Höfuðstöðvar eru á Akranesi en
útibú er starfrækt í Reykjavík.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega
80 manns en hjá BM Vallá eru
380.
Smellinn hefur náð
eftirtektarverðum árangri í
framleiðslu og sölu húseininga
og hafa verið áform um að fara
með framleiðsluhugmyndina í
útrás og kanna möguleika á
svipaðri verksmiðju erlendis og
þeirri sem er á Akranesi.
Halldór Geir Þorgeirsson,
barnabarn stofnandans Haraldar
Kristmannssonar, mun starfa
áfram sem framkvæmdastjóri
Smellins sem og aðrir
stjórnendur og starfsmenn.
6. nóvember
Davíð um
hækkun stýrivaxta
Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri sagði á
morgunfundi Viðskiptaráðs
Íslands að ákvörðun
bankans um að hækka
stýrivexti virtist hafa
komið mörgum á
óvart – og væntanlega
fæstum þægilega á óvart.
Davíð sagði að
vaxtahækkunin hefði ekki þurft
að koma svo mjög á óvart þar
sem fjölmörg viðvörunarmerki
hefðu verið gefin út að
undanförnu um að þannig myndi
fara. Hann sagði ennfremur að
Íslendingar hefðu ekki efni á að
tapa baráttunni við verðbólguna
og verði að taka slaginn hversu
kostnaðarsamur sem hann sé
til skemmri tíma.
8. nóvember
andri Már
markaðsmaður
ársins
Andri Már ingólfsson, forstjóri
og aðaleigandi Primera
Travel Group, var valinn
markaðsmaður ársins hjá
ÍMARK þennan dag. Það var
forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sem afhenti Andra
Má verðlaunin á fundi ÍMARK á
Halldór Geir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri Smellins.
Feðgarnir Þorsteinn Víglundsson og Víglundur Þorsteinsson.
Davíð Oddsson. Verðum að taka slaginn.