Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 20
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 21
Hann er ríkiskapítalisti
Okkar maður les um kauphöllina og hugsar með sér; eru einhverjir
fjárfestar tilbúnir til að kaupa í íslenskum fyrirtækjum. Hann
heldur ekki; brennt barn forðast eldinn. Hann er að minnsta kosti
ekki tilbúinn á næstunni til að láta að sér kveða í kauphöllinni
og kaupa bankana til baka þótt þeir verði með öllum þeim fyrir-
tækjum sem þeir eignast hlut í á næstunni.
Hann á líka bankana hvort sem er – og til hvers að kaupa þá
aftur til baka af sjálfum sér. Hann er ríkiskapítalisti.
Þess utan þarf hann líka að bjarga ríkissjóði og Seðlabankanum,
greiða IMF-lánið og önnur lán. Þetta eru allt lán í milljörðum, allt
að 3.000 milljarða fjármögnunarþörf, og þess vegna getur hann,
sjálfur milljarðamæringurinn, ekki keypt hlutabréf í kauphöllinni
fyrir afganginn.
Hann gaf þeim blóm
Hann átti leið einn laugardaginn niður á Austurvöll, ekki til að mótmæla sjálfur, heldur til að fylgjast með mótmælendum. Það var svolítið
táknrænt fyrir hann að fylgjast bara með í nepjunni. Hann er á móti skrílslátum. Hann gaf lögreglunni hins vegar blóm, enda er skattborgarinn
milljarðamæringur sem kostar alla löggæslu í landinu; svona ofan á allt annað.