Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 24

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 24
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 25 texti: gísli kristjánsson Af Hverju ÍslAnd en ekki noregur? Norski Seðlabankinn og norska bankaeftirlitið er mjög strangt á því að efnahagsreikningur bankanna vaxi ekki landsframleiðslunni yfir höfuð; að hann verði ekki stærri en landsframleiðslan og alls ekki svo stór að norski seðlabankinn geti ekki varið bankana. Þá hafa helstu leikarar atvinnulífsins í Noregi ekki komist yfir stærstu norsku bankana, ekki eignast þá. Norska ríkið er t.d. kjölfestufjárfestirinn í stærsta norska bankanum, Den norske Bank. Bankarnir sem koma þar á eftir í stærð eru utan Noregs á Norð- urlöndunum. Sama stjórnarfar, sömu reglur og sams konar bankaeftirlit í báðum löndum ... en samt. Það kemur margt til en gleymum ekki krónunni. Norska krónan er auðvitað allt önnur króna en sú íslenska – sú norska er alvöru – og munar um minna. Bitur reynsla af bankakreppu árið 1990 – bankar varkárir.1. Mikill gjaldeyrisvarasjóður.2. Efnahagur bankanna ekki stærri en einföld þjóðarframleiðsla.3. Ekki fyrrverandi stjórnmálamenn í bankastjórn Seðlabanka. 4. Fjármálaeftirlitið er frægt fyrir hörku og eftirlit.5. Strangar kröfur um áreiðanleika eiginfjár og lánaviðskipti milli banka.6. Lítil krosseignatengsl milli fyrirtækja og banka.7. Margir erlendir fjárfestar kaupa hlutabréf í bönkunum.8. Strangar reglur um lán eigenda bankanna hjá bönkunum.9. Ríkið kjölfestufjárfestir í langstærsta bankanum, Den norske Bank. Næstu bankar þar á 10. eftir eru sænskir og finnskir. Bankaeftirlitið leysti banka síðast upp í bankakreppunni í Noregi árið 1993 og sendi 11. stjórnir þeirra heim. Þess vegna eru bankarnir varkárari en ella vegna þeirrar reynslu; biturrar reynslu sem þeir hafa í farteskinu. Helstu viðskiptajöfrarnir og leikararnir í atvinnulífinu eignuðust ekki banka, komust ekki 12. yfir banka. Lífeyrissjóðir – en ekki síður erlendir lífeyrissjóðir – sem og stofnanafjárfestar eru mikilvirkir hluthafar í bönkunum. Eignaraðild er fremur dreifð. Norska krónan er sterkur gjaldmiðill og nýtur viðurkenningar á erlendum gjaldeyris- 13. mörkuðum. Norðmenn eru íhaldssamir í fjármálum og erlendum lánum var ekki ausið inn í banka til 14. að stækka þá hratt. noregur

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.